Enginn bolli eins Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. nóvember 2013 10:30 Bollarnir 210 eru nýjasta vara Ólafar Erlu, leirkerasmiðs í Kirsuberjatrénu Mynd/Ólöf Erla Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður sendi nýverið frá sér mismunandi bolla sem þó eiga það sameiginlegt að í þá fer nákvæmlega sama magn af postulíni. Bollarnir heita 210 því ég vigta nákvæmlega 210 grömm af postulínsleir í þá,“ útskýrir Ólöf Erla Bjarnadóttir, leirkerasmiður í Kirsuberjatrénu,en bollarnir eru meðal þess nýjasta sem hún sendir frá sér nú fyrir jólin. Spurð af hverju 210 grömm, segir hún það vera það magn sem hún venjulega notar til að renna meðalstóran bolla úr postulínsleir. „Mig langaði hins vegar til að teygja mig eins og hægt væri í báðar áttir með þetta magn, í þykka og þunna bolla en samt þannig að þeir þjónuðu ákveðnu notagildi. Þeir stærstu eru næfurþunnir tebollar en þeir minnstu þykkir espresso bollar.“ Sjálf er Ólöf Erla mikil kaffimanneskja og drekkur ólíka kaffidrykki úr ólíkum bollum. Á kvöldin drekkur hún hins vegar te. „Nú til dags drekkur ein og sama manneskjan margvíslega drykki yfir daginn og það má segja að það hafi verið kveikjan að hugmyndinni. Ég byrja til dæmis sjálf á cappuccino á morgnana, espresso í eftirmiðdaginn og svo te á kvöldin. Fyrir þetta þarf mismunandi bolla, þykkan lítinn bolla fyrir espresso og þunnan stóran bolla fyrir te.“ Hver 210 bolli er einstakur og ólíkur öllum hinum en þó má sjá svip milli þeirra, svo sem eins og hjá einstaklingum innan sömu fjölskyldu, útskýrir Ólöf Erla. Hún segir rennslu á leir ekki bara tækni heldur hafi hver rennari sín persónulegu einkenni svipað og pensildrættir hjá málara. „Mín menntun og minn bakgrunnur er í listhandverki, þar sem hvert stykki er einstakt. Allir bollarnir eru glerjaðir með hlutlausum glerungi til að draga sem best fram mismunandi form og stærð hvers bolla. Ég vonast til að bollarnir sýni persónueinkenni mín sem rennara. Það er mjög gaman að vinna svona og ég á örugglega eftir að vinna fleiri hluti á þennan hátt, það er mismunandi hluti úr sama magni af leir.“ Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður sendi nýverið frá sér mismunandi bolla sem þó eiga það sameiginlegt að í þá fer nákvæmlega sama magn af postulíni. Bollarnir heita 210 því ég vigta nákvæmlega 210 grömm af postulínsleir í þá,“ útskýrir Ólöf Erla Bjarnadóttir, leirkerasmiður í Kirsuberjatrénu,en bollarnir eru meðal þess nýjasta sem hún sendir frá sér nú fyrir jólin. Spurð af hverju 210 grömm, segir hún það vera það magn sem hún venjulega notar til að renna meðalstóran bolla úr postulínsleir. „Mig langaði hins vegar til að teygja mig eins og hægt væri í báðar áttir með þetta magn, í þykka og þunna bolla en samt þannig að þeir þjónuðu ákveðnu notagildi. Þeir stærstu eru næfurþunnir tebollar en þeir minnstu þykkir espresso bollar.“ Sjálf er Ólöf Erla mikil kaffimanneskja og drekkur ólíka kaffidrykki úr ólíkum bollum. Á kvöldin drekkur hún hins vegar te. „Nú til dags drekkur ein og sama manneskjan margvíslega drykki yfir daginn og það má segja að það hafi verið kveikjan að hugmyndinni. Ég byrja til dæmis sjálf á cappuccino á morgnana, espresso í eftirmiðdaginn og svo te á kvöldin. Fyrir þetta þarf mismunandi bolla, þykkan lítinn bolla fyrir espresso og þunnan stóran bolla fyrir te.“ Hver 210 bolli er einstakur og ólíkur öllum hinum en þó má sjá svip milli þeirra, svo sem eins og hjá einstaklingum innan sömu fjölskyldu, útskýrir Ólöf Erla. Hún segir rennslu á leir ekki bara tækni heldur hafi hver rennari sín persónulegu einkenni svipað og pensildrættir hjá málara. „Mín menntun og minn bakgrunnur er í listhandverki, þar sem hvert stykki er einstakt. Allir bollarnir eru glerjaðir með hlutlausum glerungi til að draga sem best fram mismunandi form og stærð hvers bolla. Ég vonast til að bollarnir sýni persónueinkenni mín sem rennara. Það er mjög gaman að vinna svona og ég á örugglega eftir að vinna fleiri hluti á þennan hátt, það er mismunandi hluti úr sama magni af leir.“
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira