Innlent

Harma "skilningsleysi“ heilbrigðisráðherra

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ríkisvaldið vill sameina heilbrigðistofnuna á Patreksfirði öðrum heilbrigðisstofnunum á Vestfjörðum.
Ríkisvaldið vill sameina heilbrigðistofnuna á Patreksfirði öðrum heilbrigðisstofnunum á Vestfjörðum. Mynd/Egill
„Það er ömurlegt að ekkert sé hlustað á rök heimamanna og forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði gegn sameiningu,“ segir í ályktun sem bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti í gær.

Bæjarráðið fundaði á föstudag með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra.

„Engin stefnubreyting hefur orðið hjá ráðherra varðandi sameiningu heilbrigðisstofnana og enginn áhugi er hjá ráðherra að gera samning við sveitarfélagið um yfirtöku þess á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði,“ segir bæjarráð sem kveðst harma „skilningsleysi ráðherra á landfræðilegri sérstöðu byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum og erfiðum samgöngum innan Vestfjarða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×