Lífið

Eins og að ganga á tunglinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Margir hlakka til að sjá Will Ferrell leika Ron á ný.
Margir hlakka til að sjá Will Ferrell leika Ron á ný.
Anchorman 2: The Legend Continues er væntanleg í kvikmyndahús vestanhafs 20. desember. Með hlutverk Rons fer Will Ferrell eins og í fyrri myndinni en hann skrifar handritið ásamt Adam McKay.

Will vill ekki gefa mikið upp um handritið en segir það hafa verið gaman að vinna aftur með Steve Carell, Paul Rudd og David Koechner sem mynda fréttateymið hans.

„Eftir nokkrar vikur var eins og við værum aftur að leika í fyrstu myndinni. Það var mjög gaman á setti,“ segir Will en bætir við að fyrstu tvær vikurnar hafi tekið á.

„Fyrstu tvær vikurnar voru erfiðar. Ég upplifði þetta öðru vísi en þeir því ég skrifaði handritið og ég hef stundum komið fram sem Ron Burgundy. Þeir hafa ekki gert mikið af því þannig að fyrstu dagana fannst þeim eins og þeir væru að ganga á tunglinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.