Krefst milljóna fyrir handtökur við sendiráð Stígur Helgason skrifar 12. september 2013 07:00 Lárus brá sér enn á ný á Laufásveginn í gær og sat fyrir á mynd ofan á blómakerjunum umdeildu, undir vökulum augum sendiráðsvarðanna. Fréttablaðið/Vilhelm Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu tveggja og hálfrar milljónar króna í skaðabætur vegna þess að lögregla handtók hann í tvígang fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, fyrst í október 2009 og síðan í nóvember 2010. Bæði atvikin leiddu til dóms yfir Lárusi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Í fyrra skiptið var honum ekki gerð sérstök refsing en þurfti að greiða 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. Í það síðara varði hann sig sjálfur en var refsað með 50 þúsund króna sekt. Hvorugu málinu gat hann áfrýjað til Hæstaréttar vegna þess hversu lítil refsingin var. Lárus Páll viðurkennir að hann hafi sannarlega óhlýðnast lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig þar sem hann stóð í bæði skiptin innan við blómaker fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og mótmælti þar stríðsrekstri Bandaríkjanna á friðsamlegan hátt, í fyrra skiptið í félagi við aðra en í síðara skiptið einn með skilti sem á stóð „Elskum friðinn“. Lárus telur hins vegar að málið snúist um það hvort fyrirmælin sem hann óhlýðnaðist hafi verið lögleg eða ekki. „Það hefur aldrei verið tekið á því fyrir dómstólum,“ segir Lárus. „Má lögreglan segja fólki sem viðhefur tjáningu á almannafæri bara að fara? Ef þú neitar að hlýða lögreglunni ertu að brjóta lög sama hvaða fyrirmæli hún gefur þér. Það er ekki þannig að þú sért saklaus ef fyrirmælin eru ólögleg – það vantar alveg,“ bætir hann við. Í stefnunni, sem Katrín Oddsdóttir, lögmaður Lárusar, lagði fram í apríl, segir meðal annars að Lárus hafi ekki verið innan lóðamarka sendiráðsins við mótmælin, athafnir hans í borgarlandinu hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn lögum eða reglum. Þess vegna hafi lögreglan ekki haft neina lögmæta ástæðu til að skipa honum að færa sig og meint brot hans, að óhlýðnast fyrirmælunum, hafi því verið bein afleiðing af ólöglegum athöfnum lögreglumannanna. „Stefnandi er mikill baráttumaður fyrir bættum heimi og hefur í fjölda ára mótmælt stríðsrekstri með ýmsum hætti. Hann mun ekki leggja árar í bát fyrr en hann fær réttláta málsmeðferð og ef það krefst úrlausnar fyrir æðsta dómstól landsins eða eftir atvikum mannréttindadómstól Evrópu, um það hvort hann hafi átt rétt á að mótmæla með fyrrgreindum hætti fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, þá mun hann ekki láta það aftra sér,“ segir í stefnunni. Honum hafi verið nauðugur einn sá kostur að höfða einkamál í þessu skyni, fyrst hann hafi ekki fengið að áfrýja hinum dómunum þrátt fyrir beiðni þar um. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu tveggja og hálfrar milljónar króna í skaðabætur vegna þess að lögregla handtók hann í tvígang fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, fyrst í október 2009 og síðan í nóvember 2010. Bæði atvikin leiddu til dóms yfir Lárusi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Í fyrra skiptið var honum ekki gerð sérstök refsing en þurfti að greiða 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. Í það síðara varði hann sig sjálfur en var refsað með 50 þúsund króna sekt. Hvorugu málinu gat hann áfrýjað til Hæstaréttar vegna þess hversu lítil refsingin var. Lárus Páll viðurkennir að hann hafi sannarlega óhlýðnast lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig þar sem hann stóð í bæði skiptin innan við blómaker fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og mótmælti þar stríðsrekstri Bandaríkjanna á friðsamlegan hátt, í fyrra skiptið í félagi við aðra en í síðara skiptið einn með skilti sem á stóð „Elskum friðinn“. Lárus telur hins vegar að málið snúist um það hvort fyrirmælin sem hann óhlýðnaðist hafi verið lögleg eða ekki. „Það hefur aldrei verið tekið á því fyrir dómstólum,“ segir Lárus. „Má lögreglan segja fólki sem viðhefur tjáningu á almannafæri bara að fara? Ef þú neitar að hlýða lögreglunni ertu að brjóta lög sama hvaða fyrirmæli hún gefur þér. Það er ekki þannig að þú sért saklaus ef fyrirmælin eru ólögleg – það vantar alveg,“ bætir hann við. Í stefnunni, sem Katrín Oddsdóttir, lögmaður Lárusar, lagði fram í apríl, segir meðal annars að Lárus hafi ekki verið innan lóðamarka sendiráðsins við mótmælin, athafnir hans í borgarlandinu hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn lögum eða reglum. Þess vegna hafi lögreglan ekki haft neina lögmæta ástæðu til að skipa honum að færa sig og meint brot hans, að óhlýðnast fyrirmælunum, hafi því verið bein afleiðing af ólöglegum athöfnum lögreglumannanna. „Stefnandi er mikill baráttumaður fyrir bættum heimi og hefur í fjölda ára mótmælt stríðsrekstri með ýmsum hætti. Hann mun ekki leggja árar í bát fyrr en hann fær réttláta málsmeðferð og ef það krefst úrlausnar fyrir æðsta dómstól landsins eða eftir atvikum mannréttindadómstól Evrópu, um það hvort hann hafi átt rétt á að mótmæla með fyrrgreindum hætti fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, þá mun hann ekki láta það aftra sér,“ segir í stefnunni. Honum hafi verið nauðugur einn sá kostur að höfða einkamál í þessu skyni, fyrst hann hafi ekki fengið að áfrýja hinum dómunum þrátt fyrir beiðni þar um.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent