Lífið

Meira af dásamlegu lífi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Framhald af hinni sígildu kvikmynd It‘s a Wonderful Life frá árinu 1946 er nú í bígerð og mun heita It‘s a Wonderful Life: The Rest of the Story að því er fram kemur í Variety.

Í framhaldinu fylgjumst við með George Bailey, afabarni George Bailey úr upprunalegu myndinni. Hann er ekki góður maður og því sýnir engill, sem leikinn er af Karolyn Grimes, honum hversu góður heimurinn væri án hans.

Grimes lék dóttur George Bailey í fyrri myndinni og viðræður eru hafnar við Jimmy Hawkins og Carol Coombs, sem einnig léku í fyrri myndinni, um að leika í þeirri nýju.

Leikstjóri hefur enn ekki verið ráðinn en áætlað er að myndin verði jólamyndin árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.