Vinnufriður í skólum Ketill B. Magnússon skrifar 15. október 2013 06:00 Á komandi vetri er hætta á ófriði í skólum landsins. Kjarasamningar grunn- og framhaldsskólakennara verða lausir. Báðir hópar kennara hafa að undanförnu lýst yfir óánægju með kjör sín. Fram hefur komið að verkföll kennara komi til greina. Á sama tíma er ekki að sjá að viðræður grunnskólakennara við sveitarfélögin eða framhaldsskólakennara við ríkið séu markvissar. Það heyrist í raun afar lítið af þeim. Full ástæða er fyrir nemendur og skólaforeldra að hafa áhyggjur af verkfallsógninni. Ætla má að við verkfall á báðum skólastigum fari nám rúmlega 40 þúsund grunnskólanema og 16 þúsund framhaldsskólanema úr skorðum. Slíkt rask á vinnuumhverfi nemenda getur haft varanleg áhrif á framtíð þeirra auk neikvæðra áhrifa sem verkföll hafa á fjölskyldur og heimili. Margir foreldrar upplifðu síendurtekin kennaraverkföll í sínu námi og vilja helst að þau heyri fortíðinni til. Heimili og skóli – landssamtök foreldra fara þess á leit við samningsaðila að þeir hafi velferð nemenda að leiðarljósi í viðræðum sínum og geri allt sem þeir geta til að tryggja vinnufrið í skólum. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að samningaviðræður séu dregnar á langinn í einhvers konar störukeppni sem endar með verkfalli. Báðir deiluaðilar bera mikla ábyrgð gagnvart þeim sem ekki fá sæti við borðið en geta orðið fyrir miklum skaða, börnum og ungmennum. Foreldrar fara fram á að samningsviðræðurnar verði markvissar: að kraftur verði settur í þær nú þegar, að deilumálin verði sett fram með skýrum hætti, að uppbyggilegum aðferðum byggðum á gagnkvæmum skilningi og sveigjanleika verði beitt og að samningsviðræðurnar fái þann forgang hjá deiluaðilum sem þarf. Er til of mikils mælst? Að því spyrja foreldrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á komandi vetri er hætta á ófriði í skólum landsins. Kjarasamningar grunn- og framhaldsskólakennara verða lausir. Báðir hópar kennara hafa að undanförnu lýst yfir óánægju með kjör sín. Fram hefur komið að verkföll kennara komi til greina. Á sama tíma er ekki að sjá að viðræður grunnskólakennara við sveitarfélögin eða framhaldsskólakennara við ríkið séu markvissar. Það heyrist í raun afar lítið af þeim. Full ástæða er fyrir nemendur og skólaforeldra að hafa áhyggjur af verkfallsógninni. Ætla má að við verkfall á báðum skólastigum fari nám rúmlega 40 þúsund grunnskólanema og 16 þúsund framhaldsskólanema úr skorðum. Slíkt rask á vinnuumhverfi nemenda getur haft varanleg áhrif á framtíð þeirra auk neikvæðra áhrifa sem verkföll hafa á fjölskyldur og heimili. Margir foreldrar upplifðu síendurtekin kennaraverkföll í sínu námi og vilja helst að þau heyri fortíðinni til. Heimili og skóli – landssamtök foreldra fara þess á leit við samningsaðila að þeir hafi velferð nemenda að leiðarljósi í viðræðum sínum og geri allt sem þeir geta til að tryggja vinnufrið í skólum. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að samningaviðræður séu dregnar á langinn í einhvers konar störukeppni sem endar með verkfalli. Báðir deiluaðilar bera mikla ábyrgð gagnvart þeim sem ekki fá sæti við borðið en geta orðið fyrir miklum skaða, börnum og ungmennum. Foreldrar fara fram á að samningsviðræðurnar verði markvissar: að kraftur verði settur í þær nú þegar, að deilumálin verði sett fram með skýrum hætti, að uppbyggilegum aðferðum byggðum á gagnkvæmum skilningi og sveigjanleika verði beitt og að samningsviðræðurnar fái þann forgang hjá deiluaðilum sem þarf. Er til of mikils mælst? Að því spyrja foreldrar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun