Ný bylting er rétt að hefjast Þorgils Jónsson skrifar 15. nóvember 2013 08:11 Liv Bergþórsdóttir Þrátt fyrir að fjarskiptamarkaðurinn hér á landi hafi breyst gríðarlega síðustu ár er stóra stökkið rétt að byrja með uppgangi 4G-farnetsins. Í tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á íslenska fjarskiptamarkaðnum kemur meðal annars fram að hefðbundnum fastlínutengingum hefur fækkað um 24.000 frá árinu 2008 og fækkar enn. Til dæmis eru fastlínur á heimilum nú rúmlega 92.000 talsins samanborið við tæplega 99.000 á fyrri hluta ársins 2011, en besta dæmið er sennilega sú staðreynd að á fyrri helmingi þessa árs töluðu Íslendingar í um 4,3 milljónir klukkustunda í símann miðað við um fimm milljónir klukkustunda fyrri hluta 2011. Á sama tíma hefur áskriftum í farsímakerfinu fjölgað um 30.000 og eru þær nú tæplega 406.000. Þrátt fyrir það hefur símtölum úr farsímakerfinu ekki fjölgað, nema síður sé, og það sama á við um lengd símtala sem er eilítið minni en hún var á fyrri hluta ársins 2011, eða 3,3 milljónir klukkustunda. Þar á móti kemur stærsta byltingin en á síðustu tveimur árum hafa bæst um 60.000 áskriftir á breiðbandstengingum í farsíma og gagnaumferð á farsímanetinu hefur tvöfaldast. Innifalin í þeirri tölu eru svokallaðir 3G-pungar og nettengdar spjaldtölvur, en þegar litið er til gagnaflutninga í farsíma einna og sér hefur gagnamagnið meira en sjöfaldast og nam um 256 terabætum á fyrri helmingi þessa árs.Stærsta stökkið þegar litið er til símafélaga er hjá Nova, en í skýrslu PFS kemur fram að magn gagnaflutninga á farsímakerfi Nova fjórfaldaðist á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra og er nú helmingurinn af markaðnum. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að þessar tölur sýni að Nova sé að festa sig í sessi sem annað stærsta farsímafyrirtæki landsins. „Þetta sýnir einna helst hvað 4G-þjónustan hjá okkur hefur fengið góðar móttökur. Með slíkri þjónustu er hraðinn og upplifunin af netnotkun bara allt önnur.“ Liv segir að 3G-væðingin sem hófst árið 2007 hafi markað ákveðin tímamót. „En nú er ný bylting að hefjast,“ segir hún og vísar í spá frá GSMA, alþjóðlegum hagsmunasamtökum farsímafyrirtækja, þar sem fram kemur að á næstu fimm árum muni gagnaumferð á alþjóðavísu sjöfaldast frá því sem nú er, ekki síst vegna þeirra möguleika sem 4G gefur til þess að njóta margmiðlunarefnis á farnetum. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Þrátt fyrir að fjarskiptamarkaðurinn hér á landi hafi breyst gríðarlega síðustu ár er stóra stökkið rétt að byrja með uppgangi 4G-farnetsins. Í tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á íslenska fjarskiptamarkaðnum kemur meðal annars fram að hefðbundnum fastlínutengingum hefur fækkað um 24.000 frá árinu 2008 og fækkar enn. Til dæmis eru fastlínur á heimilum nú rúmlega 92.000 talsins samanborið við tæplega 99.000 á fyrri hluta ársins 2011, en besta dæmið er sennilega sú staðreynd að á fyrri helmingi þessa árs töluðu Íslendingar í um 4,3 milljónir klukkustunda í símann miðað við um fimm milljónir klukkustunda fyrri hluta 2011. Á sama tíma hefur áskriftum í farsímakerfinu fjölgað um 30.000 og eru þær nú tæplega 406.000. Þrátt fyrir það hefur símtölum úr farsímakerfinu ekki fjölgað, nema síður sé, og það sama á við um lengd símtala sem er eilítið minni en hún var á fyrri hluta ársins 2011, eða 3,3 milljónir klukkustunda. Þar á móti kemur stærsta byltingin en á síðustu tveimur árum hafa bæst um 60.000 áskriftir á breiðbandstengingum í farsíma og gagnaumferð á farsímanetinu hefur tvöfaldast. Innifalin í þeirri tölu eru svokallaðir 3G-pungar og nettengdar spjaldtölvur, en þegar litið er til gagnaflutninga í farsíma einna og sér hefur gagnamagnið meira en sjöfaldast og nam um 256 terabætum á fyrri helmingi þessa árs.Stærsta stökkið þegar litið er til símafélaga er hjá Nova, en í skýrslu PFS kemur fram að magn gagnaflutninga á farsímakerfi Nova fjórfaldaðist á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra og er nú helmingurinn af markaðnum. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að þessar tölur sýni að Nova sé að festa sig í sessi sem annað stærsta farsímafyrirtæki landsins. „Þetta sýnir einna helst hvað 4G-þjónustan hjá okkur hefur fengið góðar móttökur. Með slíkri þjónustu er hraðinn og upplifunin af netnotkun bara allt önnur.“ Liv segir að 3G-væðingin sem hófst árið 2007 hafi markað ákveðin tímamót. „En nú er ný bylting að hefjast,“ segir hún og vísar í spá frá GSMA, alþjóðlegum hagsmunasamtökum farsímafyrirtækja, þar sem fram kemur að á næstu fimm árum muni gagnaumferð á alþjóðavísu sjöfaldast frá því sem nú er, ekki síst vegna þeirra möguleika sem 4G gefur til þess að njóta margmiðlunarefnis á farnetum.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira