Játaði heimilisofbeldi en var samt sýknaður Valur Grettisson skrifar 11. október 2013 07:15 Héraðsdómur Suðurlands. Maðurinn var sýknaður í vikunni. Fréttablaðið/ÓKÁ „Maður deilir náttúrulega ekki við dómarann en mér finnst þessi niðurstaða vond,“ segir Grímur Hergeirsson, réttargæslumaður konu sem kærði manninn sinn fyrir heimilisofbeldi. Eiginmaðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið konuna ítrekað í hendur og hrint henni á eldhúsinnréttingu þannig að hún hlaut áverka af. Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni vegna þess að konan minntist ekki á það við skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði tekið hana hálstaki á meðan meint árás átti sér stað. Dómarinn mat þar af leiðandi sem svo að framburður konunnar hefði ekki verið nægilega stöðugur, einnig vegna þess að hún lýsti ekki nægilega vel hvernig hann veitti henni áverkana.Grímur HergeirssonÞað var í apríl á síðasta ári sem maðurinn kom heim til sín að næturlagi. Hann var mjög drukkinn og hafði neytt verkjalyfja. Í framburði mannsins segir að þau hafi rifist og játaði maðurinn að hafa gripið oft þéttingsfast um fram- eða upphandlegg konunnar til að leggja áherslu á orð sín í rifrildi þeirra á milli, líklega í 15 til 20 skipti. Þá sagði hann í yfirheyrslu lögreglunnar: „Ég var dauðadrukkinn og lét illa, sló að ég hélt eða greip mjög fast í framhandlegg hennar en ekki upphandlegg…“. Maðurinn neitaði hins vegar að hafa ýtt konunni. Atvikið stóð yfir í tvo tíma og að lokum flúði konan út af heimilinu til sonar síns. Fyrir dómi sagði konan að maðurinn hefði áður beitt hana heimilisofbeldi, þá ódrukkinn. Maðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann eftir atvikið. „Það sem er einkennilegt við rökstuðning dómarans er að konan er fundin sek um misræmi varðandi atriði sem engu máli skiptir,“ segir Grímur og bendir á að maðurinn hafi til að mynda ekki verið ákærður fyrir að taka hana hálstaki. „Skýrsla var tekin fyrir einu og hálfu ári þegar atvikið var nýskeð og konan í miklu uppnámi, enda erfitt mál,“ segir Grímur. „Og svo kemur hún fyrir dóm þar sem hún er þráspurð um smáatriðin. Dómarinn gerir allt of mikið úr þessu misræmi á smáatriðum og mér finnst að það eigi ekki að leiða til sýknu,“ segir Grímur. Honum finnst verst að konan upplifi að hún hafi klúðrað málinu. „Hún situr uppi með þá sök að hún hafi ekki staðið sig nægilega vel fyrir dómi,“ segir Grímur.Hér má lesa dóminn í heild sinni. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
„Maður deilir náttúrulega ekki við dómarann en mér finnst þessi niðurstaða vond,“ segir Grímur Hergeirsson, réttargæslumaður konu sem kærði manninn sinn fyrir heimilisofbeldi. Eiginmaðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið konuna ítrekað í hendur og hrint henni á eldhúsinnréttingu þannig að hún hlaut áverka af. Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni vegna þess að konan minntist ekki á það við skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði tekið hana hálstaki á meðan meint árás átti sér stað. Dómarinn mat þar af leiðandi sem svo að framburður konunnar hefði ekki verið nægilega stöðugur, einnig vegna þess að hún lýsti ekki nægilega vel hvernig hann veitti henni áverkana.Grímur HergeirssonÞað var í apríl á síðasta ári sem maðurinn kom heim til sín að næturlagi. Hann var mjög drukkinn og hafði neytt verkjalyfja. Í framburði mannsins segir að þau hafi rifist og játaði maðurinn að hafa gripið oft þéttingsfast um fram- eða upphandlegg konunnar til að leggja áherslu á orð sín í rifrildi þeirra á milli, líklega í 15 til 20 skipti. Þá sagði hann í yfirheyrslu lögreglunnar: „Ég var dauðadrukkinn og lét illa, sló að ég hélt eða greip mjög fast í framhandlegg hennar en ekki upphandlegg…“. Maðurinn neitaði hins vegar að hafa ýtt konunni. Atvikið stóð yfir í tvo tíma og að lokum flúði konan út af heimilinu til sonar síns. Fyrir dómi sagði konan að maðurinn hefði áður beitt hana heimilisofbeldi, þá ódrukkinn. Maðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann eftir atvikið. „Það sem er einkennilegt við rökstuðning dómarans er að konan er fundin sek um misræmi varðandi atriði sem engu máli skiptir,“ segir Grímur og bendir á að maðurinn hafi til að mynda ekki verið ákærður fyrir að taka hana hálstaki. „Skýrsla var tekin fyrir einu og hálfu ári þegar atvikið var nýskeð og konan í miklu uppnámi, enda erfitt mál,“ segir Grímur. „Og svo kemur hún fyrir dóm þar sem hún er þráspurð um smáatriðin. Dómarinn gerir allt of mikið úr þessu misræmi á smáatriðum og mér finnst að það eigi ekki að leiða til sýknu,“ segir Grímur. Honum finnst verst að konan upplifi að hún hafi klúðrað málinu. „Hún situr uppi með þá sök að hún hafi ekki staðið sig nægilega vel fyrir dómi,“ segir Grímur.Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira