Lífið

Logi setur heimsmet í heimskulegum spurningum

Logi tekur lífinu ekki of alvarlega.
Logi tekur lífinu ekki of alvarlega. Fréttablaðið/Stefán
„Upprunalega ætluðum við bara að gera átta þætti. Síðan vatt þetta upp á sig og allt í einu eru þeir að verða hundrað,“ segir Logi um framleiðsluteymi Stöðvar 2 og Sagafilm sem stendur að þættinum Logi í beinni. Hundraðasti þátturinn fer í loftið í kvöld í þráðbeinni.

„Jón Gnarr, Hera Björk og Barði í Bang Gang eru gestir mínir í kvöld. Kaleo treður upp og svo ætlum við að sýna nokkur vel valin brot úr þessum hundrað þáttum.

Mér finnst ofboðslega gaman að Loga í beinni því ég fæ bara að spyrja spurninga sem mig langar til að fá svarið við. Enda held ég að ég eigi heimsmet í heimskulegum spurningum,“ segir Logi léttur í bragði – eins og hann er yfirleitt.

„Maður verður að vera léttur. Það er það eina sem skiptir máli.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.