Fjöldauppsagnir ríkisins á ungum vísindamönnum Vísindamenn skrifa skrifar 24. október 2013 06:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er stefnt að um 30-40% niðurskurði á nýjum framlögum til Rannsóknarsjóðs Rannís verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega fyrir unga vísindamenn, en sjóðurinn stendur að miklu leyti undir launakostnaði þeirra. Um 80% af því fjármagni sem veitt er úr Rannsóknasjóði árlega, fer í laun til ungra vísindamanna sem eru í framhaldsnámi við íslenska háskóla, eru nýdoktorar eða jafnvel með enn meiri reynslu en gegna tímabundnum störfum. Atvinnuöryggi ungra vísindamanna er nánast ekkert og reiða þeir sig mjög á styrki frá Rannís til fjármögnunar launa sinna. Þessi niðurskurður sem nú er efnt til í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 jafngildir því að um 30-40 ungum vísindamönnum verði sagt upp störfum með áframhaldandi uppsögnum næstu tvö árin. Afleiðingar þessa eru óumdeilanlegar. Íslenskt samfélag hefur tjaldað miklu til við þjálfun ungs íslensks vísindafólks sem nú mun ekki lengur eiga kost á að stunda nýsköpun sem leiðir til þjóðhagslegs ávinnings þegar til lengri tíma er litið. Vísindafólkið okkar mun snúa sér að öðru og að öllum líkindum hverfa til annarra landa þar sem því standa til boða störf og nám við hæfi. Mannauðsfjárfesting í menntun mun því ekki skila sér til baka til samfélagsins þegar grunnstoðir nýsköpunar eru brostnar með harkalegum niðurskurði til samkeppnissjóða Rannís. Þetta eru ekki aðeins alvarleg tíðindi fyrir íslenska vísindamenn heldur þjóðina alla. Hún stendur nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort æskilegt sé að fjármagna framhaldsmenntun á sviði nýsköpunar, og stuðla þannig að fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með spennandi störfum sem mörg hver yrðu ómetanleg og myndu tvímælalaust leiða til aukinnar verðmætasköpunar.Ein verðmætasta auðlindin Það þarf ekki að leita lengra en til nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem nú styður við bakið á tólf sprotafyrirtækjum sem runnin eru beint úr íslensku rannsóknaumhverfi og munu gefa af sér útflutningsafurðir á næstu árum. Það er eflaust orðin gömul tugga að minnast á fyrirtæki eins og Marel, Össur, Actavis og Íslenska erfðagreiningu, en öll þessi fyrirtæki hafa dafnað í íslensku nýsköpunarumhverfi og reiða sig að miklu leyti á þá uppsprettu sem felst í mannauði íslenskra vísinda. Það er viðurkennd staðreynd að fjárfesting í grunnrannsóknum sé ein besta leið samfélagsins til þess að hvetja til langvarandi hagvaxtar. Því má nefna að þjóðir eins og Bretar sem eru í fararbroddi í nýsköpun á sviði grunnrannsókna tóku þá ákvörðun að hlífa samkeppnissjóðum sínum við niðurskurði eftir fjármálahrunið árið 2008. Það mun verða þungur róður að snúa stefnunni þó niðurskurður vari aðeins í nokkur ár. Fyrir hvern vísindamann sem tapast úr samfélaginu verður meira tap en sem nemur vitneskju og þjálfun þess eina starfsmanns vegna eðlis og uppbyggingar nýsköpunar- og rannsóknarsamfélagsins. Fyrir hvert ár sem skorið er niður mun taka mörg ár að ná aftur að þeim stað sem samfélagið var á þegar niðurskurður hófst. Það er nefnilega ekki bara hægt að ýta á „pásu“ þegar kemur að uppbyggingu þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Á meðan heltast vísindamenn og frumkvöðlar úr lestinni og með þeim ein verðmætasta auðlind íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er stefnt að um 30-40% niðurskurði á nýjum framlögum til Rannsóknarsjóðs Rannís verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega fyrir unga vísindamenn, en sjóðurinn stendur að miklu leyti undir launakostnaði þeirra. Um 80% af því fjármagni sem veitt er úr Rannsóknasjóði árlega, fer í laun til ungra vísindamanna sem eru í framhaldsnámi við íslenska háskóla, eru nýdoktorar eða jafnvel með enn meiri reynslu en gegna tímabundnum störfum. Atvinnuöryggi ungra vísindamanna er nánast ekkert og reiða þeir sig mjög á styrki frá Rannís til fjármögnunar launa sinna. Þessi niðurskurður sem nú er efnt til í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 jafngildir því að um 30-40 ungum vísindamönnum verði sagt upp störfum með áframhaldandi uppsögnum næstu tvö árin. Afleiðingar þessa eru óumdeilanlegar. Íslenskt samfélag hefur tjaldað miklu til við þjálfun ungs íslensks vísindafólks sem nú mun ekki lengur eiga kost á að stunda nýsköpun sem leiðir til þjóðhagslegs ávinnings þegar til lengri tíma er litið. Vísindafólkið okkar mun snúa sér að öðru og að öllum líkindum hverfa til annarra landa þar sem því standa til boða störf og nám við hæfi. Mannauðsfjárfesting í menntun mun því ekki skila sér til baka til samfélagsins þegar grunnstoðir nýsköpunar eru brostnar með harkalegum niðurskurði til samkeppnissjóða Rannís. Þetta eru ekki aðeins alvarleg tíðindi fyrir íslenska vísindamenn heldur þjóðina alla. Hún stendur nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort æskilegt sé að fjármagna framhaldsmenntun á sviði nýsköpunar, og stuðla þannig að fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með spennandi störfum sem mörg hver yrðu ómetanleg og myndu tvímælalaust leiða til aukinnar verðmætasköpunar.Ein verðmætasta auðlindin Það þarf ekki að leita lengra en til nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem nú styður við bakið á tólf sprotafyrirtækjum sem runnin eru beint úr íslensku rannsóknaumhverfi og munu gefa af sér útflutningsafurðir á næstu árum. Það er eflaust orðin gömul tugga að minnast á fyrirtæki eins og Marel, Össur, Actavis og Íslenska erfðagreiningu, en öll þessi fyrirtæki hafa dafnað í íslensku nýsköpunarumhverfi og reiða sig að miklu leyti á þá uppsprettu sem felst í mannauði íslenskra vísinda. Það er viðurkennd staðreynd að fjárfesting í grunnrannsóknum sé ein besta leið samfélagsins til þess að hvetja til langvarandi hagvaxtar. Því má nefna að þjóðir eins og Bretar sem eru í fararbroddi í nýsköpun á sviði grunnrannsókna tóku þá ákvörðun að hlífa samkeppnissjóðum sínum við niðurskurði eftir fjármálahrunið árið 2008. Það mun verða þungur róður að snúa stefnunni þó niðurskurður vari aðeins í nokkur ár. Fyrir hvern vísindamann sem tapast úr samfélaginu verður meira tap en sem nemur vitneskju og þjálfun þess eina starfsmanns vegna eðlis og uppbyggingar nýsköpunar- og rannsóknarsamfélagsins. Fyrir hvert ár sem skorið er niður mun taka mörg ár að ná aftur að þeim stað sem samfélagið var á þegar niðurskurður hófst. Það er nefnilega ekki bara hægt að ýta á „pásu“ þegar kemur að uppbyggingu þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Á meðan heltast vísindamenn og frumkvöðlar úr lestinni og með þeim ein verðmætasta auðlind íslensks samfélags.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar