Hulunni svipt af ókunnugu fólki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2013 09:00 Bragi og Sóley eru óhrædd við að stöðva fólk á fötunni og spyrja það spjörunum úr. Fréttablaðið/GVA Bragi Brynjarsson og Sóley Georgsdóttir hafa óseðjandi áhuga á fólki og sögunum sem það hefur að geyma. Þau eru fólkið á bak við síðuna Humans of Reykjavík sem varpar öðru vísi ljósi á fólk á förnum vegi í máli og myndum. „Þessi hugmynd kemur frá sambærilegu verkefni sem heitir Humans of New York. Ljósmyndarinn Brandon Stanton byrjaði á því verkefni árið 2010 en verkefnið fólst í því að taka myndir af fólki á götum New York-borgar. Þar er náttúrulega alls konar fólk og Brandon fær marga til að segja sér ýmislegt persónulegt sem hann svo deilir á Facebok-síðu sinni. Þetta náði síðan miklum vinsældum og eru sambærilegar síður til um heim allan,“ segir Bragi Brynjarsson. Hann vildi feta í fótspor Brandons og rakst á Sóleyju Georgsdóttur sem var í svipuðum hugleiðingum. Þau sameinuðu krafta sína í eitt verkefni sem heitir Humans of Reykjavík. Þau byrjuðu að vinna saman fyrir þremur vikum og hefur verkefnið vakið mikla athygli. Verkefnið felst í því að Bragi og Sóley vappa um götur borgarinnar með myndavél að vopni, taka myndir af fólki á förnum vegi og spyrja það spurninga. Á hverjum degi birta þau afraksturinn á Facebook-síðu verkefnisins. „Við höfum bæði gríðarlegan áhuga á fólki. Ég er mikil félagsvera og hef mikinn áhuga á sögum, hvort sem þær er að finna í bókum, kvikmyndagerð eða í fólki sjálfu. Allir hafa sína sérstöku sögu að segja. Í örskamma stund fáum við að svipta hulunni af ókunnugri manneskju í þessu verkefni okkar. Sagan samsvarar sér ekki alltaf ímyndinni sem maður fær við fyrstu sýn. Maður horfir á ljósmyndina, les textann og kíkir svo aftur á ljósmyndina. Þá sér maður manneskjuna í allt öðru ljósi. Það sem við viljum helst vekja athygli á er að allt þetta fólk sem strunsar framhjá okkur út um allan bæ er með hjarta og heila, tilfinningar og hugsanir. Mikið af samskiptum okkar við ókunnuga eru heldur neikvætt en við viljum birta jákvæðari mynd af fólki sem myndar samfélagið,“ segir Bragi og bætir við að Íslendingar séu varkárir þegar kemur að því að svara ágengum spurningum um sig sjálfa. „Íslendingar eru oft mjög lokaðir og vilja ekki deila persónulegum hlutum sem eru síðan birtir á netinu. Í New York búa milljónir manna og miklar líkur á að þeir sem þú þekkir sjái ekki myndina af þér né það sem þú lætur hafa eftir þér. Því er þveröfugt farið hér.“ Verkefnið er drifið áfram af mikilli ástríðu en Bragi og Sóley eru með háleit markmið fyrir framtíðina. „Við erum með alls konar hugmyndir og viljum jafnvel blanda myndskeiðum og öðrum birtingarmyndum saman við ljósmyndirnar. Við vonum að þetta stækki í framtíðinni en við skrifum bæði á íslensku og ensku því við viljum bæði að allir Íslendingar hafi aðgang að þessu og að útlendingar sjái hvernig fólk býr hér á landi. Þó að verkefnið heiti Humans of Reykjavík langar okkur til dæmis að fara út á land næsta sumar því auðvitað er líka fullt af merkilegu fólki sem býr úti á landsbyggðinni.“ Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Bragi Brynjarsson og Sóley Georgsdóttir hafa óseðjandi áhuga á fólki og sögunum sem það hefur að geyma. Þau eru fólkið á bak við síðuna Humans of Reykjavík sem varpar öðru vísi ljósi á fólk á förnum vegi í máli og myndum. „Þessi hugmynd kemur frá sambærilegu verkefni sem heitir Humans of New York. Ljósmyndarinn Brandon Stanton byrjaði á því verkefni árið 2010 en verkefnið fólst í því að taka myndir af fólki á götum New York-borgar. Þar er náttúrulega alls konar fólk og Brandon fær marga til að segja sér ýmislegt persónulegt sem hann svo deilir á Facebok-síðu sinni. Þetta náði síðan miklum vinsældum og eru sambærilegar síður til um heim allan,“ segir Bragi Brynjarsson. Hann vildi feta í fótspor Brandons og rakst á Sóleyju Georgsdóttur sem var í svipuðum hugleiðingum. Þau sameinuðu krafta sína í eitt verkefni sem heitir Humans of Reykjavík. Þau byrjuðu að vinna saman fyrir þremur vikum og hefur verkefnið vakið mikla athygli. Verkefnið felst í því að Bragi og Sóley vappa um götur borgarinnar með myndavél að vopni, taka myndir af fólki á förnum vegi og spyrja það spurninga. Á hverjum degi birta þau afraksturinn á Facebook-síðu verkefnisins. „Við höfum bæði gríðarlegan áhuga á fólki. Ég er mikil félagsvera og hef mikinn áhuga á sögum, hvort sem þær er að finna í bókum, kvikmyndagerð eða í fólki sjálfu. Allir hafa sína sérstöku sögu að segja. Í örskamma stund fáum við að svipta hulunni af ókunnugri manneskju í þessu verkefni okkar. Sagan samsvarar sér ekki alltaf ímyndinni sem maður fær við fyrstu sýn. Maður horfir á ljósmyndina, les textann og kíkir svo aftur á ljósmyndina. Þá sér maður manneskjuna í allt öðru ljósi. Það sem við viljum helst vekja athygli á er að allt þetta fólk sem strunsar framhjá okkur út um allan bæ er með hjarta og heila, tilfinningar og hugsanir. Mikið af samskiptum okkar við ókunnuga eru heldur neikvætt en við viljum birta jákvæðari mynd af fólki sem myndar samfélagið,“ segir Bragi og bætir við að Íslendingar séu varkárir þegar kemur að því að svara ágengum spurningum um sig sjálfa. „Íslendingar eru oft mjög lokaðir og vilja ekki deila persónulegum hlutum sem eru síðan birtir á netinu. Í New York búa milljónir manna og miklar líkur á að þeir sem þú þekkir sjái ekki myndina af þér né það sem þú lætur hafa eftir þér. Því er þveröfugt farið hér.“ Verkefnið er drifið áfram af mikilli ástríðu en Bragi og Sóley eru með háleit markmið fyrir framtíðina. „Við erum með alls konar hugmyndir og viljum jafnvel blanda myndskeiðum og öðrum birtingarmyndum saman við ljósmyndirnar. Við vonum að þetta stækki í framtíðinni en við skrifum bæði á íslensku og ensku því við viljum bæði að allir Íslendingar hafi aðgang að þessu og að útlendingar sjái hvernig fólk býr hér á landi. Þó að verkefnið heiti Humans of Reykjavík langar okkur til dæmis að fara út á land næsta sumar því auðvitað er líka fullt af merkilegu fólki sem býr úti á landsbyggðinni.“ Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik. Post by Humans of Reykjavik.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira