Eðlilegar fæðingar á landsbyggðinni Steina Þórey Ragnarsdóttir skrifar 4. október 2013 06:00 Mikilvægt er að huga að því hvert barneignarþjónustan á Íslandi stefnir. Áætlað er að 70-80% kvenna séu í eðlilegri meðgöngu og fæðingu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að ljósmæður eigi að sjá um konur í eðlilegri meðgöngu og fæðingu. Til að minnka tíðni keisaraskurða í heiminum þarf að leggja áherslu á eðlilegar fæðingar og huga að hormónajafnvægi konunnar en til þess að fæðingar gangi sem best þarf þetta hormónakerfi að vera í jafnvægi. Konur hafa oft ekki val um fæðingarstað og upplifa jafnvel að vera ekki við stjórn í eigin fæðingu. Breytingar á fæðingarþjónustunni á Íslandi urðu til þess að höfundur þessarar greinar gerði meistaraverkefni um útkomu fæðinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í febrúar sl. en búið er að breyta þeim fæðingarstað úr því að vera fæðingarstaður með aðgang að skurðstofu í fæðingarstað í umsjá ljósmæðra. Fæðingarstöðum má ekki fækka meira en verið hefur en þeim hefur fækkað úr fimmtán í níu á tíu árum og stefnir í fækkun um tvo til viðbótar, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum.Ljósmæðravaktin á HSS Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er búið að sameina mæðravernd og fæðingarþjónustu í eina deild sem nú heitir Ljósmæðravaktin. Sú breyting hefur í för með sér að hægt er að veita samfellda þjónustu þar sem konur hitta sömu ljósmóður á meðgöngu og jafnvel einnig eftir fæðinguna. Þar fæða konur sem eiga eðlilega meðgöngu að baki og búið er að flokka konur með tilliti til áhættu samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis. Á Ljósmæðravaktinni er lögð áhersla á rólegt umhverfi og eru konur hvattar til þess að fæða á náttúrlegan hátt. Í Reykjanesbæ er í boði meðgöngujóganámskeið í umsjá ljósmóður sem fræðir konurnar um hvernig hægt sé að nýta öndunina á ýmsum stigum fæðingarinnar ásamt slökun sem talið er að geti hjálpað til sem verkjastilling í fæðingu. Einnig er boðið upp á nálastungur á HSS frá 36. viku meðgöngunnar, það eru svokallaðar undirbúningsnálar þar sem konur koma einu sinni í viku fram að fæðingu. Rannsóknir sýna m.a. að undirbúningsnálar geta stytt útvíkkunarferli fæðingarinnar ásamt því að undirbúa legið og andlega þáttinn. Með því að stunda jóga á meðgöngu eru konur líklegri til þess að vera afslappaðri í fæðingunni, hafa aukið sjálfstæði, þekkja líkama sinn betur og vera með jákvæðara hugarfar. Konur sem hafa fengið undirbúningsnálar á HSS mynda tengsl við ljósmæður deildarinnar ásamt því að koma og tengjast fæðingarstaðnum. Þetta samræmist rannsóknum um þætti sem hafa áhrif á framgang fæðingar, en það er umhverfið í fæðingunni, hugmyndafræði umönnunarinnar, færni ljósmæðra og stefna fæðingarstaðarins.Niðurstöður úr meistaraverkefni Markmið meistararannsóknarinnar var að kanna útkomu fæðinga og undirbúnings á fæðingadeild HSS. Útkoman úr meistararannsókninni er að konum og börnum þeirra sem fæðast á HSS farnast vel. Meðaleinkunn barna eftir fæðingu (apgar) í rannsókninni er 8,5 eftir 1 mínútu og 9,7 eftir 5 mínútur en það er einkunn sem börnum er gefin til að meta þörf á frekari aðstoð eftir fæðingu og er góð útkoma ef börn fá meira en 7 í einkunn eftir 1 mínútu. Þessar niðurstöður gefa til kynna að öruggt er að fæða á HSS enda er búið að flokka konurnar með tilliti til áhættu. Einnig var áhugavert við niðurstöður rannsóknarinnar að útkoma alvarlegra fæðingaáverka hjá konum eru mjög fáir. Engin kona hlaut alvarlegan áverka (4. gráða) og ein kona hlaut meðalalvarlegan áverka (3. gráða) og má skoða það hvort það sé vegna fylgni við háa tíðni vatnsfæðinga en við HSS eru 45% kvenna að fæða í vatni. Notkun vatnsbaða stuðlar að slökun í fæðingu og hjálpar konum að komast í gegnum hana í rólegu umhverfi og hvetur til hormónajafnvægis hjá konunni. Hægt er að nálgast verkefnið í heild sinni á skemman.is.Fækkun er áhyggjuefni Á þessum tímum þarf að huga að kostnaði í heilbrigðisþjónustunni og við barnsfæðingar. Vitað er að kostnaður við eðlilegar fæðingar er lægri en við tæknifæðingar og ætti það að vera hvatning til að efla þjónustu við eðlilegar fæðingar, sem hefur í för með sér góða útkomu. Hátæknifæðingadeild ætti að vera eingöngu fyrir konur sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Flokkun kvenna eftir áhættu og góð samvinna ljósmæðra á minni fæðingarstöðum við ljósmæður og lækna á stofnunum með hærra þjónustustig skiptir miklu máli. Efla ætti ljósmæðrareknar einingar fyrir konur í eðlilegu barneignarferli bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að halda eðlilegum fæðingum í umsjá ljósmæðra, sem eru sjálfstæð stétt og faglega færar um að taka ákvarðanir í fæðingum hvar á landinu sem þær vinna. Fjölskyldan myndar oft traust og gott samband við ljósmóður sína sem í litlu samfélagi varir oft og tíðum enn lengur en fæðingarferlið. Mikilvægt er að sama ljósmóðirin sinni sömu konunni og maka hennar frá fyrstu mæðraskoðun og eftir fæðingu og enn betra er ef sú samfella nær þar til barnið er orðið a.m.k. sex vikna. Stöndum vörð um barneignarþjónustuna á Íslandi og fækkum ekki fæðingarstöðum frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að huga að því hvert barneignarþjónustan á Íslandi stefnir. Áætlað er að 70-80% kvenna séu í eðlilegri meðgöngu og fæðingu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að ljósmæður eigi að sjá um konur í eðlilegri meðgöngu og fæðingu. Til að minnka tíðni keisaraskurða í heiminum þarf að leggja áherslu á eðlilegar fæðingar og huga að hormónajafnvægi konunnar en til þess að fæðingar gangi sem best þarf þetta hormónakerfi að vera í jafnvægi. Konur hafa oft ekki val um fæðingarstað og upplifa jafnvel að vera ekki við stjórn í eigin fæðingu. Breytingar á fæðingarþjónustunni á Íslandi urðu til þess að höfundur þessarar greinar gerði meistaraverkefni um útkomu fæðinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í febrúar sl. en búið er að breyta þeim fæðingarstað úr því að vera fæðingarstaður með aðgang að skurðstofu í fæðingarstað í umsjá ljósmæðra. Fæðingarstöðum má ekki fækka meira en verið hefur en þeim hefur fækkað úr fimmtán í níu á tíu árum og stefnir í fækkun um tvo til viðbótar, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum.Ljósmæðravaktin á HSS Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er búið að sameina mæðravernd og fæðingarþjónustu í eina deild sem nú heitir Ljósmæðravaktin. Sú breyting hefur í för með sér að hægt er að veita samfellda þjónustu þar sem konur hitta sömu ljósmóður á meðgöngu og jafnvel einnig eftir fæðinguna. Þar fæða konur sem eiga eðlilega meðgöngu að baki og búið er að flokka konur með tilliti til áhættu samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis. Á Ljósmæðravaktinni er lögð áhersla á rólegt umhverfi og eru konur hvattar til þess að fæða á náttúrlegan hátt. Í Reykjanesbæ er í boði meðgöngujóganámskeið í umsjá ljósmóður sem fræðir konurnar um hvernig hægt sé að nýta öndunina á ýmsum stigum fæðingarinnar ásamt slökun sem talið er að geti hjálpað til sem verkjastilling í fæðingu. Einnig er boðið upp á nálastungur á HSS frá 36. viku meðgöngunnar, það eru svokallaðar undirbúningsnálar þar sem konur koma einu sinni í viku fram að fæðingu. Rannsóknir sýna m.a. að undirbúningsnálar geta stytt útvíkkunarferli fæðingarinnar ásamt því að undirbúa legið og andlega þáttinn. Með því að stunda jóga á meðgöngu eru konur líklegri til þess að vera afslappaðri í fæðingunni, hafa aukið sjálfstæði, þekkja líkama sinn betur og vera með jákvæðara hugarfar. Konur sem hafa fengið undirbúningsnálar á HSS mynda tengsl við ljósmæður deildarinnar ásamt því að koma og tengjast fæðingarstaðnum. Þetta samræmist rannsóknum um þætti sem hafa áhrif á framgang fæðingar, en það er umhverfið í fæðingunni, hugmyndafræði umönnunarinnar, færni ljósmæðra og stefna fæðingarstaðarins.Niðurstöður úr meistaraverkefni Markmið meistararannsóknarinnar var að kanna útkomu fæðinga og undirbúnings á fæðingadeild HSS. Útkoman úr meistararannsókninni er að konum og börnum þeirra sem fæðast á HSS farnast vel. Meðaleinkunn barna eftir fæðingu (apgar) í rannsókninni er 8,5 eftir 1 mínútu og 9,7 eftir 5 mínútur en það er einkunn sem börnum er gefin til að meta þörf á frekari aðstoð eftir fæðingu og er góð útkoma ef börn fá meira en 7 í einkunn eftir 1 mínútu. Þessar niðurstöður gefa til kynna að öruggt er að fæða á HSS enda er búið að flokka konurnar með tilliti til áhættu. Einnig var áhugavert við niðurstöður rannsóknarinnar að útkoma alvarlegra fæðingaáverka hjá konum eru mjög fáir. Engin kona hlaut alvarlegan áverka (4. gráða) og ein kona hlaut meðalalvarlegan áverka (3. gráða) og má skoða það hvort það sé vegna fylgni við háa tíðni vatnsfæðinga en við HSS eru 45% kvenna að fæða í vatni. Notkun vatnsbaða stuðlar að slökun í fæðingu og hjálpar konum að komast í gegnum hana í rólegu umhverfi og hvetur til hormónajafnvægis hjá konunni. Hægt er að nálgast verkefnið í heild sinni á skemman.is.Fækkun er áhyggjuefni Á þessum tímum þarf að huga að kostnaði í heilbrigðisþjónustunni og við barnsfæðingar. Vitað er að kostnaður við eðlilegar fæðingar er lægri en við tæknifæðingar og ætti það að vera hvatning til að efla þjónustu við eðlilegar fæðingar, sem hefur í för með sér góða útkomu. Hátæknifæðingadeild ætti að vera eingöngu fyrir konur sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Flokkun kvenna eftir áhættu og góð samvinna ljósmæðra á minni fæðingarstöðum við ljósmæður og lækna á stofnunum með hærra þjónustustig skiptir miklu máli. Efla ætti ljósmæðrareknar einingar fyrir konur í eðlilegu barneignarferli bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að halda eðlilegum fæðingum í umsjá ljósmæðra, sem eru sjálfstæð stétt og faglega færar um að taka ákvarðanir í fæðingum hvar á landinu sem þær vinna. Fjölskyldan myndar oft traust og gott samband við ljósmóður sína sem í litlu samfélagi varir oft og tíðum enn lengur en fæðingarferlið. Mikilvægt er að sama ljósmóðirin sinni sömu konunni og maka hennar frá fyrstu mæðraskoðun og eftir fæðingu og enn betra er ef sú samfella nær þar til barnið er orðið a.m.k. sex vikna. Stöndum vörð um barneignarþjónustuna á Íslandi og fækkum ekki fæðingarstöðum frekar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun