Veraldlegt samfélag Bjarni Jónsson skrifar 5. nóvember 2013 06:00 Þegar ég er spurður að því að hvers konar samfélagi ég vil lifa í þá svara ég oftast á þann veg að ég vilji búa í veraldlegu, lýðræðislegu samfélagi sem byggir gildi sín á mannréttindum. Búum við í slíku samfélagi? Ríkir hér fullkomið trúfrelsi? Er ofangreind skilgreining kannski útópía? Hvað þýðir þessi skilgreining? Fyrst og fremst er þarna um að ræða yfirlýsingu um að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án sérstakra trúarlegra merkimiða. Hið opinbera er þingið, dómskerfið, skólar, heilbrigðiskerfið og slíkt. Trúfrelsi, sannfæringar- og tjáningarfrelsi eru mikilvægir þættir slíks samfélags og þar með ættu engin tengsl eða afskipti ríkisins að vera af trúar- og lífsskoðunum fólks ólíkt því sem nú er. Opinberar stofnanir eiga ekki að standa fyrir áróðri lífsskoðunarfélaga hvort sem þau eru trúarleg eða veraldleg. Hvernig er staðan á Íslandi miðað við ofangreinda skilgreiningu? Margt jákvætt hefur gerst en því miður er enn töluvert í land. Einfaldast er að benda á að í stjórnarskránni er ákvæði um trúfrelsi en síðan er kveðið á um ríkiskirkju sem stangast algjörlega á. Enn er víða sá háttur á að prestar umgangast leik- og grunnskóla sem um væri að ræða vettvang fyrir barnastarf kirkjunnar en ekki opinbera skóla. Einnig er það sérkennilegt að þing samfélags sem telur sig veraldlegt skuli hefjast með messu og trúarleiðtogi gangi með forseta og þingmönnum á milli kirkju og þings líkt og um trúræðisríki væri að ræða en Siðmennt hefur krafist breytinga þar á og telur að slíkt samrýmist ekki fjölbreytilegu samfélagi sem ríkir hér á landi. Helsti talsmaður veraldlegs samfélags á undanförnum tveimur áratugum hefur verið Siðmennt. Félagið hefur farið fremst í gagnrýni á nánast óheftan aðgang presta að börnum í skólum, verið í forsvari fyrir auknum mannréttindum og hvatt til breytinga á aðalnámsskrá skóla og lagt til að öflug kennsla fari fram um heimspeki, lífsskoðanir og trúarbrögð. Kennsluefnið verði óhlutdrægt og kennt á fræðilegum forsendum en ekki hvað sé „okkar“ og hvað sé „annarra“. Óhætt er að segja að árangur hafi orðið og margt af því sem félagið hefur haldið fram hefur náðst m.a. fyrir atbeina félagsins. Reykjavíkurborg setti sér reglur um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa þar sem m.a. er óheimilt að reka trúboð í skólum borgarinnar og börn og foreldrar þeirra verði ekki sett í þá aðstöðu að þurfa stöðugt að gefa upp lífsskoðanir sínar. Hafnarfjarðarbær hefur einnig innleitt sambærilegar reglur. Í framhaldinu hvatti menntamálaráðuneytið önnur sveitarfélög til að fara sömu leið. Ný námsskrá inniheldur áherslu á trúarbragðafræði í stað kristinfræði auk þess sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og heimspeki hafa fengið aukna áherslu. Það er því mikilvægt að þeir sem styðja viðleitni Siðmenntar til þess að hér ríki veraldlegt samfélag sem byggir gildi sín á mannréttindum styðji félagið með því að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Þannig er tryggt að unnið verði ötullega að þeim markmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég er spurður að því að hvers konar samfélagi ég vil lifa í þá svara ég oftast á þann veg að ég vilji búa í veraldlegu, lýðræðislegu samfélagi sem byggir gildi sín á mannréttindum. Búum við í slíku samfélagi? Ríkir hér fullkomið trúfrelsi? Er ofangreind skilgreining kannski útópía? Hvað þýðir þessi skilgreining? Fyrst og fremst er þarna um að ræða yfirlýsingu um að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án sérstakra trúarlegra merkimiða. Hið opinbera er þingið, dómskerfið, skólar, heilbrigðiskerfið og slíkt. Trúfrelsi, sannfæringar- og tjáningarfrelsi eru mikilvægir þættir slíks samfélags og þar með ættu engin tengsl eða afskipti ríkisins að vera af trúar- og lífsskoðunum fólks ólíkt því sem nú er. Opinberar stofnanir eiga ekki að standa fyrir áróðri lífsskoðunarfélaga hvort sem þau eru trúarleg eða veraldleg. Hvernig er staðan á Íslandi miðað við ofangreinda skilgreiningu? Margt jákvætt hefur gerst en því miður er enn töluvert í land. Einfaldast er að benda á að í stjórnarskránni er ákvæði um trúfrelsi en síðan er kveðið á um ríkiskirkju sem stangast algjörlega á. Enn er víða sá háttur á að prestar umgangast leik- og grunnskóla sem um væri að ræða vettvang fyrir barnastarf kirkjunnar en ekki opinbera skóla. Einnig er það sérkennilegt að þing samfélags sem telur sig veraldlegt skuli hefjast með messu og trúarleiðtogi gangi með forseta og þingmönnum á milli kirkju og þings líkt og um trúræðisríki væri að ræða en Siðmennt hefur krafist breytinga þar á og telur að slíkt samrýmist ekki fjölbreytilegu samfélagi sem ríkir hér á landi. Helsti talsmaður veraldlegs samfélags á undanförnum tveimur áratugum hefur verið Siðmennt. Félagið hefur farið fremst í gagnrýni á nánast óheftan aðgang presta að börnum í skólum, verið í forsvari fyrir auknum mannréttindum og hvatt til breytinga á aðalnámsskrá skóla og lagt til að öflug kennsla fari fram um heimspeki, lífsskoðanir og trúarbrögð. Kennsluefnið verði óhlutdrægt og kennt á fræðilegum forsendum en ekki hvað sé „okkar“ og hvað sé „annarra“. Óhætt er að segja að árangur hafi orðið og margt af því sem félagið hefur haldið fram hefur náðst m.a. fyrir atbeina félagsins. Reykjavíkurborg setti sér reglur um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa þar sem m.a. er óheimilt að reka trúboð í skólum borgarinnar og börn og foreldrar þeirra verði ekki sett í þá aðstöðu að þurfa stöðugt að gefa upp lífsskoðanir sínar. Hafnarfjarðarbær hefur einnig innleitt sambærilegar reglur. Í framhaldinu hvatti menntamálaráðuneytið önnur sveitarfélög til að fara sömu leið. Ný námsskrá inniheldur áherslu á trúarbragðafræði í stað kristinfræði auk þess sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og heimspeki hafa fengið aukna áherslu. Það er því mikilvægt að þeir sem styðja viðleitni Siðmenntar til þess að hér ríki veraldlegt samfélag sem byggir gildi sín á mannréttindum styðji félagið með því að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Þannig er tryggt að unnið verði ötullega að þeim markmiðum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun