Fjárfestum í menntun Svanhildur María Ólafsdóttir skrifar 4. október 2013 06:00 Í nýjum aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla er lögð áhersla á skóla fyrir alla og heildstæða menntastefnu með skýrum skilum á milli skólastiga. Þar kemur einnig fram mikilvægi sveigjanleika á milli skólastiga þannig að nemendur hafi tækifæri til að sinna námi miðað við eigin námstöðu og þroska. Nemendur eiga jafnframt að hafa möguleika á að fara á milli skólastiga og/eða stunda nám á tveimur skólastigum samhliða. Lögð er áhersla á fjölbreytt viðfangsefni og starfshætti til að koma til móts við mismunandi þarfir ólíkra einstaklinga og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.Íslensk menntastefna felst í því að: koma til móts við margbreytilegar þarfir einstaklinga, hver nemandi fái nám miðað við þroska og getu, nám og daglegt líf nemenda einkennist af jafnrétti, lýðræði, sjálfbærni, sköpun og heilbrigði og velferð, sveigjanleiki sé í náminu, nemendur geti breytt um námsleiðir hvenær sem er eða tekið hlé á námi sínu, hver og einn fái tækifæri til að stunda nám alla ævi. Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi í dag starfa í anda þessarar stefnu og leita margvíslegra leiða til þess þrátt fyrir töluverðan niðurskurð fjármagns allan síðasta áratug.Vinnum saman Umræða á opinberum vettvangi er lituð af því að íslenska skólakerfið sé of dýrt og að framleiðniaukning sé ekki nægjanleg. Allir vilja gott menntakerfi. Foreldrar, ömmur og afar vilja það besta fyrir börnin sín. Neikvæð umræða um brottfall, framleiðniaukningu, óhagkvæmar rekstrareiningar og of há fjárframlög hefur áhrif á ímynd og upplifun allra sem koma að skólunum. Vænlegra er að ræða um þann góða árangur sem næst og alla sigrana sem unnir eru á hverjum degi í skólum landsins. Leik- og grunnskólar á Íslandi eru dýrir vegna þess að landið er stórt og strjálbýlt og miklar kröfur gerðar til alls umbúnaðar þeirra. Vinnum í lausnum og tökum okkur Finna til fyrirmyndar en þeir byggðu menntakerfi sitt upp með samvinnu, lausnamiðaðir og einhuga. Lykilhugsunin hjá þeim er að það séu margar leiðir til að byggja upp árangursríkt menntakerfi. Þeir lögðu áherslu á að meta til jafns árangur og ástundun nemenda og að mæla umbætur í námi og kennslu og árangur nemenda með alþjóðlegum stöðlum. Áhersla var lögð á fría menntun fyrir alla frá leikskóla til háskóla þar sem ríki og sveitarfélög bera kostnaðinn að mestu. Þá lögðu þeir ríka áherslu á gæði kennaramenntunar þar sem jöfn áhersla er á fagþekkingu og kennslufræði, sérstök áhersla var lögð á stærðfræði, raungreinar og lestur og að byggja upp fagmennsku kennara og skólastjórnenda. Nýleg lög og námskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla bjóða upp á margvísleg tækifæri til að byggja upp menntakerfi með góða og margbreytilega skóla og víðtæk sátt er um þá menntastefnu sem þar kemur fram. Það tók Finna tvo til þrjá áratugi að ná árangri og þeir gáfust ekki upp. Gefum okkur tíma og vinnum saman, leitum lausna og byggjum einhuga upp árangursríkt menntakerfi fyrir alla. Fjárfestum í menntun, allir munu njóta góðs af arðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í nýjum aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla er lögð áhersla á skóla fyrir alla og heildstæða menntastefnu með skýrum skilum á milli skólastiga. Þar kemur einnig fram mikilvægi sveigjanleika á milli skólastiga þannig að nemendur hafi tækifæri til að sinna námi miðað við eigin námstöðu og þroska. Nemendur eiga jafnframt að hafa möguleika á að fara á milli skólastiga og/eða stunda nám á tveimur skólastigum samhliða. Lögð er áhersla á fjölbreytt viðfangsefni og starfshætti til að koma til móts við mismunandi þarfir ólíkra einstaklinga og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.Íslensk menntastefna felst í því að: koma til móts við margbreytilegar þarfir einstaklinga, hver nemandi fái nám miðað við þroska og getu, nám og daglegt líf nemenda einkennist af jafnrétti, lýðræði, sjálfbærni, sköpun og heilbrigði og velferð, sveigjanleiki sé í náminu, nemendur geti breytt um námsleiðir hvenær sem er eða tekið hlé á námi sínu, hver og einn fái tækifæri til að stunda nám alla ævi. Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi í dag starfa í anda þessarar stefnu og leita margvíslegra leiða til þess þrátt fyrir töluverðan niðurskurð fjármagns allan síðasta áratug.Vinnum saman Umræða á opinberum vettvangi er lituð af því að íslenska skólakerfið sé of dýrt og að framleiðniaukning sé ekki nægjanleg. Allir vilja gott menntakerfi. Foreldrar, ömmur og afar vilja það besta fyrir börnin sín. Neikvæð umræða um brottfall, framleiðniaukningu, óhagkvæmar rekstrareiningar og of há fjárframlög hefur áhrif á ímynd og upplifun allra sem koma að skólunum. Vænlegra er að ræða um þann góða árangur sem næst og alla sigrana sem unnir eru á hverjum degi í skólum landsins. Leik- og grunnskólar á Íslandi eru dýrir vegna þess að landið er stórt og strjálbýlt og miklar kröfur gerðar til alls umbúnaðar þeirra. Vinnum í lausnum og tökum okkur Finna til fyrirmyndar en þeir byggðu menntakerfi sitt upp með samvinnu, lausnamiðaðir og einhuga. Lykilhugsunin hjá þeim er að það séu margar leiðir til að byggja upp árangursríkt menntakerfi. Þeir lögðu áherslu á að meta til jafns árangur og ástundun nemenda og að mæla umbætur í námi og kennslu og árangur nemenda með alþjóðlegum stöðlum. Áhersla var lögð á fría menntun fyrir alla frá leikskóla til háskóla þar sem ríki og sveitarfélög bera kostnaðinn að mestu. Þá lögðu þeir ríka áherslu á gæði kennaramenntunar þar sem jöfn áhersla er á fagþekkingu og kennslufræði, sérstök áhersla var lögð á stærðfræði, raungreinar og lestur og að byggja upp fagmennsku kennara og skólastjórnenda. Nýleg lög og námskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla bjóða upp á margvísleg tækifæri til að byggja upp menntakerfi með góða og margbreytilega skóla og víðtæk sátt er um þá menntastefnu sem þar kemur fram. Það tók Finna tvo til þrjá áratugi að ná árangri og þeir gáfust ekki upp. Gefum okkur tíma og vinnum saman, leitum lausna og byggjum einhuga upp árangursríkt menntakerfi fyrir alla. Fjárfestum í menntun, allir munu njóta góðs af arðinum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun