Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar 26. september 2025 13:00 Í nýlegri grein sem birtist á miðlinum akureyri.net og ber heitið „Stöndum með Háskólanum á Akureyri“ er fjallað um stöðu Háskólans á Bifröst þar sem settar eru fram staðhæfingar sem gefa villandi mynd af starfsemi og stöðu Háskólans á Bifröst. Í ljósi þess og einnig í ljósi þess hversu neikvæð orðræðan um Háskólann á Bifröst hefur verið í tengslum við hugsanlega sameiningu þessara tveggja skóla telur höfundur ástæðu til að leiðrétta nokkur atriði. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að Háskólinn á Bifröst er ekki í rekstrarvandræðum og hefur skólinn síðustu ár skilað jákvæðri rekstrarniðustöðu eða allt til ársins 2024 og heldur úti kröftugri starfsemi. Fasteignir í gamla háskólaþorpinu á Bifröst eru ekki lengur nýttar í daglegri starfsemi skólans þar sem kennsla fer nú alfarið fram í fjarnámi. Starfsemin sjálf er þó áfram rótgróin í Borgarfirði, með aðalstarfstöð á Hvanneyri og starfsstöð í Reykjavík. Þetta er meðvitað skref sem endurspeglar þá þróun að Háskólinn á Bifröst er nú fyrst og fremst fjarnámsskóli sem nýtir nútímatækni til að bjóða nemendum tækifæri á námi óháð staðsetningu og án þess að byggja á hefðbundnu háskólaþorpi. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að Háskólinn á Bifröst hefur sterka stöðu sem fjarnámsskóli og hefur verið í fararbroddi á Íslandi í fjarnámi rúm tuttugu ár. Námið er gæðavottað, nemendur njóta einstaklingsmiðaðrar þjónustu og aðsókn í skólann hefur einungis aukist. Fyrir ári síðan voru skólagjöld skólans felld niður og nú greiða nemendur eingöngu skrásetningargjald eins og nemendur opinberu háskólanna. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á þessu rúma ári og stunda nú tæplega tvö þúsund nemendur nám við skólann. Telur höfundur það gefa góða mynd af því hversu eftirsótt hágæða fjarnám við Háskólann á Bifröst er. Fjarnám er í örum vexti á Íslandi og þar hefur Háskólinn á Bifröst verið brautryðjandi í að þróa aðferðir og námsleiðir sem henta fólki á öllum aldri og við ólík lífsskilyrði. Staðhæfing Jóns Bjarnasonar „Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru“ á sér ekki stoð og er mikilvægt að leiðrétta hana, sem og allar þær rangfærslur sem hafa verið hafðar eftir velunnurum Háskólans á Akureyri í fjölmiðlum á meðan sameiningarumræður hafa staðið yfir, þar sem orðspor Háskólans á Bifröst hefur oft á tíðum verið dregið í efa að ósekju. Þá má nefna hér að háskólinn var í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði CreditInfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Háskólinn á Bifröst þarf ekki að renna inn í neinn annan skóla þar sem hann stendur föstum fótum einn og sér í nýju rekstrarformi sem styrkir skólann til framtíðar og þjónar betur þeim nemendahópum sem hann hefur sérhæft sig í að ná til. Umræðan um framtíð háskólastigsins á Íslandi er nauðsynleg og hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu skóla geta verið verðugur vettvangur fyrir ný tækifæri. En sú umræða verður að byggjast á réttum upplýsingum um stöðu hvers skóla fyrir sig. Í tilviki Háskólans á Bifröst er staðan sú að skólinn er virkur, gæðastimplaður og vinsæll fjarnámsskóli með starfsemi á Hvanneyri og í Reykjavík og er vel í stakk búinn til að halda áfram sjálfstæðum rekstri. Í lokin má taka fram að höfundur er sjálfur Akureyringur og með reynslu af námi við Háskólann á Akureyri. Höfundur stendur því ekki utan við þann hóp sem upprunaleg grein ávarpaði, heldur veltir því upp af eigin reynslu hversu mikilvægt er að standa einnig með Háskólanum á Bifröst. Höfundur er verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst – Bifrestingur og Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Borgarbyggð Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein sem birtist á miðlinum akureyri.net og ber heitið „Stöndum með Háskólanum á Akureyri“ er fjallað um stöðu Háskólans á Bifröst þar sem settar eru fram staðhæfingar sem gefa villandi mynd af starfsemi og stöðu Háskólans á Bifröst. Í ljósi þess og einnig í ljósi þess hversu neikvæð orðræðan um Háskólann á Bifröst hefur verið í tengslum við hugsanlega sameiningu þessara tveggja skóla telur höfundur ástæðu til að leiðrétta nokkur atriði. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að Háskólinn á Bifröst er ekki í rekstrarvandræðum og hefur skólinn síðustu ár skilað jákvæðri rekstrarniðustöðu eða allt til ársins 2024 og heldur úti kröftugri starfsemi. Fasteignir í gamla háskólaþorpinu á Bifröst eru ekki lengur nýttar í daglegri starfsemi skólans þar sem kennsla fer nú alfarið fram í fjarnámi. Starfsemin sjálf er þó áfram rótgróin í Borgarfirði, með aðalstarfstöð á Hvanneyri og starfsstöð í Reykjavík. Þetta er meðvitað skref sem endurspeglar þá þróun að Háskólinn á Bifröst er nú fyrst og fremst fjarnámsskóli sem nýtir nútímatækni til að bjóða nemendum tækifæri á námi óháð staðsetningu og án þess að byggja á hefðbundnu háskólaþorpi. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að Háskólinn á Bifröst hefur sterka stöðu sem fjarnámsskóli og hefur verið í fararbroddi á Íslandi í fjarnámi rúm tuttugu ár. Námið er gæðavottað, nemendur njóta einstaklingsmiðaðrar þjónustu og aðsókn í skólann hefur einungis aukist. Fyrir ári síðan voru skólagjöld skólans felld niður og nú greiða nemendur eingöngu skrásetningargjald eins og nemendur opinberu háskólanna. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á þessu rúma ári og stunda nú tæplega tvö þúsund nemendur nám við skólann. Telur höfundur það gefa góða mynd af því hversu eftirsótt hágæða fjarnám við Háskólann á Bifröst er. Fjarnám er í örum vexti á Íslandi og þar hefur Háskólinn á Bifröst verið brautryðjandi í að þróa aðferðir og námsleiðir sem henta fólki á öllum aldri og við ólík lífsskilyrði. Staðhæfing Jóns Bjarnasonar „Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru“ á sér ekki stoð og er mikilvægt að leiðrétta hana, sem og allar þær rangfærslur sem hafa verið hafðar eftir velunnurum Háskólans á Akureyri í fjölmiðlum á meðan sameiningarumræður hafa staðið yfir, þar sem orðspor Háskólans á Bifröst hefur oft á tíðum verið dregið í efa að ósekju. Þá má nefna hér að háskólinn var í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði CreditInfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Háskólinn á Bifröst þarf ekki að renna inn í neinn annan skóla þar sem hann stendur föstum fótum einn og sér í nýju rekstrarformi sem styrkir skólann til framtíðar og þjónar betur þeim nemendahópum sem hann hefur sérhæft sig í að ná til. Umræðan um framtíð háskólastigsins á Íslandi er nauðsynleg og hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu skóla geta verið verðugur vettvangur fyrir ný tækifæri. En sú umræða verður að byggjast á réttum upplýsingum um stöðu hvers skóla fyrir sig. Í tilviki Háskólans á Bifröst er staðan sú að skólinn er virkur, gæðastimplaður og vinsæll fjarnámsskóli með starfsemi á Hvanneyri og í Reykjavík og er vel í stakk búinn til að halda áfram sjálfstæðum rekstri. Í lokin má taka fram að höfundur er sjálfur Akureyringur og með reynslu af námi við Háskólann á Akureyri. Höfundur stendur því ekki utan við þann hóp sem upprunaleg grein ávarpaði, heldur veltir því upp af eigin reynslu hversu mikilvægt er að standa einnig með Háskólanum á Bifröst. Höfundur er verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst – Bifrestingur og Akureyringur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar