Lífið

Aðalsöngvari í fyrsta sinn

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Rúnar Þórisson tónlistarmaður sendi á dögunum frá sér plötuna Sérhver vá.
Rúnar Þórisson tónlistarmaður sendi á dögunum frá sér plötuna Sérhver vá. Mynd/Spessi
„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég syng inn á eigin plötu sem aðalsöngvari og gæti alveg hugsað mér að syngja meira,“ segir tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson sem sendi nýverið frá sér plötuna Sérhver vá. Rúnar er líklega best þekktur sem gítarleikari hljómsveitarinnar Grafíkur.

Hann byrjaði að vinna plötuna árið 2011 og voru öll lögin samin það ár. Hann vann efnið svo með tengdasyni sínum, Arnari Þóri Gíslasyni trommuleikara.

„Við fórum svo í Sundlaugina ásamt Guðna Finnssyni bassaleikara og tókum plötuna upp þar,“ útskýrir Rúnar.

Platan er þriðja sólóplata Rúnars en áður hafa komið út diskarnir Ósögð orð og ekkert meir árið 2005 og Fall árið 2010.

Lög og textar, upptökustjórn, útsetningar og flutningur eru í höndum Rúnars auk þess sem hann nýtur liðsinnis dætra sinna, söngkvennanna Láru og Margrétar. Rúnar stefnir á að halda útgáfutónleika í byrjun næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.