Innlent

Engin vanskil þrátt fyrir háar skuldir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sandgerði skuldar yfir tvöfaldar árstekjur sveitarfélagsins.
Sandgerði skuldar yfir tvöfaldar árstekjur sveitarfélagsins. Mynd/Friðik Þór
„Þrátt fyrir miklar skuldir stendur Sandgerðisbær að fullu undir þeim og hefur hvorki verið í vanskilum né þurft að fresta greiðslum afborgana,“ segir tilkynningu frá Sigrúnu Árnadóttur bæjarstjóra.

Í árslok 2011 skuldaði Sandgerðisbær 388 prósent af árstekjum. „Ári síðar, 2012, var skuldahlutfallið komið niður í 312 prósent og er áætlað í lok þessa árs 239 prósent sem er lækkun um 149 prósentustig frá 2011. Gert er ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki eftir það ár frá ári.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×