Vinnufriður í skólum Ketill B. Magnússon skrifar 15. október 2013 06:00 Á komandi vetri er hætta á ófriði í skólum landsins. Kjarasamningar grunn- og framhaldsskólakennara verða lausir. Báðir hópar kennara hafa að undanförnu lýst yfir óánægju með kjör sín. Fram hefur komið að verkföll kennara komi til greina. Á sama tíma er ekki að sjá að viðræður grunnskólakennara við sveitarfélögin eða framhaldsskólakennara við ríkið séu markvissar. Það heyrist í raun afar lítið af þeim. Full ástæða er fyrir nemendur og skólaforeldra að hafa áhyggjur af verkfallsógninni. Ætla má að við verkfall á báðum skólastigum fari nám rúmlega 40 þúsund grunnskólanema og 16 þúsund framhaldsskólanema úr skorðum. Slíkt rask á vinnuumhverfi nemenda getur haft varanleg áhrif á framtíð þeirra auk neikvæðra áhrifa sem verkföll hafa á fjölskyldur og heimili. Margir foreldrar upplifðu síendurtekin kennaraverkföll í sínu námi og vilja helst að þau heyri fortíðinni til. Heimili og skóli – landssamtök foreldra fara þess á leit við samningsaðila að þeir hafi velferð nemenda að leiðarljósi í viðræðum sínum og geri allt sem þeir geta til að tryggja vinnufrið í skólum. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að samningaviðræður séu dregnar á langinn í einhvers konar störukeppni sem endar með verkfalli. Báðir deiluaðilar bera mikla ábyrgð gagnvart þeim sem ekki fá sæti við borðið en geta orðið fyrir miklum skaða, börnum og ungmennum. Foreldrar fara fram á að samningsviðræðurnar verði markvissar: að kraftur verði settur í þær nú þegar, að deilumálin verði sett fram með skýrum hætti, að uppbyggilegum aðferðum byggðum á gagnkvæmum skilningi og sveigjanleika verði beitt og að samningsviðræðurnar fái þann forgang hjá deiluaðilum sem þarf. Er til of mikils mælst? Að því spyrja foreldrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Á komandi vetri er hætta á ófriði í skólum landsins. Kjarasamningar grunn- og framhaldsskólakennara verða lausir. Báðir hópar kennara hafa að undanförnu lýst yfir óánægju með kjör sín. Fram hefur komið að verkföll kennara komi til greina. Á sama tíma er ekki að sjá að viðræður grunnskólakennara við sveitarfélögin eða framhaldsskólakennara við ríkið séu markvissar. Það heyrist í raun afar lítið af þeim. Full ástæða er fyrir nemendur og skólaforeldra að hafa áhyggjur af verkfallsógninni. Ætla má að við verkfall á báðum skólastigum fari nám rúmlega 40 þúsund grunnskólanema og 16 þúsund framhaldsskólanema úr skorðum. Slíkt rask á vinnuumhverfi nemenda getur haft varanleg áhrif á framtíð þeirra auk neikvæðra áhrifa sem verkföll hafa á fjölskyldur og heimili. Margir foreldrar upplifðu síendurtekin kennaraverkföll í sínu námi og vilja helst að þau heyri fortíðinni til. Heimili og skóli – landssamtök foreldra fara þess á leit við samningsaðila að þeir hafi velferð nemenda að leiðarljósi í viðræðum sínum og geri allt sem þeir geta til að tryggja vinnufrið í skólum. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að samningaviðræður séu dregnar á langinn í einhvers konar störukeppni sem endar með verkfalli. Báðir deiluaðilar bera mikla ábyrgð gagnvart þeim sem ekki fá sæti við borðið en geta orðið fyrir miklum skaða, börnum og ungmennum. Foreldrar fara fram á að samningsviðræðurnar verði markvissar: að kraftur verði settur í þær nú þegar, að deilumálin verði sett fram með skýrum hætti, að uppbyggilegum aðferðum byggðum á gagnkvæmum skilningi og sveigjanleika verði beitt og að samningsviðræðurnar fái þann forgang hjá deiluaðilum sem þarf. Er til of mikils mælst? Að því spyrja foreldrar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun