Í lúxus í háloftunum Elín Albertsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 10:30 Margrét Björg um borð ásamt ungum farþega. Hún þarf að fylgja mjög stífum reglum hvað varðar förðun og hárgreiðslu. myndir/einkasafn Margrét Björg er flugfreyja hjá Etihad Airways sem er ríkisrekið flugfélag í Arabísku furstadæmunum og flýgur frá Abu Dhabi í allar áttir. Flugfélagið er eitt það besta í heiminum og hefur unnið til fjölmargra verðlauna. Síðasta sumar útskrifaðist Margrét sem Premium Cabin Crew sem þýðir að nú starfar hún á fyrsta farrými, First Class, og Business Class. „Það er mjög gott að vinna hjá Etihad og við njótum mikilla fríðinda. Félagið sér okkur fyrir allri heilsufarsþjónustu, bæði innan sem utan furstadæmanna, það útvegar húsnæði, rútu til og frá flugvelli bæði hér og þar sem við stoppum. Við fáum mörg eintök af búningum og skóm og fría hreinsun,“ svarar Margrét þegar hún er spurð hvernig sé að vinna fyrir Etihad-flugfélagið. „Við fáum átta til tíu frídaga í mánuði í Abu Dhabi og stoppum svo í 19-48 tíma á flestum þeim stöðum sem við fljúgum til. Í venjulegum mánuði gistum við sex eða sjö sinnum á viðkomandi stað en tökum fjögur til fimm flug þar sem flogið er fram og til baka,“ útskýrir Margrét.Mikil fríðindi „Við fáum afslátt á flestöllum fínum veitingastöðum í borginni þar sem við erum eftirsóttir viðskiptavinir. Það er ákveðin virðing borin fyrir þeim sem starfa fyrir þetta flugfélag hér. Einnig fáum við mjög góðan afslátt á flugi með félaginu. Við fáum tíu miða á ári fyrir vini með 90% afslætti, endalaust fyrir sjálfa mig, maka og foreldra og það á einnig við um öll stærstu flugfélög í heiminum. En fyrir vini nær afslátturinn bara yfir flug með Etihad.“ Það eru gerðar strangar kröfur til starfsmanna. „Við þurfum að fylgja mjög stífum reglum hvað varðar förðun og hárgreiðslu. Ekki er liðið að nokkur mæti of seint og ef það kemur fyrir tvisvar sinnum á viðkomandi á hættu að missa starfið. Þjónustan um borð er á háu stigi og öryggið alltaf í fyrsta sæti,“ segir Margrét Björg.Margrét hefur farið um allan heim í starfi sínu og fékk meðal annars tækifæri til að hitta barn sem hún hefur stutt fjárhagslega í gegnum ABC í Kenýa.Gott þjóðfélag Þegar hún er spurð hvort það sé gott að búa í Abu Dhabi svarar hún að svo sé. „Hér er allt sem maður hugsanlega þarfnast nema kannski ferska loftið á Íslandi. Emíratar (innfæddir) bera flestir mikla virðingu fyrir konum og eru þær alls staðar í forgangi. Eina sem truflar hér og skemmir svolítið fyrir eru tveir ákveðnir hópar sem eru áberandi hér, það eru lágstéttavinnumenn sem kunna ekki mannasiði og síðan öfuguggar sem horfa dónalega á konur og eiga það til að áreita þær. Annars er þetta mjög örugg borg og þjófnaðir nánast ekki til.“Draumurinn rættist Margrét segir að hún hafi þráð að verða flugfreyja allt frá barnæsku. „Það hefur ekkert breyst. Hins vegar var erfitt að fá flugfreyjustarf heima þannig að ég ákvað að leita á önnur mið og sé alls ekki eftir því. Það er auðvelt að vera vestræn kona á þessum slóðum og það kom mér reyndar á óvart hversu vestrænt landið er. Áður en ég kom hingað hélt ég að lítil virðing væri borin fyrir konum og að þær þyrftu að hylja sig. Þannig er þetta ekki nema hjá stofnunum þar sem maður verður að hylja axlir og hné. Ég á nokkrar „abajur“ sem ég nota þegar það á við,“ segir Margrét. „Ógift fólk má ekki sofa í sama herbergi þótt ekkert sé farið eftir því. Hins vegar fær par áminningu ef það kyssist á almannafæri. Hér er yfirleitt mjög góð þjónusta. Þegar ég fer út að borða er bílnum mínum lagt í stæði og þjónn opnar dyrnar fyrir mig. Í matvörubúðinni er sett í poka fyrir mig og vörurnar bornar heim ef ég vil. Það er ekki rukkað fyrir neitt af þessu en auðvitað gefur maður þóknun vegna þess að það er fátækt fólk sem vinnur við þessi störf.“Fimm stjörnu veitingahús Það hefur komið Margréti á óvart hversu fólk ferðast mikið. „Það er talið að hálf milljón manna sé í loftinu allan sólarhringinn. Við fljúgum á 96 áfangastaði í öllum heimsálfum og setið er í hverju sæti. Samt eru fleiri stór flugfélög á þessum slóðum, Emirates, Qatar og Golf Air svo fáein séu nefnd. Það kom líka á óvart að um borð er fimm stjörnu veitingastaður þar sem borinn er fram 5-6 rétta hádegis- eða kvöldmatur. Kokkur eldar matinn eftir pöntunum á fyrsta farrými og í svítum. Á Business Class eru bornir fram þrír réttir á keramikdiskum. Allt er frítt um borð hjá okkur óháð farrými, einnig áfengi.“ Margrét segir að það sé afar hagstætt að lifa í Abu Dhabi. „Mjólkin er reyndar dýrari en bensínið en það er hægt að velja hvort maður lifir dýrt eða ódýrt. Kókdós kostar 50 krónur.“ Margrét er ekki á leiðinni heim en hún segist stundum fá heimþrá. Það hafi þó verið mest fyrsta árið. „Ég hef aðlagast lífinu hér og hef það mjög gott. Ég hef ekki heldur mikinn tíma til að hugsa um heimþrá. Móðir mín hefur heimsótt mig og sömuleiðis vinkonur mínar. Ég er í miklu sambandi við alla heima,“ segir Margrét sem er einhleyp og segist bara vilja íslenskan kærasta. Hún reynir að heimsækja Ísland þrisvar á ári.Margrét Björg, neðri röð til vinstri, ásamt hópi flugfreyja og kennara við útskrift Premium Cabin Crew í sumar. Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Margrét Björg er flugfreyja hjá Etihad Airways sem er ríkisrekið flugfélag í Arabísku furstadæmunum og flýgur frá Abu Dhabi í allar áttir. Flugfélagið er eitt það besta í heiminum og hefur unnið til fjölmargra verðlauna. Síðasta sumar útskrifaðist Margrét sem Premium Cabin Crew sem þýðir að nú starfar hún á fyrsta farrými, First Class, og Business Class. „Það er mjög gott að vinna hjá Etihad og við njótum mikilla fríðinda. Félagið sér okkur fyrir allri heilsufarsþjónustu, bæði innan sem utan furstadæmanna, það útvegar húsnæði, rútu til og frá flugvelli bæði hér og þar sem við stoppum. Við fáum mörg eintök af búningum og skóm og fría hreinsun,“ svarar Margrét þegar hún er spurð hvernig sé að vinna fyrir Etihad-flugfélagið. „Við fáum átta til tíu frídaga í mánuði í Abu Dhabi og stoppum svo í 19-48 tíma á flestum þeim stöðum sem við fljúgum til. Í venjulegum mánuði gistum við sex eða sjö sinnum á viðkomandi stað en tökum fjögur til fimm flug þar sem flogið er fram og til baka,“ útskýrir Margrét.Mikil fríðindi „Við fáum afslátt á flestöllum fínum veitingastöðum í borginni þar sem við erum eftirsóttir viðskiptavinir. Það er ákveðin virðing borin fyrir þeim sem starfa fyrir þetta flugfélag hér. Einnig fáum við mjög góðan afslátt á flugi með félaginu. Við fáum tíu miða á ári fyrir vini með 90% afslætti, endalaust fyrir sjálfa mig, maka og foreldra og það á einnig við um öll stærstu flugfélög í heiminum. En fyrir vini nær afslátturinn bara yfir flug með Etihad.“ Það eru gerðar strangar kröfur til starfsmanna. „Við þurfum að fylgja mjög stífum reglum hvað varðar förðun og hárgreiðslu. Ekki er liðið að nokkur mæti of seint og ef það kemur fyrir tvisvar sinnum á viðkomandi á hættu að missa starfið. Þjónustan um borð er á háu stigi og öryggið alltaf í fyrsta sæti,“ segir Margrét Björg.Margrét hefur farið um allan heim í starfi sínu og fékk meðal annars tækifæri til að hitta barn sem hún hefur stutt fjárhagslega í gegnum ABC í Kenýa.Gott þjóðfélag Þegar hún er spurð hvort það sé gott að búa í Abu Dhabi svarar hún að svo sé. „Hér er allt sem maður hugsanlega þarfnast nema kannski ferska loftið á Íslandi. Emíratar (innfæddir) bera flestir mikla virðingu fyrir konum og eru þær alls staðar í forgangi. Eina sem truflar hér og skemmir svolítið fyrir eru tveir ákveðnir hópar sem eru áberandi hér, það eru lágstéttavinnumenn sem kunna ekki mannasiði og síðan öfuguggar sem horfa dónalega á konur og eiga það til að áreita þær. Annars er þetta mjög örugg borg og þjófnaðir nánast ekki til.“Draumurinn rættist Margrét segir að hún hafi þráð að verða flugfreyja allt frá barnæsku. „Það hefur ekkert breyst. Hins vegar var erfitt að fá flugfreyjustarf heima þannig að ég ákvað að leita á önnur mið og sé alls ekki eftir því. Það er auðvelt að vera vestræn kona á þessum slóðum og það kom mér reyndar á óvart hversu vestrænt landið er. Áður en ég kom hingað hélt ég að lítil virðing væri borin fyrir konum og að þær þyrftu að hylja sig. Þannig er þetta ekki nema hjá stofnunum þar sem maður verður að hylja axlir og hné. Ég á nokkrar „abajur“ sem ég nota þegar það á við,“ segir Margrét. „Ógift fólk má ekki sofa í sama herbergi þótt ekkert sé farið eftir því. Hins vegar fær par áminningu ef það kyssist á almannafæri. Hér er yfirleitt mjög góð þjónusta. Þegar ég fer út að borða er bílnum mínum lagt í stæði og þjónn opnar dyrnar fyrir mig. Í matvörubúðinni er sett í poka fyrir mig og vörurnar bornar heim ef ég vil. Það er ekki rukkað fyrir neitt af þessu en auðvitað gefur maður þóknun vegna þess að það er fátækt fólk sem vinnur við þessi störf.“Fimm stjörnu veitingahús Það hefur komið Margréti á óvart hversu fólk ferðast mikið. „Það er talið að hálf milljón manna sé í loftinu allan sólarhringinn. Við fljúgum á 96 áfangastaði í öllum heimsálfum og setið er í hverju sæti. Samt eru fleiri stór flugfélög á þessum slóðum, Emirates, Qatar og Golf Air svo fáein séu nefnd. Það kom líka á óvart að um borð er fimm stjörnu veitingastaður þar sem borinn er fram 5-6 rétta hádegis- eða kvöldmatur. Kokkur eldar matinn eftir pöntunum á fyrsta farrými og í svítum. Á Business Class eru bornir fram þrír réttir á keramikdiskum. Allt er frítt um borð hjá okkur óháð farrými, einnig áfengi.“ Margrét segir að það sé afar hagstætt að lifa í Abu Dhabi. „Mjólkin er reyndar dýrari en bensínið en það er hægt að velja hvort maður lifir dýrt eða ódýrt. Kókdós kostar 50 krónur.“ Margrét er ekki á leiðinni heim en hún segist stundum fá heimþrá. Það hafi þó verið mest fyrsta árið. „Ég hef aðlagast lífinu hér og hef það mjög gott. Ég hef ekki heldur mikinn tíma til að hugsa um heimþrá. Móðir mín hefur heimsótt mig og sömuleiðis vinkonur mínar. Ég er í miklu sambandi við alla heima,“ segir Margrét sem er einhleyp og segist bara vilja íslenskan kærasta. Hún reynir að heimsækja Ísland þrisvar á ári.Margrét Björg, neðri röð til vinstri, ásamt hópi flugfreyja og kennara við útskrift Premium Cabin Crew í sumar.
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira