Innlent

Útgangspunkturinn er tillitssemi við Sundhöllina

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
"Útisvæði og allt fyrirkomulag umhverfis laugaker er mjög gott,“ segir dómnefndin.
"Útisvæði og allt fyrirkomulag umhverfis laugaker er mjög gott,“ segir dómnefndin. Mynd/VA arkitektar
„Útgangspunkturinn var að sýna mikla tillitssemi við sjálfa Sundhöllina sem er ákaflega falleg og einstök bygging í borginni,“ segir Sigurður Björgúlfsson hjá VA arkitektum sem unnu 1. verðlaun í hönnunarsamkeppni um viðbyggingu við Sundhöllina.

Vinningstillöguna, sem unnin er af Hebu Hertvig, Karli Magnúsi Karlssyni og Ólafi Óskari Axelssyni, segir dómnefndin heilsteypta og aðlaðandi. Aðlögun að Sundhöllinni sé einstaklega vel heppnuð.

Í samkeppninni, sem Reykjavíkurborg stóð fyrir, átti að gera tillögu um viðbyggingu og 25 metra útisundlaug sem ekki myndi á nokkurn hátt rýra varðveislugildi Sundhallarinnar.

Sigurður segir um afar sérstakt verkefni að ræða sem aukið geti hróður þeirra sem að því koma. Alls bárust 23 tillögur. „Þær eru flestar mjög góðar þótt það séu einhverjar undantekningar á því,“ segir Sigurður aðspurður um tillögur keppninautanna.

Tillagan í 1. fyrsta sæti hlýtur 3,3 milljónr króna í verðlaun auk þess sem vinningshafarnir fá það verkefni að fullhanna nýja mannvirkið. Gert er ráð fyrir sú að vinna hefjist á næsta ári. Áætlaður kostnaður mun vera um 1,5 milljarður króna.

Hér má sjá umsagnir dómnefndar um þær tillögur sem komust í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×