Íslenski boltinn

FH-ingar geta náð í verðlaun ellefta sumarið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Bjarnason hefur verið með öll tíu árin.
Freyr Bjarnason hefur verið með öll tíu árin. Mynd/Daníel
FH og Stjarnan spila í dag úrslitaleik um annað sæti Pepsi-deildar karla þegar liðin mætast á Kaplakrikavelli klukkan 14.00 en lokaumferðin fer öll fram á sama tíma.

FH hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar undanfarin tíu ár (sex sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum í 2. sæti) eða frá og með árinu 2003.

Freyr Bjarnason, sem lék 200. leik sinn fyrir FH um síðustu helgi, er eini leikmaðurinn sem hefur unnið öll þessi verðlaun.

FH er með eins stigs forskot á Stjörnuna og nægir því jafntefli. Bæði liðin hafa tryggt sér þátttökurétt í Evrópukeppninni.

Aðrir leikir dagsins eru: ÍBV-Þór, Breiðablik-Keflavík, ÍA-Fylkir, KR-Fram og Víkingur Ó-Valur.

FH-ingar - Ár í röð í verðlaunasæti2003 - 2. sæti (3 stigum á eftir KR)

2004 - Íslandsmeistarar

2005 - Íslandsmeistarar

2006 - Íslandsmeistarar

2007 - 2. sæti (1 stigi á eftir Val)

2008 - Íslandsmeistarar

2009 - Íslandsmeistarar

2010 - 2. sæti (Lakari markatala en Breiðablik)

2011 - 2. sæti (3 stigum á eftir KR)

2012 - Íslandsmeistarar

2013 - ?. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×