Sveitin hefur farið um allan heim og verið að kynna nýjustu plötu sína sem ber nafnið Kveikur. Stór hljómsveit, eða ellefu manns eru á sviðinu á tónleikaferðalaginu.
Sigur Rós hefur gefið út sjö breiðskífur og er Kveikur fyrsta plata sveitarinnar eftir að Kjartan Sveinsson hljómborðsleikari hætti í sveitinni, fyrir utan fyrstu plötu sveitarinnar, Von.