Bæjarfulltrúi VG í Mosfellsbæ í þrot Valur Grettisson skrifar 9. október 2013 08:00 Bæjarfulltrúi Mosfellsbæjar, Karl Tómasson, keypti nýtt hús fyrir myntkörfulán. fréttablaðið/gva „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur eins og fyrir alla sem í svona lenda,“ segir Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúi Vinstri grænna, en hann var úrskurðaður gjaldþrota í maí síðastliðnum. Hann snýr í dag aftur til starfa í bæjarstjórn. Meðferð þrotabúsins lauk 1. október síðastliðinn en samkvæmt Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur í bú hans alls 176 milljónir króna. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. „Gjaldþrot mitt er í sjálfu sér ekkert launungarmál. Ég hef ekki falið það fyrir neinum og er búinn að gera öllum grein fyrir stöðu mála,“ segir Karl en hann tók sér leyfi frá bæjarstjórn á meðan skiptastjóri leysti upp búið. „Það sem gerðist var að við ákváðum að gera upp hús hér í Mosfellsbænum. Síðan fluttum við án þess að selja húsið áður,“ segir Karl. „Lánið fyrir nýja húsinu var svo í erlendri mynt.“ Hrunið skall á með öllum sínum þunga og skuldir Karls tvöfölduðust á örskömmum tíma. „Þetta er bara ömurlegt,“ segir Karl um tilfinninguna að ganga í gegnum gjaldþrotið. „Það er ekki eins og ég hafi staðið í einhverju braski eða í hlutabréfakaupum,“ bætir hann við. „Ég lenti bara eins illa í því og mögulegt var.“ Spurður um hæfi sitt sem bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ svarar Karl: „Ég hef ekki leynt neinn neinu, hvorki samstarfsmenn, vini né fjölskyldu.“Haraldur SverrissonKarl bætir við að hann sjálfur hafi heldur ekkert breyst. „Ég mun vinna áfram eins og ég hef gert og samstarfsmenn mínir treysta mér fullkomlega til þess að halda áfram,“ segir Karl. Oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, svarar aðspurður að Karl hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum strax í maí um stöðu mála. VG og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í Mosfellsbæ. Haraldur segir að þá þegar hafi það verið kannað hvort Karli væri sætt í bæjarstjórn. Þá kom í ljós að hann yrði að taka sér leyfi frá skyldum sínum sem bæjarfulltrúi lögum samkvæmt á meðan hann færi í gegnum gjaldþrotameðferð. Honum væri síðan frjálst að taka sæti aftur eftir að skiptalok hefðu verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Aðspurður hvort bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti Karli, svarar Haraldur: „Að sjálfsögðu. Við höfum átt í góðu samstarfi við hann og berum fullt traust til hans sem og annarra á lista VG.“ Karl tekur aftur sæti sem forseti bæjarstjórnar í dag. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur eins og fyrir alla sem í svona lenda,“ segir Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúi Vinstri grænna, en hann var úrskurðaður gjaldþrota í maí síðastliðnum. Hann snýr í dag aftur til starfa í bæjarstjórn. Meðferð þrotabúsins lauk 1. október síðastliðinn en samkvæmt Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur í bú hans alls 176 milljónir króna. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. „Gjaldþrot mitt er í sjálfu sér ekkert launungarmál. Ég hef ekki falið það fyrir neinum og er búinn að gera öllum grein fyrir stöðu mála,“ segir Karl en hann tók sér leyfi frá bæjarstjórn á meðan skiptastjóri leysti upp búið. „Það sem gerðist var að við ákváðum að gera upp hús hér í Mosfellsbænum. Síðan fluttum við án þess að selja húsið áður,“ segir Karl. „Lánið fyrir nýja húsinu var svo í erlendri mynt.“ Hrunið skall á með öllum sínum þunga og skuldir Karls tvöfölduðust á örskömmum tíma. „Þetta er bara ömurlegt,“ segir Karl um tilfinninguna að ganga í gegnum gjaldþrotið. „Það er ekki eins og ég hafi staðið í einhverju braski eða í hlutabréfakaupum,“ bætir hann við. „Ég lenti bara eins illa í því og mögulegt var.“ Spurður um hæfi sitt sem bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ svarar Karl: „Ég hef ekki leynt neinn neinu, hvorki samstarfsmenn, vini né fjölskyldu.“Haraldur SverrissonKarl bætir við að hann sjálfur hafi heldur ekkert breyst. „Ég mun vinna áfram eins og ég hef gert og samstarfsmenn mínir treysta mér fullkomlega til þess að halda áfram,“ segir Karl. Oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, svarar aðspurður að Karl hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum strax í maí um stöðu mála. VG og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í Mosfellsbæ. Haraldur segir að þá þegar hafi það verið kannað hvort Karli væri sætt í bæjarstjórn. Þá kom í ljós að hann yrði að taka sér leyfi frá skyldum sínum sem bæjarfulltrúi lögum samkvæmt á meðan hann færi í gegnum gjaldþrotameðferð. Honum væri síðan frjálst að taka sæti aftur eftir að skiptalok hefðu verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Aðspurður hvort bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti Karli, svarar Haraldur: „Að sjálfsögðu. Við höfum átt í góðu samstarfi við hann og berum fullt traust til hans sem og annarra á lista VG.“ Karl tekur aftur sæti sem forseti bæjarstjórnar í dag.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira