Þátttaka lækna í sjúkraflugi Hildigunnur Svavarsdóttir, Pálmi Óskarsson og Stefán Steinsson og Sigurður E. Sigurðsson skrifa 8. október 2013 09:28 Árið 1997 var miðstöð sjúkraflugs á Íslandi flutt til Akureyrar þar sem hún hefur verið síðan. Fyrir því þóttu liggja ýmis rök, ekki síst lega staðarins. Frá Akureyri má ná til flestra flugvalla á landinu á þremur stundarfjórðungum. Fyrstu fimm árin var flugið aðeins mannað sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði Akureyrar. Í mars 2002 hófu læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslustöðinni á Akureyri að sinna læknisþjónustu í fluginu. Sú þjónusta hefur haldist bláþráðalítið í 11 ár. Starfsemin er orðin viðamikil og eru farin um 500 flug á ári. Þjónustu læknis er krafist í rétt innan við helmingi þeirra. Sjúkraflugið er nú sjálfsagður hluti af heilbrigðisþjónustu landsmanna. Þykir nauðsynlegt að þeir hafi jafnan aðgang að þessu öryggisneti. Munu heilbrigðisstarfsmenn víða um land geta borið því vitni að þessi þjónusta hafi verið allgóð. Fluglækni hefur verið greitt bakvaktakaup utan dagvinnutíma og yfirvinnutaxti í útkalli. Dagvinna hefur ekki verið greidd. Því hafa læknar sem fara í útköll á dagvinnutíma þurft að hlaupa frá verkum og samstarfsfólk að ganga í þau. Það veldur óhagræði og óþægindum fyrir vinnufélaga og sjúklinga. Viðbótarfjárveiting fékkst árið 2012 sem nam 20% stöðugildi. Það dugar einungis til að halda utan um vaktskema, búnað og kennslu. Eftir sem áður er enginn læknir í fullu starfi við að sinna því mikilvæga starfi sem sjúkraflugið er. Þessu ríður á að breyta. Ekki er gott að þátttaka læknis í sjúkraflugi á dagvinnutíma byggist á miskunnsemi deilda sem hafa hann í vinnu. Slík frumherjahugsun endist ekki að eilífu. Vinnuveitendur útkallslæknis þreytast að lokum á endalausu brotthvarfi og taka að synja um notkun hans. Í framtíðinni þarf að koma þessari starfsemi í horf sem hún á skilið og ekki byggir á góðmennsku og sjálfboðastarfi. Það verður best gert með því að ráðinn sé umsjónarlæknir að sjúkrafluginu í fullt starf. Hann sinni útköllum á dagvinnutíma, skipuleggi vaktir og menntun og þrói starfið. Með því yrði læknamönnun sjúkraflugs stöðugri til lengri tíma og drægi úr hættu á að starfsemin koðnaði niður. Hún fengi þann sess sem hún hefur í raun áunnið sér fyrir löngu. Þetta fyrirkomulag þarf að tryggja sem fyrst. Forsvarsmenn sjúkraflugs hafa sótt um fjárveitingu til velferðarráðuneytisins. Þeir vænta þess að stjórnvöld horfi ekki fram hjá mikilvægi málsins. Undanfarin misseri hefur verið upp og ofan hvernig gengur að manna læknastöður á landsbyggðinni. Á sama tíma hefur dregið úr sjúkrahússtarfsemi í fámennari byggðum. Fyrir vikið mun sjúkraflug gegna stærra hlutverki á komandi tímum. Það er alls ekki hættandi á að láta þessa þjónustu leggjast af út af einum saman sparnaði, niðurskurði og skammsýni. Hér þarf að láta verkin tala.Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri bráða-, fræðslu- og gæðasviðsPálmi Óskarsson forstöðulæknir slysa- og bráðamóttökuStefán Steinsson umsjónarlæknir sjúkraflugsSigurður E. Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Árið 1997 var miðstöð sjúkraflugs á Íslandi flutt til Akureyrar þar sem hún hefur verið síðan. Fyrir því þóttu liggja ýmis rök, ekki síst lega staðarins. Frá Akureyri má ná til flestra flugvalla á landinu á þremur stundarfjórðungum. Fyrstu fimm árin var flugið aðeins mannað sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði Akureyrar. Í mars 2002 hófu læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslustöðinni á Akureyri að sinna læknisþjónustu í fluginu. Sú þjónusta hefur haldist bláþráðalítið í 11 ár. Starfsemin er orðin viðamikil og eru farin um 500 flug á ári. Þjónustu læknis er krafist í rétt innan við helmingi þeirra. Sjúkraflugið er nú sjálfsagður hluti af heilbrigðisþjónustu landsmanna. Þykir nauðsynlegt að þeir hafi jafnan aðgang að þessu öryggisneti. Munu heilbrigðisstarfsmenn víða um land geta borið því vitni að þessi þjónusta hafi verið allgóð. Fluglækni hefur verið greitt bakvaktakaup utan dagvinnutíma og yfirvinnutaxti í útkalli. Dagvinna hefur ekki verið greidd. Því hafa læknar sem fara í útköll á dagvinnutíma þurft að hlaupa frá verkum og samstarfsfólk að ganga í þau. Það veldur óhagræði og óþægindum fyrir vinnufélaga og sjúklinga. Viðbótarfjárveiting fékkst árið 2012 sem nam 20% stöðugildi. Það dugar einungis til að halda utan um vaktskema, búnað og kennslu. Eftir sem áður er enginn læknir í fullu starfi við að sinna því mikilvæga starfi sem sjúkraflugið er. Þessu ríður á að breyta. Ekki er gott að þátttaka læknis í sjúkraflugi á dagvinnutíma byggist á miskunnsemi deilda sem hafa hann í vinnu. Slík frumherjahugsun endist ekki að eilífu. Vinnuveitendur útkallslæknis þreytast að lokum á endalausu brotthvarfi og taka að synja um notkun hans. Í framtíðinni þarf að koma þessari starfsemi í horf sem hún á skilið og ekki byggir á góðmennsku og sjálfboðastarfi. Það verður best gert með því að ráðinn sé umsjónarlæknir að sjúkrafluginu í fullt starf. Hann sinni útköllum á dagvinnutíma, skipuleggi vaktir og menntun og þrói starfið. Með því yrði læknamönnun sjúkraflugs stöðugri til lengri tíma og drægi úr hættu á að starfsemin koðnaði niður. Hún fengi þann sess sem hún hefur í raun áunnið sér fyrir löngu. Þetta fyrirkomulag þarf að tryggja sem fyrst. Forsvarsmenn sjúkraflugs hafa sótt um fjárveitingu til velferðarráðuneytisins. Þeir vænta þess að stjórnvöld horfi ekki fram hjá mikilvægi málsins. Undanfarin misseri hefur verið upp og ofan hvernig gengur að manna læknastöður á landsbyggðinni. Á sama tíma hefur dregið úr sjúkrahússtarfsemi í fámennari byggðum. Fyrir vikið mun sjúkraflug gegna stærra hlutverki á komandi tímum. Það er alls ekki hættandi á að láta þessa þjónustu leggjast af út af einum saman sparnaði, niðurskurði og skammsýni. Hér þarf að láta verkin tala.Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri bráða-, fræðslu- og gæðasviðsPálmi Óskarsson forstöðulæknir slysa- og bráðamóttökuStefán Steinsson umsjónarlæknir sjúkraflugsSigurður E. Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun