Allir geta átt líf Þorgeir Gestsson skrifar 17. september 2013 06:00 Það er ljóst að margir sem eru fylgjandi því að flugvöllur sé til staðar í Vatnsmýri nefna sjúkraflugið sem aðalástæðu fyrir þeirri skoðun sinni. Ýmsir þeirra segja að það séu til næg svæði önnur til að byggja. Ef fólksfjölgun er viðvarandi munu þessi svæði þó einnig að lokum fyllast og uppbygging utarlega heldur áfram. Eru einhver neikvæð áhrif af því fyrir bráðveikt fólk að búa í t.d. Úlfarsárdal miðað við að búa í Vatnsmýri? Rannsókn sem gæti svarað þessari spurningu var birt í Emergency Medical Journal árið 2007. Höfundarnir, Nicholl o.fl., athuguðu hvernig 10.315 sjúklingum í bráðri lífshættu reiddi af miðað við fjarlægð í beinni loftlínu frá sjúkrahúsinu sem tók fólkið til meðhöndlunar. Niðurstaðan var að fyrir hvern kílómetra sem fjarlægð jókst jukust dánarlíkur viðkomandi einstaklings um 2%. Úlfarsárdalur er u.þ.b. 8-9 km fjær Landspítala en Vatnsmýrin, sem myndi þýða að bráð veikindi þar hefðu í för með sér um 15-20% auknar líkur á láti sjúklingsins. Höfundarnir reikna út að þessi munur nægi til að skýra 1% allra dauðsfalla, þegar fjarlægð til sjúkrahúss er komin yfir 10 km. Nokkrir útreikningar til viðbótar gefa manni þá um það bil 1,5 viðbótardauðsföll árlega ef byggt er í Úlfarsárdal í stað Vatnsmýrar, miðað við 20.000 manna byggð. Sumir hafa lagt til flutning Landspítalans til Keflavíkur. Það myndi leggjast misþungt á sveitarfélögin eftir því hvernig þau eru staðsett með tilliti til Keflavíkur en gróflega áætlað myndu tapast 50 mannslíf á ári á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að sjúklingur af landsbyggðinni verði fyrir skaða vegna aukins flutningstíma verður hann í fyrsta lagi að þurfa inngrip sem eru oftast ekki á færi lækna í heimabyggð. Það er hér sem þynnast verulega raðir þeirra sem gætu skaðast. Allir læknar hafa lært að greina og meðhöndla stóran hluta bráðra veikinda sem ógna lífi. Súrefni, vökvar, nálar og litlir hnífar eru einföld en mikilvæg meðul en allir geta einnig gefið öndunarstuðning með lyfjum eða tækjum, hjartalyf, lyf til að viðhalda blóðþrýstingi, segaleysandi meðferð, sýklalyf, rafvendingu og fleira. Vissa innsýn í hlutfall sérhæfðra inngripa má til dæmis fá í grein í Emergency Medical Journal árið 2005 eftir Mushtaq og Ritchie, þar sem athugað var hverjar algengustu dánarorsakir fólks væru á bráðamóttökum. Fyrir stóran hluta bráðra veikinda þýðir þetta að búseta í 5 km fjarlægð frá lítilli heilbrigðisstofnun á landsbyggðinni getur verið betri en búseta í 6 km fjarlægð frá Landspítalanum. Er sjálfgefið að tefja alla sjúkraflutninga ákveðins hóps vegna þess að sumir telja að hluti af sjúkraflutningum annars hóps tefjist? Er öruggt að þeir tefjist? Mitt mat er að það sé ekki óumflýjanlegt að töf yrði á sjúkraflutningum utan af landi við brotthvarf Reykjavíkurflugvallar. Það eru ýmsar ódýrar mótvægisaðgerðir mögulegar sem geta jafnað og jafnvel stytt flutningstímann frá landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að margir sem eru fylgjandi því að flugvöllur sé til staðar í Vatnsmýri nefna sjúkraflugið sem aðalástæðu fyrir þeirri skoðun sinni. Ýmsir þeirra segja að það séu til næg svæði önnur til að byggja. Ef fólksfjölgun er viðvarandi munu þessi svæði þó einnig að lokum fyllast og uppbygging utarlega heldur áfram. Eru einhver neikvæð áhrif af því fyrir bráðveikt fólk að búa í t.d. Úlfarsárdal miðað við að búa í Vatnsmýri? Rannsókn sem gæti svarað þessari spurningu var birt í Emergency Medical Journal árið 2007. Höfundarnir, Nicholl o.fl., athuguðu hvernig 10.315 sjúklingum í bráðri lífshættu reiddi af miðað við fjarlægð í beinni loftlínu frá sjúkrahúsinu sem tók fólkið til meðhöndlunar. Niðurstaðan var að fyrir hvern kílómetra sem fjarlægð jókst jukust dánarlíkur viðkomandi einstaklings um 2%. Úlfarsárdalur er u.þ.b. 8-9 km fjær Landspítala en Vatnsmýrin, sem myndi þýða að bráð veikindi þar hefðu í för með sér um 15-20% auknar líkur á láti sjúklingsins. Höfundarnir reikna út að þessi munur nægi til að skýra 1% allra dauðsfalla, þegar fjarlægð til sjúkrahúss er komin yfir 10 km. Nokkrir útreikningar til viðbótar gefa manni þá um það bil 1,5 viðbótardauðsföll árlega ef byggt er í Úlfarsárdal í stað Vatnsmýrar, miðað við 20.000 manna byggð. Sumir hafa lagt til flutning Landspítalans til Keflavíkur. Það myndi leggjast misþungt á sveitarfélögin eftir því hvernig þau eru staðsett með tilliti til Keflavíkur en gróflega áætlað myndu tapast 50 mannslíf á ári á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að sjúklingur af landsbyggðinni verði fyrir skaða vegna aukins flutningstíma verður hann í fyrsta lagi að þurfa inngrip sem eru oftast ekki á færi lækna í heimabyggð. Það er hér sem þynnast verulega raðir þeirra sem gætu skaðast. Allir læknar hafa lært að greina og meðhöndla stóran hluta bráðra veikinda sem ógna lífi. Súrefni, vökvar, nálar og litlir hnífar eru einföld en mikilvæg meðul en allir geta einnig gefið öndunarstuðning með lyfjum eða tækjum, hjartalyf, lyf til að viðhalda blóðþrýstingi, segaleysandi meðferð, sýklalyf, rafvendingu og fleira. Vissa innsýn í hlutfall sérhæfðra inngripa má til dæmis fá í grein í Emergency Medical Journal árið 2005 eftir Mushtaq og Ritchie, þar sem athugað var hverjar algengustu dánarorsakir fólks væru á bráðamóttökum. Fyrir stóran hluta bráðra veikinda þýðir þetta að búseta í 5 km fjarlægð frá lítilli heilbrigðisstofnun á landsbyggðinni getur verið betri en búseta í 6 km fjarlægð frá Landspítalanum. Er sjálfgefið að tefja alla sjúkraflutninga ákveðins hóps vegna þess að sumir telja að hluti af sjúkraflutningum annars hóps tefjist? Er öruggt að þeir tefjist? Mitt mat er að það sé ekki óumflýjanlegt að töf yrði á sjúkraflutningum utan af landi við brotthvarf Reykjavíkurflugvallar. Það eru ýmsar ódýrar mótvægisaðgerðir mögulegar sem geta jafnað og jafnvel stytt flutningstímann frá landsbyggðinni.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun