Þarf viðhorfsbreytingu til drykkju framhaldsskólanema Brjánn Jónasson skrifar 19. nóvember 2013 06:45 Helsti áhrifaþátturinn á drykkju ungmenna er hvort vinirnir drekka. Því fleiri vinir sem drekka því líklegra er að einstaklingurinn drekki áfengi. Fréttablaðið/Daníel Góður árangur í forvarnarstarfi í grunnskólum hefur skilað góðum árangri, en vandinn er sá að aðeins hefur tekist að seinka neyslunni, segir Viðar Halldórsson, félagsfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. „Áfengisneyslan hefur snarminnkað í grunnskólunum síðustu ár, en vandinn er sá að það er búið að seinka neyslunni þar til krakkarnir fara í framhaldsskóla,“ segir Viðar. Hann mun halda erindi um forvarnir á foreldradegi Heimilis og skóla sem haldinn verður á föstudag í Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann segir að þeir sem unnið hafi gott forvarnarstarf í grunnskólum landsins á undanförnum árum og áratugum þurfi nú í auknum mæli að beina kröftunum að ungu fólki á framhaldsskólaaldri. „Viðhorf foreldranna breytast mikið þegar krakkarnir fara í framhaldsskóla. Þeir líta frekar svo á að það sé í lagi að drekka áfengi þegar krakkarnir eru komnir í menntaskóla,“ segir Viðar. Hann segir börnin skynja þessa viðhorsbreytingu foreldra sinna og hún hafi áhrif á þau. „Þegar þau koma í framhaldsskóla koma þau inn í nýjan veruleika þar sem þetta virðist vera í lagi.“ Hann segir þörf á viðhorfsbreytingu til ungs fólks í framhaldsskólum. „Þó krakkarnir fari í framhaldsskóla eigum við ekki að gefa okkur að allt breytist, og að þetta sé tímapunkturinn sem þetta sé orðið í lagi,“ segir Viðar. Hann segir að góður árangur hafi náðst í að seinka því að grunnskólakrakkar byrji að drekka áfengi, og nú sé verkefnið að seinka því að framhaldsskólanemar byrji að drekka. Rannsóknir sýni að því eldra sem fólk sé þegar það byrji að drekka áfengi, því minni líkur séu á því að það lendi í vandræðum með neysluna.Ekki íþróttirnar sem hafa forvarnaráhrif Rannsóknir á áhrifum íþróttaiðkunar á áfengisneyslu ungs fólks benda til þess að það sé ekki íþróttaiðkunin sem slík sem hefur forvarnargildi, heldur velti það á skipulagi íþróttastarfseminnar, segir Viðar Halldórsson, félagsfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. Forvarnaráhrifin koma eingöngu af skipulögðu félagsstarfi þar sem hefðir, saga, reglur, þjálfarar og foreldrastarf vinna saman, segir Viðar. Hann segir að þeir sem eru í óskipulögðum íþróttum séu jafnvel líklegri en jafnaldrarnir til að neyta áfengis. Dæmi um óskipulagðar íþróttir eru ferðir á líkamsræktarstöðvar, skíðasvæði eða bara á körfuboltavöll með vinunum þar sem ekki er formleg umsjón með íþróttaiðkuninni. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Góður árangur í forvarnarstarfi í grunnskólum hefur skilað góðum árangri, en vandinn er sá að aðeins hefur tekist að seinka neyslunni, segir Viðar Halldórsson, félagsfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. „Áfengisneyslan hefur snarminnkað í grunnskólunum síðustu ár, en vandinn er sá að það er búið að seinka neyslunni þar til krakkarnir fara í framhaldsskóla,“ segir Viðar. Hann mun halda erindi um forvarnir á foreldradegi Heimilis og skóla sem haldinn verður á föstudag í Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann segir að þeir sem unnið hafi gott forvarnarstarf í grunnskólum landsins á undanförnum árum og áratugum þurfi nú í auknum mæli að beina kröftunum að ungu fólki á framhaldsskólaaldri. „Viðhorf foreldranna breytast mikið þegar krakkarnir fara í framhaldsskóla. Þeir líta frekar svo á að það sé í lagi að drekka áfengi þegar krakkarnir eru komnir í menntaskóla,“ segir Viðar. Hann segir börnin skynja þessa viðhorsbreytingu foreldra sinna og hún hafi áhrif á þau. „Þegar þau koma í framhaldsskóla koma þau inn í nýjan veruleika þar sem þetta virðist vera í lagi.“ Hann segir þörf á viðhorfsbreytingu til ungs fólks í framhaldsskólum. „Þó krakkarnir fari í framhaldsskóla eigum við ekki að gefa okkur að allt breytist, og að þetta sé tímapunkturinn sem þetta sé orðið í lagi,“ segir Viðar. Hann segir að góður árangur hafi náðst í að seinka því að grunnskólakrakkar byrji að drekka áfengi, og nú sé verkefnið að seinka því að framhaldsskólanemar byrji að drekka. Rannsóknir sýni að því eldra sem fólk sé þegar það byrji að drekka áfengi, því minni líkur séu á því að það lendi í vandræðum með neysluna.Ekki íþróttirnar sem hafa forvarnaráhrif Rannsóknir á áhrifum íþróttaiðkunar á áfengisneyslu ungs fólks benda til þess að það sé ekki íþróttaiðkunin sem slík sem hefur forvarnargildi, heldur velti það á skipulagi íþróttastarfseminnar, segir Viðar Halldórsson, félagsfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. Forvarnaráhrifin koma eingöngu af skipulögðu félagsstarfi þar sem hefðir, saga, reglur, þjálfarar og foreldrastarf vinna saman, segir Viðar. Hann segir að þeir sem eru í óskipulögðum íþróttum séu jafnvel líklegri en jafnaldrarnir til að neyta áfengis. Dæmi um óskipulagðar íþróttir eru ferðir á líkamsræktarstöðvar, skíðasvæði eða bara á körfuboltavöll með vinunum þar sem ekki er formleg umsjón með íþróttaiðkuninni.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira