Bæjarfulltrúi VG í Mosfellsbæ í þrot Valur Grettisson skrifar 9. október 2013 08:00 Bæjarfulltrúi Mosfellsbæjar, Karl Tómasson, keypti nýtt hús fyrir myntkörfulán. fréttablaðið/gva „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur eins og fyrir alla sem í svona lenda,“ segir Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúi Vinstri grænna, en hann var úrskurðaður gjaldþrota í maí síðastliðnum. Hann snýr í dag aftur til starfa í bæjarstjórn. Meðferð þrotabúsins lauk 1. október síðastliðinn en samkvæmt Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur í bú hans alls 176 milljónir króna. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. „Gjaldþrot mitt er í sjálfu sér ekkert launungarmál. Ég hef ekki falið það fyrir neinum og er búinn að gera öllum grein fyrir stöðu mála,“ segir Karl en hann tók sér leyfi frá bæjarstjórn á meðan skiptastjóri leysti upp búið. „Það sem gerðist var að við ákváðum að gera upp hús hér í Mosfellsbænum. Síðan fluttum við án þess að selja húsið áður,“ segir Karl. „Lánið fyrir nýja húsinu var svo í erlendri mynt.“ Hrunið skall á með öllum sínum þunga og skuldir Karls tvöfölduðust á örskömmum tíma. „Þetta er bara ömurlegt,“ segir Karl um tilfinninguna að ganga í gegnum gjaldþrotið. „Það er ekki eins og ég hafi staðið í einhverju braski eða í hlutabréfakaupum,“ bætir hann við. „Ég lenti bara eins illa í því og mögulegt var.“ Spurður um hæfi sitt sem bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ svarar Karl: „Ég hef ekki leynt neinn neinu, hvorki samstarfsmenn, vini né fjölskyldu.“Haraldur SverrissonKarl bætir við að hann sjálfur hafi heldur ekkert breyst. „Ég mun vinna áfram eins og ég hef gert og samstarfsmenn mínir treysta mér fullkomlega til þess að halda áfram,“ segir Karl. Oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, svarar aðspurður að Karl hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum strax í maí um stöðu mála. VG og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í Mosfellsbæ. Haraldur segir að þá þegar hafi það verið kannað hvort Karli væri sætt í bæjarstjórn. Þá kom í ljós að hann yrði að taka sér leyfi frá skyldum sínum sem bæjarfulltrúi lögum samkvæmt á meðan hann færi í gegnum gjaldþrotameðferð. Honum væri síðan frjálst að taka sæti aftur eftir að skiptalok hefðu verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Aðspurður hvort bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti Karli, svarar Haraldur: „Að sjálfsögðu. Við höfum átt í góðu samstarfi við hann og berum fullt traust til hans sem og annarra á lista VG.“ Karl tekur aftur sæti sem forseti bæjarstjórnar í dag. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
„Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur eins og fyrir alla sem í svona lenda,“ segir Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúi Vinstri grænna, en hann var úrskurðaður gjaldþrota í maí síðastliðnum. Hann snýr í dag aftur til starfa í bæjarstjórn. Meðferð þrotabúsins lauk 1. október síðastliðinn en samkvæmt Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur í bú hans alls 176 milljónir króna. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. „Gjaldþrot mitt er í sjálfu sér ekkert launungarmál. Ég hef ekki falið það fyrir neinum og er búinn að gera öllum grein fyrir stöðu mála,“ segir Karl en hann tók sér leyfi frá bæjarstjórn á meðan skiptastjóri leysti upp búið. „Það sem gerðist var að við ákváðum að gera upp hús hér í Mosfellsbænum. Síðan fluttum við án þess að selja húsið áður,“ segir Karl. „Lánið fyrir nýja húsinu var svo í erlendri mynt.“ Hrunið skall á með öllum sínum þunga og skuldir Karls tvöfölduðust á örskömmum tíma. „Þetta er bara ömurlegt,“ segir Karl um tilfinninguna að ganga í gegnum gjaldþrotið. „Það er ekki eins og ég hafi staðið í einhverju braski eða í hlutabréfakaupum,“ bætir hann við. „Ég lenti bara eins illa í því og mögulegt var.“ Spurður um hæfi sitt sem bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ svarar Karl: „Ég hef ekki leynt neinn neinu, hvorki samstarfsmenn, vini né fjölskyldu.“Haraldur SverrissonKarl bætir við að hann sjálfur hafi heldur ekkert breyst. „Ég mun vinna áfram eins og ég hef gert og samstarfsmenn mínir treysta mér fullkomlega til þess að halda áfram,“ segir Karl. Oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, svarar aðspurður að Karl hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum strax í maí um stöðu mála. VG og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í Mosfellsbæ. Haraldur segir að þá þegar hafi það verið kannað hvort Karli væri sætt í bæjarstjórn. Þá kom í ljós að hann yrði að taka sér leyfi frá skyldum sínum sem bæjarfulltrúi lögum samkvæmt á meðan hann færi í gegnum gjaldþrotameðferð. Honum væri síðan frjálst að taka sæti aftur eftir að skiptalok hefðu verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Aðspurður hvort bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti Karli, svarar Haraldur: „Að sjálfsögðu. Við höfum átt í góðu samstarfi við hann og berum fullt traust til hans sem og annarra á lista VG.“ Karl tekur aftur sæti sem forseti bæjarstjórnar í dag.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira