Lífið

Lesbía í jarðarförum ókunnugra

Barði Guðmundsson skrifar handrit myndarinnar.
Barði Guðmundsson skrifar handrit myndarinnar. Fréttablaðið/Anton Brink
Tökur bíómyndarinnar Staying Alive hefjast á næsta ári. Leikstjóri er Friðrik Þór.

„Við förum í tökur í vor,“ segir Anna María Karlsdóttir, framleiðandi hjá Ljósbandi sem framleiðir kvikmyndina Staying Alive.

Aðspurð um söguþráð myndarinnar dregur Anna María hann saman í þremur orðum: „Lesbíur og jarðarfarir.“ Myndin fjallar um Magdalenu sem er enn inni í skápnum og byrjar að fara í jarðarfarir ókunnugs fólks til að drepa tímann. Loks kemur að því að Magdalena hittir Grétu, sína fyrstu og forboðnu ást, og þá kemur í ljós að lengi lifir í gömlum glæðum.

Handrit myndarinnar skrifar leikarinn, kvikmyndaskólaneminn og flugþjónninn Barði Guðmundsson, en þetta er hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Hann gerði meðal annars stuttmyndina Bóbó sem hefur verið sýnd á hátíðum um allan heim og vakið mikla lukku. Leikstjórn Staying Alive er í höndum Friðriks Þórs Friðrikssonar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.