Lífið

Fékk aðstoð við fjármögnunina

Gunnar Leó Pálsson skrifar
ÍRiS fékk aðstoð Karolinafund við að gefa út sína nýjustu plötu, Penumbra.
ÍRiS fékk aðstoð Karolinafund við að gefa út sína nýjustu plötu, Penumbra. mynd/nanna dís
Tónlistarkonan ÍRiS hefur sent frá sér hljómplötuna Penumbra.

Plötuna fjármagnaði ÍRiS sjálf en prentunin var fjármögnuð í gegnum fjármögnunarsíðuna Karolinafund.

Hún er tekin upp í Sundlauginni, sem er stúdíó Sigur Rósar, og einnig í Gróðurhúsinu og var líka hljóðblönduð þar.

Á plötunni leikur ÍRiS sér með andstæður í tónlist og tvinnar hefðbundin hljóðfæri á borð við selló, píanó og antíkhljóðfæri saman við ýmsa rafhljóðgjafa. Niðurstaðan verður lifandi samsetning sem er í senn lífræn og rafræn.

Nafn plötunnar er tilvísun í þessa nálgun, en Penumbra táknar það svæði þar sem algjört myrkur og algjört ljós mætast, eða í þessu tilviki, þar sem andstæður í tónlist mætast.

Platan hefur fengið prýðisdóma og gaf til að mynda Iceland Review plötunni fimm stjörnur.

Þess má einnig geta að síðastliðið vor kom út myndband við eitt af lögum plötunnar, Swiftly Siren í leikstjórn Peter Szewczyk, sem bauðst til að koma til Íslands eftir að hafa heyrt lagið á netinu.

Þetta telst stórt skref í kjölfar fyrstu hljómplötu því Szewczyk er þekktur í heimi tæknibrellna og hefur unnið að fjölda kvikmynda, líkt og Avatar, tveimur Harry Potter-myndum, auk þess að hafa leikstýrt stuttmyndum og tónlistarmyndböndum fyrir hljómsveitir á borð við Skunk Anansie og The Maccabees. Myndbandið við lag ÍRiSar var tekið upp á Reykjanesi.

Myndbandið, plötuna og fleira má finna á heimasíðunni irismusiciris.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.