Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. september 2025 08:32 Það er okkur öllum til hagsbóta að ríkisfjármálin séu í góðu horfi. Um það eigum við að vera sammála. Sterk, trúverðug fjárlög vernda kaupmátt, flýta lækkun vaxta og skapa stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Í ímyndarpólitík ráða umbúðir frekar en innihald. Þar skiptir meira máli að stilla málum upp þannig að almenningur trúi því sem hentar, en ekki því sem er satt og rétt. Sú frasapólitík einkennir núverandi ríkisstjórnarflokka. Talað er um stórt plan, sleggju sem slær niður vexti og almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni, þótt ekkert af þessu standist nánari skoðun. Nýjasta tískuorðið er tiltekt, eins og nú sé verið að taka til eftir óráðsíu fyrri ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Tölurnar segja annað og staðfesta að hér er enn reynt að blása ryki í augu kjósenda. Tekjur ríkissjóðs hafa verið langt umfram áætlanir á þessu ári, um 80 milljarða króna, en engu að síður er reksturinn enn í halla. Það er eins og öll útgjöld ríkisins til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á árinu 2024, til að setja 80 milljarða í samhengi. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er jafnframt viðurkennt að aðhaldsstigið á næsta ári sé því sem næst hlutlaust. Orð um aðhald hljóma vel á blaðamannafundum en þau breyta ekki þeirri einföldu staðreynd að ríkisútgjöld halda áfram að vaxa og reikningurinn er sendur á heimilin. Eina tiltektin sem þessi ríkisstjórn stendur í er tiltektin eftir eigin umframeyðslu. Og þrátt fyrir allt tal um tiltekt er enn gert ráð fyrir halla á næsta ári. Að hafna hagræðingu og hækka skatta er pólitískt val. Ríkisstjórnin ber fyrir sig sjálf að hagræðingartillögur hagsýnishópsins hafi numið um 70 milljörðum en eigin hagræðingaráform nemi yfir 100 milljörðum á tímabili fjármálaáætlunar. Ef þetta er allt útfært og raunhæft, hvers vegna er þá ekki gengið hreint til verka núna strax? Hvar er opinber, tímasett aðgerðaáætlun sem klippir þessar krónur út úr rekstrinum og skilur meira eftir í vasa heimilanna, í stað þess að senda heimilunum reikninginn? Það er eðlileg krafa að tillögur sem vísað er til með stolti í ræðustól birtist í fjárlagafrumvarpi sem raunverulegt aðhald, ekki sem hluti af marklausum frösum ríkisstjórnarinnar. Grafið undan trausti Að hækka krónutölugjöld í fullum verðbólgutakti er ekki aðhald. Það er skattahækkun. Hún bítur á launaseðlinum, við bensíndæluna og í matarkörfunni. Hún þrengir svigrúm fyrirtækja og sveitarfélaga sem glíma nú þegar við hærri launakostnað, hærri vexti og ófyrirséð verkefni. Hún grefur undan trausti á opinberum fjármálum vegna þess að fólk sér hvernig sögunni er snúið: Kallað er eftir aðhaldi á sama tíma og útgjöld vaxa og fyrri tekjuauki er nýttur jafnóðum. Aðhald er verkfæri, ekki slagorð. Það felst í forgangsröðun og aga. Það þýðir að hætta að lofa öllu í einu og gera færri hluti betur. Það krefst þess að ný útgjöld séu fjármögnuð með sparnaði annars staðar, ekki með nýjum álögum á heimilin. Það krefst útgjaldarýni þar sem hvert ráðuneyti er gert að draga fram hvar hægt er að gera betur án þess að skerða kjarnastarfsemi og þjónustu við fólkið í landinu. Svona vinnubrögð lækka væntingar um verðbólgu, skapa fyrirsjáanleika og styðja við lækkun vaxta. Skilaboðin verða þá skýr: Ríkið ætlar að halda sig innan sinna marka. Ríkisstjórnin getur valið. Hún getur haldið áfram að tala um tiltekt á meðan hún tekur einn sokk upp af gólfi í unglingaherbergi. Eða hún getur tekið til af alvöru, sett skýr mörk, forgangsraðað og dregið úr útgjöldum þar sem hægt er án þess að skaða kjarnastarfsemi. Það er sú leið sem styður við lægri vexti, stöðugleika og tryggir raunverulegan ávinning fyrir fólk um allt land. Forsætisráðherra hefur sagt að hún vonist eftir góðu samtali á þinginu. Það mun ekki standa á stjórnarandstöðunni að eiga slíkt samtal. Stjórnarandstaðan mun styðja öll mál sem koma aga á ríkisreksturinn, hraða lækkun vaxta og eru til hagsbóta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er okkur öllum til hagsbóta að ríkisfjármálin séu í góðu horfi. Um það eigum við að vera sammála. Sterk, trúverðug fjárlög vernda kaupmátt, flýta lækkun vaxta og skapa stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Í ímyndarpólitík ráða umbúðir frekar en innihald. Þar skiptir meira máli að stilla málum upp þannig að almenningur trúi því sem hentar, en ekki því sem er satt og rétt. Sú frasapólitík einkennir núverandi ríkisstjórnarflokka. Talað er um stórt plan, sleggju sem slær niður vexti og almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni, þótt ekkert af þessu standist nánari skoðun. Nýjasta tískuorðið er tiltekt, eins og nú sé verið að taka til eftir óráðsíu fyrri ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Tölurnar segja annað og staðfesta að hér er enn reynt að blása ryki í augu kjósenda. Tekjur ríkissjóðs hafa verið langt umfram áætlanir á þessu ári, um 80 milljarða króna, en engu að síður er reksturinn enn í halla. Það er eins og öll útgjöld ríkisins til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á árinu 2024, til að setja 80 milljarða í samhengi. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er jafnframt viðurkennt að aðhaldsstigið á næsta ári sé því sem næst hlutlaust. Orð um aðhald hljóma vel á blaðamannafundum en þau breyta ekki þeirri einföldu staðreynd að ríkisútgjöld halda áfram að vaxa og reikningurinn er sendur á heimilin. Eina tiltektin sem þessi ríkisstjórn stendur í er tiltektin eftir eigin umframeyðslu. Og þrátt fyrir allt tal um tiltekt er enn gert ráð fyrir halla á næsta ári. Að hafna hagræðingu og hækka skatta er pólitískt val. Ríkisstjórnin ber fyrir sig sjálf að hagræðingartillögur hagsýnishópsins hafi numið um 70 milljörðum en eigin hagræðingaráform nemi yfir 100 milljörðum á tímabili fjármálaáætlunar. Ef þetta er allt útfært og raunhæft, hvers vegna er þá ekki gengið hreint til verka núna strax? Hvar er opinber, tímasett aðgerðaáætlun sem klippir þessar krónur út úr rekstrinum og skilur meira eftir í vasa heimilanna, í stað þess að senda heimilunum reikninginn? Það er eðlileg krafa að tillögur sem vísað er til með stolti í ræðustól birtist í fjárlagafrumvarpi sem raunverulegt aðhald, ekki sem hluti af marklausum frösum ríkisstjórnarinnar. Grafið undan trausti Að hækka krónutölugjöld í fullum verðbólgutakti er ekki aðhald. Það er skattahækkun. Hún bítur á launaseðlinum, við bensíndæluna og í matarkörfunni. Hún þrengir svigrúm fyrirtækja og sveitarfélaga sem glíma nú þegar við hærri launakostnað, hærri vexti og ófyrirséð verkefni. Hún grefur undan trausti á opinberum fjármálum vegna þess að fólk sér hvernig sögunni er snúið: Kallað er eftir aðhaldi á sama tíma og útgjöld vaxa og fyrri tekjuauki er nýttur jafnóðum. Aðhald er verkfæri, ekki slagorð. Það felst í forgangsröðun og aga. Það þýðir að hætta að lofa öllu í einu og gera færri hluti betur. Það krefst þess að ný útgjöld séu fjármögnuð með sparnaði annars staðar, ekki með nýjum álögum á heimilin. Það krefst útgjaldarýni þar sem hvert ráðuneyti er gert að draga fram hvar hægt er að gera betur án þess að skerða kjarnastarfsemi og þjónustu við fólkið í landinu. Svona vinnubrögð lækka væntingar um verðbólgu, skapa fyrirsjáanleika og styðja við lækkun vaxta. Skilaboðin verða þá skýr: Ríkið ætlar að halda sig innan sinna marka. Ríkisstjórnin getur valið. Hún getur haldið áfram að tala um tiltekt á meðan hún tekur einn sokk upp af gólfi í unglingaherbergi. Eða hún getur tekið til af alvöru, sett skýr mörk, forgangsraðað og dregið úr útgjöldum þar sem hægt er án þess að skaða kjarnastarfsemi. Það er sú leið sem styður við lægri vexti, stöðugleika og tryggir raunverulegan ávinning fyrir fólk um allt land. Forsætisráðherra hefur sagt að hún vonist eftir góðu samtali á þinginu. Það mun ekki standa á stjórnarandstöðunni að eiga slíkt samtal. Stjórnarandstaðan mun styðja öll mál sem koma aga á ríkisreksturinn, hraða lækkun vaxta og eru til hagsbóta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar