Innlent

Fátækir borga hærra vöruverð

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Ástandið í dag er skattur á fátækt fólk, segir í greinargerðinni.
Ástandið í dag er skattur á fátækt fólk, segir í greinargerðinni.
„Ástandið í dag er skattur á fátækt fólk. Þeir sem hafa ekki efni á að fara til annarra landa til að versla sitja uppi með hærra vöruverð,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögu sem fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins flytja um mótun viðskiptastefnu Íslands.

Samkvæmt henni ályktar Alþingi að fela ráðherra að móta viðskiptastefnu sem hafi að markmiði að jafna samkeppnisstöðu innlendrar verslunar gagnvart erlendri og lækka vöruverð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×