Innlent

Fékk málstol eftir líkamsárás

Stígur Helgason skrifar
Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mynd/gva
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 25 ára gömlum manni fyrir stórfellda líkamsárás á skemmtistað í Vestmannaeyjum í júlí í fyrrasumar.

Honum er gefið að sök að hafa slegið 22 ára mann þungu höggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll um blómapott og skall með höfuðið í jörðina.

Þolandinn hlaut skurð á höfði, heilablæðingu og mar á vinstri framheila, ásamt blæðingu í heilahimnu og „mállegt verkstol í munninum“. Hann krefst 860 þúsunda króna í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×