Ekkert samráð haft við fagstéttir á Landspítala Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. september 2013 11:00 Ekki hefur verið rætt við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítalanum um að þessar stéttir fari að styðja við störf lækna á lyflækningasviði sjúkrahússins umfram það sem nú er. Fréttablaðið/GVA „Það hefur ekki verið rætt við okkur um að taka á okkur aukna vinnuskyldu. Við erum ekki tilbúin til þess nema við fáum hærri laun,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í svipaðan streng tekur Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraliða. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss frá því í síðustu viku um aðgerðir til að bæta stöðu lyflækningasviðs Landspítala kemur fram að skipa eigi starfshóp sem á að gera tillögur um hvernig eigi að láta meðal annars hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða styðja við störf lækna. Tillögur þar að lútandi eiga að liggja fyrir í lok nóvember á þessu ári.Kristín á. Guðmundsdóttir og Ólafur G. SkúlasonÓlafur og Kristín segja að áður en yfirlýsingin var send út hafi ekki verið haft neitt samráð við Félag hjúkrunarfræðinga eða Sjúkraliðafélag Íslands. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar telji að kominn sé tími til að endurskipuleggja verksvið allra heilbrigðisstétta svo sú þekking, menntun og færni sem hver stétt býr yfir nýtist til fullnustu. Hjúkrunarfræðingar séu reiðubúnir að vinna að endurskipulagningu, hins vegar sé gríðarlegt álag á hjúkrunarfræðingum í dag og það gangi ekki að þeir bæti á sig verkefnum bótalaust. Kristín segist fagna umræðu um endurskoðun á störfum heilbrigðisstétta. Það sé löngu tímabært að endurskoða starfssvið allra heilbrigðisstétta. Menntun sjúkraliða sé bæði vanmetin og vannýtt á Landspítalanum og fleiri sjúkrastofnunum. Hjúkrunarfræðingar séu oft og tíðum að vinna störf sjúkraliða og því þurfi að breyta. Að lokinni endurskoðun á starfsskyldum sé komið að því að því að ræða um hvernig eigi að greiða fyrir störf sjúkraliða. Kjarasamningar verði lausir fljótlega eftir áramót og kröfugerð sjúkraliða muni að hluta til byggjast á því hvernig störf þeirra verða skilgreind og metin. „Laun sjúkraliða eru allt of lág í dag en verði gerðar breytingar á starfssviði sjúkraliða ætti að opnast leið til að hækka laun þeirra,“ segir Kristín. Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
„Það hefur ekki verið rætt við okkur um að taka á okkur aukna vinnuskyldu. Við erum ekki tilbúin til þess nema við fáum hærri laun,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í svipaðan streng tekur Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraliða. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss frá því í síðustu viku um aðgerðir til að bæta stöðu lyflækningasviðs Landspítala kemur fram að skipa eigi starfshóp sem á að gera tillögur um hvernig eigi að láta meðal annars hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða styðja við störf lækna. Tillögur þar að lútandi eiga að liggja fyrir í lok nóvember á þessu ári.Kristín á. Guðmundsdóttir og Ólafur G. SkúlasonÓlafur og Kristín segja að áður en yfirlýsingin var send út hafi ekki verið haft neitt samráð við Félag hjúkrunarfræðinga eða Sjúkraliðafélag Íslands. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar telji að kominn sé tími til að endurskipuleggja verksvið allra heilbrigðisstétta svo sú þekking, menntun og færni sem hver stétt býr yfir nýtist til fullnustu. Hjúkrunarfræðingar séu reiðubúnir að vinna að endurskipulagningu, hins vegar sé gríðarlegt álag á hjúkrunarfræðingum í dag og það gangi ekki að þeir bæti á sig verkefnum bótalaust. Kristín segist fagna umræðu um endurskoðun á störfum heilbrigðisstétta. Það sé löngu tímabært að endurskoða starfssvið allra heilbrigðisstétta. Menntun sjúkraliða sé bæði vanmetin og vannýtt á Landspítalanum og fleiri sjúkrastofnunum. Hjúkrunarfræðingar séu oft og tíðum að vinna störf sjúkraliða og því þurfi að breyta. Að lokinni endurskoðun á starfsskyldum sé komið að því að því að ræða um hvernig eigi að greiða fyrir störf sjúkraliða. Kjarasamningar verði lausir fljótlega eftir áramót og kröfugerð sjúkraliða muni að hluta til byggjast á því hvernig störf þeirra verða skilgreind og metin. „Laun sjúkraliða eru allt of lág í dag en verði gerðar breytingar á starfssviði sjúkraliða ætti að opnast leið til að hækka laun þeirra,“ segir Kristín.
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira