Eru stelpur heimskari en strákar? Birna Ketilsdóttir Schram skrifar 27. september 2013 06:00 Hin vinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hóf göngu sína fyrir 27 árum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur keppt öll árin og unnið átján sinnum, oftast allra skóla. Í þessi 27 skipti sem MR hefur tekið þátt hefur aðeins ein stelpa setið í liðinu. Af hverju skyldi það vera? Er það vegna þess að stelpur eru einfaldlega bara heimskari en strákar? Í vor tók ég við embætti inspector scholae, formanns Skólafélags MR. Hluti af starfi mínu felst í því að sjá um spurningalið MR í Gettu betur. Eitt af því fyrsta sem ég ræddi við þjálfara liðsins var hvernig við gætum hvatt stelpur til að taka þátt í Gettu betur án þess að nota kynjakvóta. Niðurstaðan var sú, í samráði við rektor MR, að halda forpróf sem lagt yrði í haust fyrir alla nemendur skólans í kennslustund. Mikil áhersla var lögð á að auglýsa prófið vel og á plakatinu stilltum við upp Gettu betur liði með tveimur stelpum og einum strák. Með því vildum við höfða til stelpna og hvetja þær til að taka þátt í prófinu. Áður hafði forprófið verið misvel auglýst og haldið eftir skóla þar sem þeir sem vildu gátu þreytt prófið. Aldrei hefur verið jafn góð þátttaka í forprófinu og í ár. Þrátt fyrir það skoruðu strákar hæst og voru þar af leiðandi valdir í liðið. Staðfestir þetta að strákar séu einfaldlega klárari en stelpur og að Gettu betur sé bara karlasport? Almennt er ég ekki hrifin af kynjakvóta. Ég myndi til dæmis ekki vilja gegna því embætti sem ég er í, af því að ég er stelpa, heldur vegna eigin verðleika. Samt sem áður studdi ég tillögu RÚV um kynjakvóta í Gettu betur, því það þarf að gera eitthvað meira, eitthvað róttækara, til þess að hvetja stelpur áfram. Kynjakvótinn er tilraunaverkefni til tveggja ára. Ég trúi því að það sé vel þess virði að prófa hvort hann hafi jákvæð áhrif því það hefur sýnt sig og sannað að um leið og stelpur hafa kvenfyrirmyndir eru mun meiri líkur á því að þær sjái sig sjálfar í því hlutverki og ýtir það við þeim til að komast þangað. Þetta gæti verið nauðsynleg leið til að stuðla að breytingum. Ekki viljum við vera í sömu sporum eftir önnur 27 ár og velta fyrir okkur áfram þeirri fáránlegu spurningu hvort stelpur séu virkilega heimskari en strákar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hin vinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hóf göngu sína fyrir 27 árum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur keppt öll árin og unnið átján sinnum, oftast allra skóla. Í þessi 27 skipti sem MR hefur tekið þátt hefur aðeins ein stelpa setið í liðinu. Af hverju skyldi það vera? Er það vegna þess að stelpur eru einfaldlega bara heimskari en strákar? Í vor tók ég við embætti inspector scholae, formanns Skólafélags MR. Hluti af starfi mínu felst í því að sjá um spurningalið MR í Gettu betur. Eitt af því fyrsta sem ég ræddi við þjálfara liðsins var hvernig við gætum hvatt stelpur til að taka þátt í Gettu betur án þess að nota kynjakvóta. Niðurstaðan var sú, í samráði við rektor MR, að halda forpróf sem lagt yrði í haust fyrir alla nemendur skólans í kennslustund. Mikil áhersla var lögð á að auglýsa prófið vel og á plakatinu stilltum við upp Gettu betur liði með tveimur stelpum og einum strák. Með því vildum við höfða til stelpna og hvetja þær til að taka þátt í prófinu. Áður hafði forprófið verið misvel auglýst og haldið eftir skóla þar sem þeir sem vildu gátu þreytt prófið. Aldrei hefur verið jafn góð þátttaka í forprófinu og í ár. Þrátt fyrir það skoruðu strákar hæst og voru þar af leiðandi valdir í liðið. Staðfestir þetta að strákar séu einfaldlega klárari en stelpur og að Gettu betur sé bara karlasport? Almennt er ég ekki hrifin af kynjakvóta. Ég myndi til dæmis ekki vilja gegna því embætti sem ég er í, af því að ég er stelpa, heldur vegna eigin verðleika. Samt sem áður studdi ég tillögu RÚV um kynjakvóta í Gettu betur, því það þarf að gera eitthvað meira, eitthvað róttækara, til þess að hvetja stelpur áfram. Kynjakvótinn er tilraunaverkefni til tveggja ára. Ég trúi því að það sé vel þess virði að prófa hvort hann hafi jákvæð áhrif því það hefur sýnt sig og sannað að um leið og stelpur hafa kvenfyrirmyndir eru mun meiri líkur á því að þær sjái sig sjálfar í því hlutverki og ýtir það við þeim til að komast þangað. Þetta gæti verið nauðsynleg leið til að stuðla að breytingum. Ekki viljum við vera í sömu sporum eftir önnur 27 ár og velta fyrir okkur áfram þeirri fáránlegu spurningu hvort stelpur séu virkilega heimskari en strákar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun