Ekki bara bingóstjóri Bryndís Jónsdóttir og Margrét Valgerður Helgadóttir skrifar 17. október 2013 06:00 Haustið er komið og skólabörn þyrpast í skólana, flest öll kát og glöð og hlakka til vetrarins. Við foreldrarnir erum líka glöð með að allt skuli vera komið í rútínu. Við verðum kölluð út í skólana og okkur boðið að skoða námsefni og kynna okkur starfið í vetur. Þá fáum við smá hnút í magann. Við vitum nefnilega að nú fer kennarinn að „kvabba“ í okkur um að taka að okkur bekkjarfulltrúastarfið og bjóða okkur fram í foreldrafélagið. Við fyllumst kvíða og hugsum um alla vinnuna, heimilisstörfin, skutlið, félagsstarfið og allt annað sem við þurfum að sinna í vetur. Hvernig í ósköpunum á ég að geta bætt því á mig að taka þátt í foreldrastarfi í skóla barnsins míns? Hvernig get ég komið mér undan því að vera bekkjarfulltrúi í vetur? Tekur nokkur eftir því ef ég mæti ekki á aðalfund foreldrafélagsins? Skólaráð, hvað er nú það? Ég kann ekkert að skipuleggja bingó. Getur ekki einhver annar gert þetta? Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Í því samhengi er auðvitað mikilvægast að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga, kenni því að nám sé mikilvægt og hvetji það til dáða. En ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Bekkjarfulltrúar hafa ekki eingöngu það hlutverk að halda bekkjarkvöld tvisvar á ári. Þeir eru fulltrúar bekkjarins gagnvart foreldrafélaginu og skólastjórn. Þeir skipuleggja vetrarstarfið og gæta hagsmuna barnanna í bekknum, í samvinnu við aðra foreldra í bekknum. Þeir taka að sér verkstjórn en allir foreldrar í bekknum ættu að taka þátt í starfinu með einhverjum hætti á hverjum vetri. Verkefni vetrarins geta verið mörg og ólík eftir aldri nemenda og áhuga forelda. Vinahópar, foreldrarölt, fræðslukvöld, stuðningur við kennara, bekkjarkvöld, fjáraflanir, þátttaka í starfi foreldrafélagsins og svo mætti lengi telja.Bein áhrif á starfsemi Foreldrafélagið á ekki heldur bara að halda bingó og vorhátíð heldur einnig leggja sitt af mörkum til að efla skólabrag og jákvæð samskipti, fylgjast með að ákvæði aðalnámskrár séu uppfyllt, farið sé að lögum varðandi kennslustundafjölda og aðbúnað nemenda, upplýsa fulltrúa foreldra í skólaráði um afstöðu foreldra til hinna ýmsu mála og gæta hagsmuna barna og foreldra í hvívetna. Hér er þó ekki verið að gera lítið úr þeim hluta sem snýr að hópefli og skemmtunum í skólum. Foreldrar hafa bein áhrif á starfsemi skólans í gegnum skólaráðin þar sem þeir eiga að minnsta kosti tvo fulltrúa. Fulltrúar foreldra í skólaráði eru kosnir samkvæmt reglum foreldrafélagsins og er afar mikilvægt að fulltrúarnir séu í góðum tengslum við bakland sitt og að upplýsingaflæði milli þeirra og foreldrafélagsins sé virkt. Sem betur fer fá ekki allir foreldrar kvíðahnút í magann þegar kallað er eftir starfskröftum þeirra í skólanum. Sumir taka við keflinu fullir tilhlökkunar og telja framlag sitt á þessu sviði ekki einungis sjálfsagt heldur mikilvægan hluta af foreldrahlutverkinu. Foreldrastarf þarf ekki að vera leiðinleg kvöð. Það er okkar sjálfra að skipuleggja starfið þannig að það verði bæði skemmtilegt og gefandi. Stærsti ávinningurinn er glöð og góð börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Ætlar þú að taka þátt í foreldrastarfinu í vetur eða ætlar þú að láta öðrum það eftir að skapa gott umhverfi fyrir barnið þitt í skólanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Haustið er komið og skólabörn þyrpast í skólana, flest öll kát og glöð og hlakka til vetrarins. Við foreldrarnir erum líka glöð með að allt skuli vera komið í rútínu. Við verðum kölluð út í skólana og okkur boðið að skoða námsefni og kynna okkur starfið í vetur. Þá fáum við smá hnút í magann. Við vitum nefnilega að nú fer kennarinn að „kvabba“ í okkur um að taka að okkur bekkjarfulltrúastarfið og bjóða okkur fram í foreldrafélagið. Við fyllumst kvíða og hugsum um alla vinnuna, heimilisstörfin, skutlið, félagsstarfið og allt annað sem við þurfum að sinna í vetur. Hvernig í ósköpunum á ég að geta bætt því á mig að taka þátt í foreldrastarfi í skóla barnsins míns? Hvernig get ég komið mér undan því að vera bekkjarfulltrúi í vetur? Tekur nokkur eftir því ef ég mæti ekki á aðalfund foreldrafélagsins? Skólaráð, hvað er nú það? Ég kann ekkert að skipuleggja bingó. Getur ekki einhver annar gert þetta? Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Í því samhengi er auðvitað mikilvægast að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga, kenni því að nám sé mikilvægt og hvetji það til dáða. En ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Bekkjarfulltrúar hafa ekki eingöngu það hlutverk að halda bekkjarkvöld tvisvar á ári. Þeir eru fulltrúar bekkjarins gagnvart foreldrafélaginu og skólastjórn. Þeir skipuleggja vetrarstarfið og gæta hagsmuna barnanna í bekknum, í samvinnu við aðra foreldra í bekknum. Þeir taka að sér verkstjórn en allir foreldrar í bekknum ættu að taka þátt í starfinu með einhverjum hætti á hverjum vetri. Verkefni vetrarins geta verið mörg og ólík eftir aldri nemenda og áhuga forelda. Vinahópar, foreldrarölt, fræðslukvöld, stuðningur við kennara, bekkjarkvöld, fjáraflanir, þátttaka í starfi foreldrafélagsins og svo mætti lengi telja.Bein áhrif á starfsemi Foreldrafélagið á ekki heldur bara að halda bingó og vorhátíð heldur einnig leggja sitt af mörkum til að efla skólabrag og jákvæð samskipti, fylgjast með að ákvæði aðalnámskrár séu uppfyllt, farið sé að lögum varðandi kennslustundafjölda og aðbúnað nemenda, upplýsa fulltrúa foreldra í skólaráði um afstöðu foreldra til hinna ýmsu mála og gæta hagsmuna barna og foreldra í hvívetna. Hér er þó ekki verið að gera lítið úr þeim hluta sem snýr að hópefli og skemmtunum í skólum. Foreldrar hafa bein áhrif á starfsemi skólans í gegnum skólaráðin þar sem þeir eiga að minnsta kosti tvo fulltrúa. Fulltrúar foreldra í skólaráði eru kosnir samkvæmt reglum foreldrafélagsins og er afar mikilvægt að fulltrúarnir séu í góðum tengslum við bakland sitt og að upplýsingaflæði milli þeirra og foreldrafélagsins sé virkt. Sem betur fer fá ekki allir foreldrar kvíðahnút í magann þegar kallað er eftir starfskröftum þeirra í skólanum. Sumir taka við keflinu fullir tilhlökkunar og telja framlag sitt á þessu sviði ekki einungis sjálfsagt heldur mikilvægan hluta af foreldrahlutverkinu. Foreldrastarf þarf ekki að vera leiðinleg kvöð. Það er okkar sjálfra að skipuleggja starfið þannig að það verði bæði skemmtilegt og gefandi. Stærsti ávinningurinn er glöð og góð börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Ætlar þú að taka þátt í foreldrastarfinu í vetur eða ætlar þú að láta öðrum það eftir að skapa gott umhverfi fyrir barnið þitt í skólanum?
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun