Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar 27. september 2025 07:31 Árið 2023 bárust íbúum fjöleignarhúsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu þau tíðindi að til stæði að flytja endastöð Strætó fyrir fimm leiðir frá Hlemmi og staðsetja hana fyrir framan húsin – tímabundið, eins og það var orðað. Til þess þurfti borgin að breyta deiliskipulagi á reitnum. Nú hófst mikil en árangurslaus skriffinnska og vinna við að mótmæla flutningnum við skipulagsbákn borgarinnar. Í kjölfarið kærði húsfélagið breytinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þar fórum við einnig bónleið til búðar. Það var ekki fyrr en við snerum okkur til umboðsmanns Alþingis að við fundum fyrst fyrir meðbyr. Umboðsmaður óskaði eftir því að úrskurðarnefndin lýsti afstöðu sinni: Hvers vegna væru augljósir annmarkar í málsmeðferð borgarinnar ekki taldir ráða úrslitum um gildi skipulagsbreytingarinnar? Hefði verið litið til áhrifa á loft- og hljóðmengun, og hefði Reykjavíkurborg yfirhöfuð látið fara fram fullnægjandi valkostamat? Svör nefndarinnar voru svo rýr að umboðsmaður sendi annað bréf þar sem hann ítrekaði kröfu sína um ítarlegar skýringar. Slíkt bréf er ekki einsdæmi; umboðsmaður hefur um þessar mundir einnig þurft að senda annað bréf í máli grænu kjötvinnslunnar í Álfabakka til borgaryfirvalda. Hér blasir við manni mynd af stjórnsýslu sem í viðbrögðum umboðsmanns fela í sér þungan áfellisdóm í skipulagsmálum. Ónæði og stjórnleysi Til að gera langa sögu stutta, endastöðin kom. Með því hófst nýr kafli af samskiptum við borgaryfirvöld og Strætó. Fram komu endalausar kvartanir íbúa til forsvarsmanna Strætó, stjórnar fyrirtækisins og einstakra borgarfulltrúa um vagna í lausagangi og almennt ónæði. Lítt gekk hjá stjórnendum Strætó að hafa stjórn á sínu starfsfólki bæði daga og nætur. Velta má fyrir sér hvort Strætó sé í beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra sína eða hvort þeir séu í verktöku eða fengnir frá starfsmannaleigum. Til að byrja með var fátt um svör en að lokum fóru þau að berast. Tveir borgarstjórar hafa skrifað okkur og lofað að endastöðin færi eins fljótt og kostur er. Það vakti því talsverða undrun þegar framkvæmdastjóri Strætó sendi okkur nýlega bréf og sagði að hún færi mögulega ekki fyrr en 2031 – og jafnvel aldrei. Hér endurspeglast stefnuleysi stjórnvalda í almenningssamgöngum og stjórnleysi. Yfirlætisleg svör Önnur viðbrögð stjórnmálamanna hafa jafnvel einkennst af yfirlæti. Í einu bréfi til okkar sagði forráðamaður skipulagsmála borgarinnar: „Þessi staðsetning er nálægt mjög þungri umferðargötu og ég hlýt að trúa að það sé ekki svo rosalega mikill munur á hljóðinu sem myndast við að vagnarnir stoppi þarna, miðað við Sæbrautina almennt.“ Hér má velta fyrir sér hvort umræddur fulltrúi hafi yfir höfuð skoðað hljóðmönina við Sæbraut sem ætlað er að skýla okkur gegn því ónæði. Í þessu birtist tónn sem má orða svo: Ástandið er hvort sem er vont, og því skiptir ekki máli þótt það versni. Vont – en það venst. Það telst ekki góð dómgreind í stefnumörkun í skipulagsmálum. Notkun sem stendur í stað Stefnumörkun í almenningssamgöngum og staðsetning þeirra ætti að byggja á hagsmunamati um kostnað og ábata. Ábatinn endurspeglast í fjölda notenda. Vagnar á Skúlagötu má telja í hundruðum á dag – á sama tíma blasir við hve farþegar eru fáir. Samkvæmt ársskýrslum Strætó var farþegafjöldi árið 2024 um 12 milljónir innstiga – sem er nokkurn veginn það sama og árið 2017. Þegar leiðrétt er fyrir íbúafjölda er notkunin árið 2024 í raun á sama stigi og hún var árið 2013. Þrátt fyrir Samgöngusáttmálann og áherslur stjórnvalda í borginni. Hlutfall þeirra sem ferðast með Strætó til vinnu eða skóla í Reykjavík er aðeins 8% en var 12% árið 2017 samkvæmt ferðavenjukönnun Gallup. Upplýsingar um notkun Strætó eru annars vægast sagt torfengnar; Hagstofan safnar þeim ekki og ársskýrslur Strætó ná aðeins þrjú ár aftur í tímann í mánaðarlegum gögnum. Það er heilmikið púsluspil að fá mynd af notkuninni sem kallar á aðra umræðu í ljósi þeirrar forgangsröðunar sem nú er í gangi. Loforð sem ekki eru efnd – og fjárfestingar sem skila litlu Í öllu þessu birtist mynd af óstjórn í almenningssamgöngum: loforð sem ekki eru efnd, ófullnægjandi svör og fjárfestingar sem skila litlu. Í nyrstu höfuðborg heims eiga almenningssamgöngur á brattann að sækja. Hvatar veðurfars vinna ekki með þeim. Notkun verður hvorki aukin með því að stilla fólki upp við vegg um dyggð almenningssamgangna né að notendur séu látnir kokgleypa hana með því að þrengja að einkabílnum. Sporin hræða þegar hugað er að risavaxinni fjárfestingu Borgarlínu og að einblína um of á hana. Hvað sem þessu líður er víst að við íbúar hér við Skúlagötu þurfum áfram að kokgleypa þessa endastöð og búa við ónæði af starfsemi og hávaða, en sárafáir koma út úr vögnunum. Höfundur er formaður húsfélagsins Völundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Strætó Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2023 bárust íbúum fjöleignarhúsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu þau tíðindi að til stæði að flytja endastöð Strætó fyrir fimm leiðir frá Hlemmi og staðsetja hana fyrir framan húsin – tímabundið, eins og það var orðað. Til þess þurfti borgin að breyta deiliskipulagi á reitnum. Nú hófst mikil en árangurslaus skriffinnska og vinna við að mótmæla flutningnum við skipulagsbákn borgarinnar. Í kjölfarið kærði húsfélagið breytinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þar fórum við einnig bónleið til búðar. Það var ekki fyrr en við snerum okkur til umboðsmanns Alþingis að við fundum fyrst fyrir meðbyr. Umboðsmaður óskaði eftir því að úrskurðarnefndin lýsti afstöðu sinni: Hvers vegna væru augljósir annmarkar í málsmeðferð borgarinnar ekki taldir ráða úrslitum um gildi skipulagsbreytingarinnar? Hefði verið litið til áhrifa á loft- og hljóðmengun, og hefði Reykjavíkurborg yfirhöfuð látið fara fram fullnægjandi valkostamat? Svör nefndarinnar voru svo rýr að umboðsmaður sendi annað bréf þar sem hann ítrekaði kröfu sína um ítarlegar skýringar. Slíkt bréf er ekki einsdæmi; umboðsmaður hefur um þessar mundir einnig þurft að senda annað bréf í máli grænu kjötvinnslunnar í Álfabakka til borgaryfirvalda. Hér blasir við manni mynd af stjórnsýslu sem í viðbrögðum umboðsmanns fela í sér þungan áfellisdóm í skipulagsmálum. Ónæði og stjórnleysi Til að gera langa sögu stutta, endastöðin kom. Með því hófst nýr kafli af samskiptum við borgaryfirvöld og Strætó. Fram komu endalausar kvartanir íbúa til forsvarsmanna Strætó, stjórnar fyrirtækisins og einstakra borgarfulltrúa um vagna í lausagangi og almennt ónæði. Lítt gekk hjá stjórnendum Strætó að hafa stjórn á sínu starfsfólki bæði daga og nætur. Velta má fyrir sér hvort Strætó sé í beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra sína eða hvort þeir séu í verktöku eða fengnir frá starfsmannaleigum. Til að byrja með var fátt um svör en að lokum fóru þau að berast. Tveir borgarstjórar hafa skrifað okkur og lofað að endastöðin færi eins fljótt og kostur er. Það vakti því talsverða undrun þegar framkvæmdastjóri Strætó sendi okkur nýlega bréf og sagði að hún færi mögulega ekki fyrr en 2031 – og jafnvel aldrei. Hér endurspeglast stefnuleysi stjórnvalda í almenningssamgöngum og stjórnleysi. Yfirlætisleg svör Önnur viðbrögð stjórnmálamanna hafa jafnvel einkennst af yfirlæti. Í einu bréfi til okkar sagði forráðamaður skipulagsmála borgarinnar: „Þessi staðsetning er nálægt mjög þungri umferðargötu og ég hlýt að trúa að það sé ekki svo rosalega mikill munur á hljóðinu sem myndast við að vagnarnir stoppi þarna, miðað við Sæbrautina almennt.“ Hér má velta fyrir sér hvort umræddur fulltrúi hafi yfir höfuð skoðað hljóðmönina við Sæbraut sem ætlað er að skýla okkur gegn því ónæði. Í þessu birtist tónn sem má orða svo: Ástandið er hvort sem er vont, og því skiptir ekki máli þótt það versni. Vont – en það venst. Það telst ekki góð dómgreind í stefnumörkun í skipulagsmálum. Notkun sem stendur í stað Stefnumörkun í almenningssamgöngum og staðsetning þeirra ætti að byggja á hagsmunamati um kostnað og ábata. Ábatinn endurspeglast í fjölda notenda. Vagnar á Skúlagötu má telja í hundruðum á dag – á sama tíma blasir við hve farþegar eru fáir. Samkvæmt ársskýrslum Strætó var farþegafjöldi árið 2024 um 12 milljónir innstiga – sem er nokkurn veginn það sama og árið 2017. Þegar leiðrétt er fyrir íbúafjölda er notkunin árið 2024 í raun á sama stigi og hún var árið 2013. Þrátt fyrir Samgöngusáttmálann og áherslur stjórnvalda í borginni. Hlutfall þeirra sem ferðast með Strætó til vinnu eða skóla í Reykjavík er aðeins 8% en var 12% árið 2017 samkvæmt ferðavenjukönnun Gallup. Upplýsingar um notkun Strætó eru annars vægast sagt torfengnar; Hagstofan safnar þeim ekki og ársskýrslur Strætó ná aðeins þrjú ár aftur í tímann í mánaðarlegum gögnum. Það er heilmikið púsluspil að fá mynd af notkuninni sem kallar á aðra umræðu í ljósi þeirrar forgangsröðunar sem nú er í gangi. Loforð sem ekki eru efnd – og fjárfestingar sem skila litlu Í öllu þessu birtist mynd af óstjórn í almenningssamgöngum: loforð sem ekki eru efnd, ófullnægjandi svör og fjárfestingar sem skila litlu. Í nyrstu höfuðborg heims eiga almenningssamgöngur á brattann að sækja. Hvatar veðurfars vinna ekki með þeim. Notkun verður hvorki aukin með því að stilla fólki upp við vegg um dyggð almenningssamgangna né að notendur séu látnir kokgleypa hana með því að þrengja að einkabílnum. Sporin hræða þegar hugað er að risavaxinni fjárfestingu Borgarlínu og að einblína um of á hana. Hvað sem þessu líður er víst að við íbúar hér við Skúlagötu þurfum áfram að kokgleypa þessa endastöð og búa við ónæði af starfsemi og hávaða, en sárafáir koma út úr vögnunum. Höfundur er formaður húsfélagsins Völundar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar