Lífið

Leita að fjárfestum fyrir íslenska víkingamynd

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Björn leikstýrði meðal annars Kaldri slóð.
Björn leikstýrði meðal annars Kaldri slóð. Fréttablaðið/Vilhelm
„Ég sendi handrit myndarinnar í handritakeppni í Ameríku fyrir tveimur árum og það fékk mjög góðar undirtektir. Ég hugsaði þetta ekki sem keppni heldur vildi fá álit annarra handritshöfunda. 2.500 handrit voru send í keppnina en aðeins tuttugu komust áfram í undanúrslit, þar á meðal handritið mitt. Það er ansi góður árangur miðað við að handritið var enn í smíðum á þessum tíma,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson. Hann leikstýrir einnig myndinni sem ber nafnið 800 en óvíst er hvenær tökur hefjast. Búið er að taka upp stiklu sem verður notuð til að fjármagna myndina en framleiðslufyrirtækið Sagafilm mun framleiða hana.

„Við fengum stuðning frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að taka upp stiklu fyrir myndina og kláruðust tökur í síðustu viku. Hugmyndin er að fjárfestar viti hvað þeir eru að fara útí þegar þeir lesa handritið og sjá stikluna. Sama má segja um leikara,“ segir Björn. Myndin gerist á Íslandi árið 800 og eru írskir munkar í aðalhlutverki. Víkingar í leit að fjársjóði koma líka við sögu en allt bendir til að leikarar verði af ýmsu þjóðerni og að töluð verði enska, norska og íslenska í myndinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.