Eðlilegar fæðingar á landsbyggðinni Steina Þórey Ragnarsdóttir skrifar 4. október 2013 06:00 Mikilvægt er að huga að því hvert barneignarþjónustan á Íslandi stefnir. Áætlað er að 70-80% kvenna séu í eðlilegri meðgöngu og fæðingu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að ljósmæður eigi að sjá um konur í eðlilegri meðgöngu og fæðingu. Til að minnka tíðni keisaraskurða í heiminum þarf að leggja áherslu á eðlilegar fæðingar og huga að hormónajafnvægi konunnar en til þess að fæðingar gangi sem best þarf þetta hormónakerfi að vera í jafnvægi. Konur hafa oft ekki val um fæðingarstað og upplifa jafnvel að vera ekki við stjórn í eigin fæðingu. Breytingar á fæðingarþjónustunni á Íslandi urðu til þess að höfundur þessarar greinar gerði meistaraverkefni um útkomu fæðinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í febrúar sl. en búið er að breyta þeim fæðingarstað úr því að vera fæðingarstaður með aðgang að skurðstofu í fæðingarstað í umsjá ljósmæðra. Fæðingarstöðum má ekki fækka meira en verið hefur en þeim hefur fækkað úr fimmtán í níu á tíu árum og stefnir í fækkun um tvo til viðbótar, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum.Ljósmæðravaktin á HSS Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er búið að sameina mæðravernd og fæðingarþjónustu í eina deild sem nú heitir Ljósmæðravaktin. Sú breyting hefur í för með sér að hægt er að veita samfellda þjónustu þar sem konur hitta sömu ljósmóður á meðgöngu og jafnvel einnig eftir fæðinguna. Þar fæða konur sem eiga eðlilega meðgöngu að baki og búið er að flokka konur með tilliti til áhættu samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis. Á Ljósmæðravaktinni er lögð áhersla á rólegt umhverfi og eru konur hvattar til þess að fæða á náttúrlegan hátt. Í Reykjanesbæ er í boði meðgöngujóganámskeið í umsjá ljósmóður sem fræðir konurnar um hvernig hægt sé að nýta öndunina á ýmsum stigum fæðingarinnar ásamt slökun sem talið er að geti hjálpað til sem verkjastilling í fæðingu. Einnig er boðið upp á nálastungur á HSS frá 36. viku meðgöngunnar, það eru svokallaðar undirbúningsnálar þar sem konur koma einu sinni í viku fram að fæðingu. Rannsóknir sýna m.a. að undirbúningsnálar geta stytt útvíkkunarferli fæðingarinnar ásamt því að undirbúa legið og andlega þáttinn. Með því að stunda jóga á meðgöngu eru konur líklegri til þess að vera afslappaðri í fæðingunni, hafa aukið sjálfstæði, þekkja líkama sinn betur og vera með jákvæðara hugarfar. Konur sem hafa fengið undirbúningsnálar á HSS mynda tengsl við ljósmæður deildarinnar ásamt því að koma og tengjast fæðingarstaðnum. Þetta samræmist rannsóknum um þætti sem hafa áhrif á framgang fæðingar, en það er umhverfið í fæðingunni, hugmyndafræði umönnunarinnar, færni ljósmæðra og stefna fæðingarstaðarins.Niðurstöður úr meistaraverkefni Markmið meistararannsóknarinnar var að kanna útkomu fæðinga og undirbúnings á fæðingadeild HSS. Útkoman úr meistararannsókninni er að konum og börnum þeirra sem fæðast á HSS farnast vel. Meðaleinkunn barna eftir fæðingu (apgar) í rannsókninni er 8,5 eftir 1 mínútu og 9,7 eftir 5 mínútur en það er einkunn sem börnum er gefin til að meta þörf á frekari aðstoð eftir fæðingu og er góð útkoma ef börn fá meira en 7 í einkunn eftir 1 mínútu. Þessar niðurstöður gefa til kynna að öruggt er að fæða á HSS enda er búið að flokka konurnar með tilliti til áhættu. Einnig var áhugavert við niðurstöður rannsóknarinnar að útkoma alvarlegra fæðingaáverka hjá konum eru mjög fáir. Engin kona hlaut alvarlegan áverka (4. gráða) og ein kona hlaut meðalalvarlegan áverka (3. gráða) og má skoða það hvort það sé vegna fylgni við háa tíðni vatnsfæðinga en við HSS eru 45% kvenna að fæða í vatni. Notkun vatnsbaða stuðlar að slökun í fæðingu og hjálpar konum að komast í gegnum hana í rólegu umhverfi og hvetur til hormónajafnvægis hjá konunni. Hægt er að nálgast verkefnið í heild sinni á skemman.is.Fækkun er áhyggjuefni Á þessum tímum þarf að huga að kostnaði í heilbrigðisþjónustunni og við barnsfæðingar. Vitað er að kostnaður við eðlilegar fæðingar er lægri en við tæknifæðingar og ætti það að vera hvatning til að efla þjónustu við eðlilegar fæðingar, sem hefur í för með sér góða útkomu. Hátæknifæðingadeild ætti að vera eingöngu fyrir konur sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Flokkun kvenna eftir áhættu og góð samvinna ljósmæðra á minni fæðingarstöðum við ljósmæður og lækna á stofnunum með hærra þjónustustig skiptir miklu máli. Efla ætti ljósmæðrareknar einingar fyrir konur í eðlilegu barneignarferli bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að halda eðlilegum fæðingum í umsjá ljósmæðra, sem eru sjálfstæð stétt og faglega færar um að taka ákvarðanir í fæðingum hvar á landinu sem þær vinna. Fjölskyldan myndar oft traust og gott samband við ljósmóður sína sem í litlu samfélagi varir oft og tíðum enn lengur en fæðingarferlið. Mikilvægt er að sama ljósmóðirin sinni sömu konunni og maka hennar frá fyrstu mæðraskoðun og eftir fæðingu og enn betra er ef sú samfella nær þar til barnið er orðið a.m.k. sex vikna. Stöndum vörð um barneignarþjónustuna á Íslandi og fækkum ekki fæðingarstöðum frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að huga að því hvert barneignarþjónustan á Íslandi stefnir. Áætlað er að 70-80% kvenna séu í eðlilegri meðgöngu og fæðingu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að ljósmæður eigi að sjá um konur í eðlilegri meðgöngu og fæðingu. Til að minnka tíðni keisaraskurða í heiminum þarf að leggja áherslu á eðlilegar fæðingar og huga að hormónajafnvægi konunnar en til þess að fæðingar gangi sem best þarf þetta hormónakerfi að vera í jafnvægi. Konur hafa oft ekki val um fæðingarstað og upplifa jafnvel að vera ekki við stjórn í eigin fæðingu. Breytingar á fæðingarþjónustunni á Íslandi urðu til þess að höfundur þessarar greinar gerði meistaraverkefni um útkomu fæðinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í febrúar sl. en búið er að breyta þeim fæðingarstað úr því að vera fæðingarstaður með aðgang að skurðstofu í fæðingarstað í umsjá ljósmæðra. Fæðingarstöðum má ekki fækka meira en verið hefur en þeim hefur fækkað úr fimmtán í níu á tíu árum og stefnir í fækkun um tvo til viðbótar, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum.Ljósmæðravaktin á HSS Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er búið að sameina mæðravernd og fæðingarþjónustu í eina deild sem nú heitir Ljósmæðravaktin. Sú breyting hefur í för með sér að hægt er að veita samfellda þjónustu þar sem konur hitta sömu ljósmóður á meðgöngu og jafnvel einnig eftir fæðinguna. Þar fæða konur sem eiga eðlilega meðgöngu að baki og búið er að flokka konur með tilliti til áhættu samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis. Á Ljósmæðravaktinni er lögð áhersla á rólegt umhverfi og eru konur hvattar til þess að fæða á náttúrlegan hátt. Í Reykjanesbæ er í boði meðgöngujóganámskeið í umsjá ljósmóður sem fræðir konurnar um hvernig hægt sé að nýta öndunina á ýmsum stigum fæðingarinnar ásamt slökun sem talið er að geti hjálpað til sem verkjastilling í fæðingu. Einnig er boðið upp á nálastungur á HSS frá 36. viku meðgöngunnar, það eru svokallaðar undirbúningsnálar þar sem konur koma einu sinni í viku fram að fæðingu. Rannsóknir sýna m.a. að undirbúningsnálar geta stytt útvíkkunarferli fæðingarinnar ásamt því að undirbúa legið og andlega þáttinn. Með því að stunda jóga á meðgöngu eru konur líklegri til þess að vera afslappaðri í fæðingunni, hafa aukið sjálfstæði, þekkja líkama sinn betur og vera með jákvæðara hugarfar. Konur sem hafa fengið undirbúningsnálar á HSS mynda tengsl við ljósmæður deildarinnar ásamt því að koma og tengjast fæðingarstaðnum. Þetta samræmist rannsóknum um þætti sem hafa áhrif á framgang fæðingar, en það er umhverfið í fæðingunni, hugmyndafræði umönnunarinnar, færni ljósmæðra og stefna fæðingarstaðarins.Niðurstöður úr meistaraverkefni Markmið meistararannsóknarinnar var að kanna útkomu fæðinga og undirbúnings á fæðingadeild HSS. Útkoman úr meistararannsókninni er að konum og börnum þeirra sem fæðast á HSS farnast vel. Meðaleinkunn barna eftir fæðingu (apgar) í rannsókninni er 8,5 eftir 1 mínútu og 9,7 eftir 5 mínútur en það er einkunn sem börnum er gefin til að meta þörf á frekari aðstoð eftir fæðingu og er góð útkoma ef börn fá meira en 7 í einkunn eftir 1 mínútu. Þessar niðurstöður gefa til kynna að öruggt er að fæða á HSS enda er búið að flokka konurnar með tilliti til áhættu. Einnig var áhugavert við niðurstöður rannsóknarinnar að útkoma alvarlegra fæðingaáverka hjá konum eru mjög fáir. Engin kona hlaut alvarlegan áverka (4. gráða) og ein kona hlaut meðalalvarlegan áverka (3. gráða) og má skoða það hvort það sé vegna fylgni við háa tíðni vatnsfæðinga en við HSS eru 45% kvenna að fæða í vatni. Notkun vatnsbaða stuðlar að slökun í fæðingu og hjálpar konum að komast í gegnum hana í rólegu umhverfi og hvetur til hormónajafnvægis hjá konunni. Hægt er að nálgast verkefnið í heild sinni á skemman.is.Fækkun er áhyggjuefni Á þessum tímum þarf að huga að kostnaði í heilbrigðisþjónustunni og við barnsfæðingar. Vitað er að kostnaður við eðlilegar fæðingar er lægri en við tæknifæðingar og ætti það að vera hvatning til að efla þjónustu við eðlilegar fæðingar, sem hefur í för með sér góða útkomu. Hátæknifæðingadeild ætti að vera eingöngu fyrir konur sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Flokkun kvenna eftir áhættu og góð samvinna ljósmæðra á minni fæðingarstöðum við ljósmæður og lækna á stofnunum með hærra þjónustustig skiptir miklu máli. Efla ætti ljósmæðrareknar einingar fyrir konur í eðlilegu barneignarferli bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að halda eðlilegum fæðingum í umsjá ljósmæðra, sem eru sjálfstæð stétt og faglega færar um að taka ákvarðanir í fæðingum hvar á landinu sem þær vinna. Fjölskyldan myndar oft traust og gott samband við ljósmóður sína sem í litlu samfélagi varir oft og tíðum enn lengur en fæðingarferlið. Mikilvægt er að sama ljósmóðirin sinni sömu konunni og maka hennar frá fyrstu mæðraskoðun og eftir fæðingu og enn betra er ef sú samfella nær þar til barnið er orðið a.m.k. sex vikna. Stöndum vörð um barneignarþjónustuna á Íslandi og fækkum ekki fæðingarstöðum frekar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun