Fyrirspurn um læknanám Reynir Tómas Geirsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Í Fréttablaðinu 24.10. sl. var greint frá fyrirspurn þingmannsins Vigdísar Hauksdóttur varðandi læknanám, sem sjá má í þriggja setninga heild sinni á vef Alþingis. Þar er spurt um hagkvæmni þess að nýta Sjúkrahúsið á Akureyri til náms í læknisfræði. Svarið er að það hefur verið gert í áratugi. Undirritaður var m.a. þar fyrir löngu í sínu námi, og stóð að því árið 2003 sem deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands að gerður var formlegur samningur við sjúkrahúsið um þetta. Um leið voru stofnaðar tvær kennarastöður læknadeildar við sjúkrahúsið. Þakkarvert væri ef í nýrri forgangsröðun ríkisins sem þingmaðurinn stýrir, yrði það enn betur undirbyggt með viðeigandi fjármunum. Þá er spurt hvort stofnanir þar geti staðið undir læknanámi. Rektor Háskólans á Akureyri og forseti læknadeildar H.Í. hafa svarað nú þegar að svo sé ekki. Sjúkrahúsið á Akureyri er mikilvægt, en þjónar einungis um 13-14% þjóðarinnar eða um 45.000 manns og stendur það engan veginn undir slíku námi. Þingmaðurinn hefði getað fengið upplýsingar um þetta hjá læknadeild H.Í. og hjá öllum kennurum þar. Loks er spurt hvort ekki sé „rétt að fjölga læknanemum á ári hverju um helming, úr 48 í 96“ (sem er reyndar tvöföldun). Með árlegri fjölgun um helming yrðu læknanemar um 1.000 eftir aðeins sex ár. Væri þar vel að verki staðið, en sennilega þarf þá 8 milljóna þjóð til þess að standa undir menntuninni. Leiðin er ekki vænleg til að „bæta stöðu heilbrigðismála hér á landi“ eins og segir í fyrirspurninni.Vandinn Vandi læknamönnunar í landinu felst ekki í fjölda þeirra sem læra læknisfræði, heldur í nauðsyn á langdvöl lækna erlendis vegna sérnáms að loknu almennu læknaprófi og í kjörum og aðstæðum sem ekki eru hvati til að snúa á ný til heimalandsins úr sérnáminu. Allir vita að bæta þarf kjör, vinnuaðstæður og tækjabúnað víða í heilbrigðisgeiranum, en einkum er það brýnt á Landspítalanum. Flestir gera sér grein fyrir að þetta mun ekki takast til frambúðar ef ekki verður byggt nýtt háskólasjúkrahús. Hins vegar er nú meginatriði að bæta verulega möguleika á sérnámi lækna á Landspítalanum, sem er það sjúkrahús hér á landi sem er eitt nægilega stórt til að geta staðið að slíku samkvæmt evrópskum stöðlum. Þannig mundu læknar síður flytjast úr landi, nema þá í skemmri tíma sem varið væri erlendis til að bæta við það sem læra má hérlendis. Í nokkrum helstu sérgreinum læknisfræðinnar er unnt að nánast fullmennta sérfræðilækna hér á landi. Fram til þessa hefur það einungis gerst svo nokkru nemi í heimilislækningum og geðlækningum. Því má breyta, en bætt mönnun á Landspítalanum er forsenda þess. Þar þarf að byrja. Nýjar byggingar og nútímalegri aðstæður fylgja svo í kjölfarið og ljóst að það gerist í áföngum. Kannski er hagræðingarleið fólgin í því að spara vinnu fólks á Alþingi, í ráðuneytum og ríkisstofnunum með því að leita haldgóðra upplýsinga með öðrum hætti en fyrirspurnum á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 24.10. sl. var greint frá fyrirspurn þingmannsins Vigdísar Hauksdóttur varðandi læknanám, sem sjá má í þriggja setninga heild sinni á vef Alþingis. Þar er spurt um hagkvæmni þess að nýta Sjúkrahúsið á Akureyri til náms í læknisfræði. Svarið er að það hefur verið gert í áratugi. Undirritaður var m.a. þar fyrir löngu í sínu námi, og stóð að því árið 2003 sem deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands að gerður var formlegur samningur við sjúkrahúsið um þetta. Um leið voru stofnaðar tvær kennarastöður læknadeildar við sjúkrahúsið. Þakkarvert væri ef í nýrri forgangsröðun ríkisins sem þingmaðurinn stýrir, yrði það enn betur undirbyggt með viðeigandi fjármunum. Þá er spurt hvort stofnanir þar geti staðið undir læknanámi. Rektor Háskólans á Akureyri og forseti læknadeildar H.Í. hafa svarað nú þegar að svo sé ekki. Sjúkrahúsið á Akureyri er mikilvægt, en þjónar einungis um 13-14% þjóðarinnar eða um 45.000 manns og stendur það engan veginn undir slíku námi. Þingmaðurinn hefði getað fengið upplýsingar um þetta hjá læknadeild H.Í. og hjá öllum kennurum þar. Loks er spurt hvort ekki sé „rétt að fjölga læknanemum á ári hverju um helming, úr 48 í 96“ (sem er reyndar tvöföldun). Með árlegri fjölgun um helming yrðu læknanemar um 1.000 eftir aðeins sex ár. Væri þar vel að verki staðið, en sennilega þarf þá 8 milljóna þjóð til þess að standa undir menntuninni. Leiðin er ekki vænleg til að „bæta stöðu heilbrigðismála hér á landi“ eins og segir í fyrirspurninni.Vandinn Vandi læknamönnunar í landinu felst ekki í fjölda þeirra sem læra læknisfræði, heldur í nauðsyn á langdvöl lækna erlendis vegna sérnáms að loknu almennu læknaprófi og í kjörum og aðstæðum sem ekki eru hvati til að snúa á ný til heimalandsins úr sérnáminu. Allir vita að bæta þarf kjör, vinnuaðstæður og tækjabúnað víða í heilbrigðisgeiranum, en einkum er það brýnt á Landspítalanum. Flestir gera sér grein fyrir að þetta mun ekki takast til frambúðar ef ekki verður byggt nýtt háskólasjúkrahús. Hins vegar er nú meginatriði að bæta verulega möguleika á sérnámi lækna á Landspítalanum, sem er það sjúkrahús hér á landi sem er eitt nægilega stórt til að geta staðið að slíku samkvæmt evrópskum stöðlum. Þannig mundu læknar síður flytjast úr landi, nema þá í skemmri tíma sem varið væri erlendis til að bæta við það sem læra má hérlendis. Í nokkrum helstu sérgreinum læknisfræðinnar er unnt að nánast fullmennta sérfræðilækna hér á landi. Fram til þessa hefur það einungis gerst svo nokkru nemi í heimilislækningum og geðlækningum. Því má breyta, en bætt mönnun á Landspítalanum er forsenda þess. Þar þarf að byrja. Nýjar byggingar og nútímalegri aðstæður fylgja svo í kjölfarið og ljóst að það gerist í áföngum. Kannski er hagræðingarleið fólgin í því að spara vinnu fólks á Alþingi, í ráðuneytum og ríkisstofnunum með því að leita haldgóðra upplýsinga með öðrum hætti en fyrirspurnum á Alþingi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun