Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar 26. september 2025 13:00 Í nýlegri grein sem birtist á miðlinum akureyri.net og ber heitið „Stöndum með Háskólanum á Akureyri“ er fjallað um stöðu Háskólans á Bifröst þar sem settar eru fram staðhæfingar sem gefa villandi mynd af starfsemi og stöðu Háskólans á Bifröst. Í ljósi þess og einnig í ljósi þess hversu neikvæð orðræðan um Háskólann á Bifröst hefur verið í tengslum við hugsanlega sameiningu þessara tveggja skóla telur höfundur ástæðu til að leiðrétta nokkur atriði. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að Háskólinn á Bifröst er ekki í rekstrarvandræðum og hefur skólinn síðustu ár skilað jákvæðri rekstrarniðustöðu eða allt til ársins 2024 og heldur úti kröftugri starfsemi. Fasteignir í gamla háskólaþorpinu á Bifröst eru ekki lengur nýttar í daglegri starfsemi skólans þar sem kennsla fer nú alfarið fram í fjarnámi. Starfsemin sjálf er þó áfram rótgróin í Borgarfirði, með aðalstarfstöð á Hvanneyri og starfsstöð í Reykjavík. Þetta er meðvitað skref sem endurspeglar þá þróun að Háskólinn á Bifröst er nú fyrst og fremst fjarnámsskóli sem nýtir nútímatækni til að bjóða nemendum tækifæri á námi óháð staðsetningu og án þess að byggja á hefðbundnu háskólaþorpi. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að Háskólinn á Bifröst hefur sterka stöðu sem fjarnámsskóli og hefur verið í fararbroddi á Íslandi í fjarnámi rúm tuttugu ár. Námið er gæðavottað, nemendur njóta einstaklingsmiðaðrar þjónustu og aðsókn í skólann hefur einungis aukist. Fyrir ári síðan voru skólagjöld skólans felld niður og nú greiða nemendur eingöngu skrásetningargjald eins og nemendur opinberu háskólanna. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á þessu rúma ári og stunda nú tæplega tvö þúsund nemendur nám við skólann. Telur höfundur það gefa góða mynd af því hversu eftirsótt hágæða fjarnám við Háskólann á Bifröst er. Fjarnám er í örum vexti á Íslandi og þar hefur Háskólinn á Bifröst verið brautryðjandi í að þróa aðferðir og námsleiðir sem henta fólki á öllum aldri og við ólík lífsskilyrði. Staðhæfing Jóns Bjarnasonar „Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru“ á sér ekki stoð og er mikilvægt að leiðrétta hana, sem og allar þær rangfærslur sem hafa verið hafðar eftir velunnurum Háskólans á Akureyri í fjölmiðlum á meðan sameiningarumræður hafa staðið yfir, þar sem orðspor Háskólans á Bifröst hefur oft á tíðum verið dregið í efa að ósekju. Þá má nefna hér að háskólinn var í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði CreditInfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Háskólinn á Bifröst þarf ekki að renna inn í neinn annan skóla þar sem hann stendur föstum fótum einn og sér í nýju rekstrarformi sem styrkir skólann til framtíðar og þjónar betur þeim nemendahópum sem hann hefur sérhæft sig í að ná til. Umræðan um framtíð háskólastigsins á Íslandi er nauðsynleg og hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu skóla geta verið verðugur vettvangur fyrir ný tækifæri. En sú umræða verður að byggjast á réttum upplýsingum um stöðu hvers skóla fyrir sig. Í tilviki Háskólans á Bifröst er staðan sú að skólinn er virkur, gæðastimplaður og vinsæll fjarnámsskóli með starfsemi á Hvanneyri og í Reykjavík og er vel í stakk búinn til að halda áfram sjálfstæðum rekstri. Í lokin má taka fram að höfundur er sjálfur Akureyringur og með reynslu af námi við Háskólann á Akureyri. Höfundur stendur því ekki utan við þann hóp sem upprunaleg grein ávarpaði, heldur veltir því upp af eigin reynslu hversu mikilvægt er að standa einnig með Háskólanum á Bifröst. Höfundur er verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst – Bifrestingur og Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Borgarbyggð Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein sem birtist á miðlinum akureyri.net og ber heitið „Stöndum með Háskólanum á Akureyri“ er fjallað um stöðu Háskólans á Bifröst þar sem settar eru fram staðhæfingar sem gefa villandi mynd af starfsemi og stöðu Háskólans á Bifröst. Í ljósi þess og einnig í ljósi þess hversu neikvæð orðræðan um Háskólann á Bifröst hefur verið í tengslum við hugsanlega sameiningu þessara tveggja skóla telur höfundur ástæðu til að leiðrétta nokkur atriði. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að Háskólinn á Bifröst er ekki í rekstrarvandræðum og hefur skólinn síðustu ár skilað jákvæðri rekstrarniðustöðu eða allt til ársins 2024 og heldur úti kröftugri starfsemi. Fasteignir í gamla háskólaþorpinu á Bifröst eru ekki lengur nýttar í daglegri starfsemi skólans þar sem kennsla fer nú alfarið fram í fjarnámi. Starfsemin sjálf er þó áfram rótgróin í Borgarfirði, með aðalstarfstöð á Hvanneyri og starfsstöð í Reykjavík. Þetta er meðvitað skref sem endurspeglar þá þróun að Háskólinn á Bifröst er nú fyrst og fremst fjarnámsskóli sem nýtir nútímatækni til að bjóða nemendum tækifæri á námi óháð staðsetningu og án þess að byggja á hefðbundnu háskólaþorpi. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að Háskólinn á Bifröst hefur sterka stöðu sem fjarnámsskóli og hefur verið í fararbroddi á Íslandi í fjarnámi rúm tuttugu ár. Námið er gæðavottað, nemendur njóta einstaklingsmiðaðrar þjónustu og aðsókn í skólann hefur einungis aukist. Fyrir ári síðan voru skólagjöld skólans felld niður og nú greiða nemendur eingöngu skrásetningargjald eins og nemendur opinberu háskólanna. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á þessu rúma ári og stunda nú tæplega tvö þúsund nemendur nám við skólann. Telur höfundur það gefa góða mynd af því hversu eftirsótt hágæða fjarnám við Háskólann á Bifröst er. Fjarnám er í örum vexti á Íslandi og þar hefur Háskólinn á Bifröst verið brautryðjandi í að þróa aðferðir og námsleiðir sem henta fólki á öllum aldri og við ólík lífsskilyrði. Staðhæfing Jóns Bjarnasonar „Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru“ á sér ekki stoð og er mikilvægt að leiðrétta hana, sem og allar þær rangfærslur sem hafa verið hafðar eftir velunnurum Háskólans á Akureyri í fjölmiðlum á meðan sameiningarumræður hafa staðið yfir, þar sem orðspor Háskólans á Bifröst hefur oft á tíðum verið dregið í efa að ósekju. Þá má nefna hér að háskólinn var í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði CreditInfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Háskólinn á Bifröst þarf ekki að renna inn í neinn annan skóla þar sem hann stendur föstum fótum einn og sér í nýju rekstrarformi sem styrkir skólann til framtíðar og þjónar betur þeim nemendahópum sem hann hefur sérhæft sig í að ná til. Umræðan um framtíð háskólastigsins á Íslandi er nauðsynleg og hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu skóla geta verið verðugur vettvangur fyrir ný tækifæri. En sú umræða verður að byggjast á réttum upplýsingum um stöðu hvers skóla fyrir sig. Í tilviki Háskólans á Bifröst er staðan sú að skólinn er virkur, gæðastimplaður og vinsæll fjarnámsskóli með starfsemi á Hvanneyri og í Reykjavík og er vel í stakk búinn til að halda áfram sjálfstæðum rekstri. Í lokin má taka fram að höfundur er sjálfur Akureyringur og með reynslu af námi við Háskólann á Akureyri. Höfundur stendur því ekki utan við þann hóp sem upprunaleg grein ávarpaði, heldur veltir því upp af eigin reynslu hversu mikilvægt er að standa einnig með Háskólanum á Bifröst. Höfundur er verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst – Bifrestingur og Akureyringur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun