Þetta var risastór dagur fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2013 06:15 Íslenski varnarmúrinn var öflugur á móti Finnum í Vodafonehöllinni í gær. Mynd/Valli „Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurunum. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulandsleik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosalega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undankeppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum handknattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upphafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelpurnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leikhléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska markinu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sérstaklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknarleiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varnarleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fagmennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
„Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurunum. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulandsleik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosalega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undankeppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum handknattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upphafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelpurnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leikhléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska markinu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sérstaklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknarleiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varnarleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fagmennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita