Innlent

170 milljónir í jöfnunarstyrki

Valur Grettisson skrifar
Flutningur vara út á land er styrktur sérstaklega.
Flutningur vara út á land er styrktur sérstaklega.
Greiddar hafa verið tæplega 170 milljónir króna í svokallaðan flutningsjöfnunarstyrk á þessu ári, samkvæmt vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

Markmiðið er að styðja framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna kostnað framleiðenda við flutning á vörum sínum.

Fyrirtæki á Norðurlandi eystra fengu mest í sinn hlut, eða rétt tæplega 100 milljónir króna. Vestfirðir komu þar næst með tæplega 40 milljónir og Norðurland vestra með rúmlega 20 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×