Krefst milljóna fyrir handtökur við sendiráð Stígur Helgason skrifar 12. september 2013 07:00 Lárus brá sér enn á ný á Laufásveginn í gær og sat fyrir á mynd ofan á blómakerjunum umdeildu, undir vökulum augum sendiráðsvarðanna. Fréttablaðið/Vilhelm Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu tveggja og hálfrar milljónar króna í skaðabætur vegna þess að lögregla handtók hann í tvígang fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, fyrst í október 2009 og síðan í nóvember 2010. Bæði atvikin leiddu til dóms yfir Lárusi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Í fyrra skiptið var honum ekki gerð sérstök refsing en þurfti að greiða 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. Í það síðara varði hann sig sjálfur en var refsað með 50 þúsund króna sekt. Hvorugu málinu gat hann áfrýjað til Hæstaréttar vegna þess hversu lítil refsingin var. Lárus Páll viðurkennir að hann hafi sannarlega óhlýðnast lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig þar sem hann stóð í bæði skiptin innan við blómaker fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og mótmælti þar stríðsrekstri Bandaríkjanna á friðsamlegan hátt, í fyrra skiptið í félagi við aðra en í síðara skiptið einn með skilti sem á stóð „Elskum friðinn“. Lárus telur hins vegar að málið snúist um það hvort fyrirmælin sem hann óhlýðnaðist hafi verið lögleg eða ekki. „Það hefur aldrei verið tekið á því fyrir dómstólum,“ segir Lárus. „Má lögreglan segja fólki sem viðhefur tjáningu á almannafæri bara að fara? Ef þú neitar að hlýða lögreglunni ertu að brjóta lög sama hvaða fyrirmæli hún gefur þér. Það er ekki þannig að þú sért saklaus ef fyrirmælin eru ólögleg – það vantar alveg,“ bætir hann við. Í stefnunni, sem Katrín Oddsdóttir, lögmaður Lárusar, lagði fram í apríl, segir meðal annars að Lárus hafi ekki verið innan lóðamarka sendiráðsins við mótmælin, athafnir hans í borgarlandinu hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn lögum eða reglum. Þess vegna hafi lögreglan ekki haft neina lögmæta ástæðu til að skipa honum að færa sig og meint brot hans, að óhlýðnast fyrirmælunum, hafi því verið bein afleiðing af ólöglegum athöfnum lögreglumannanna. „Stefnandi er mikill baráttumaður fyrir bættum heimi og hefur í fjölda ára mótmælt stríðsrekstri með ýmsum hætti. Hann mun ekki leggja árar í bát fyrr en hann fær réttláta málsmeðferð og ef það krefst úrlausnar fyrir æðsta dómstól landsins eða eftir atvikum mannréttindadómstól Evrópu, um það hvort hann hafi átt rétt á að mótmæla með fyrrgreindum hætti fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, þá mun hann ekki láta það aftra sér,“ segir í stefnunni. Honum hafi verið nauðugur einn sá kostur að höfða einkamál í þessu skyni, fyrst hann hafi ekki fengið að áfrýja hinum dómunum þrátt fyrir beiðni þar um. Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu tveggja og hálfrar milljónar króna í skaðabætur vegna þess að lögregla handtók hann í tvígang fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, fyrst í október 2009 og síðan í nóvember 2010. Bæði atvikin leiddu til dóms yfir Lárusi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Í fyrra skiptið var honum ekki gerð sérstök refsing en þurfti að greiða 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. Í það síðara varði hann sig sjálfur en var refsað með 50 þúsund króna sekt. Hvorugu málinu gat hann áfrýjað til Hæstaréttar vegna þess hversu lítil refsingin var. Lárus Páll viðurkennir að hann hafi sannarlega óhlýðnast lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig þar sem hann stóð í bæði skiptin innan við blómaker fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og mótmælti þar stríðsrekstri Bandaríkjanna á friðsamlegan hátt, í fyrra skiptið í félagi við aðra en í síðara skiptið einn með skilti sem á stóð „Elskum friðinn“. Lárus telur hins vegar að málið snúist um það hvort fyrirmælin sem hann óhlýðnaðist hafi verið lögleg eða ekki. „Það hefur aldrei verið tekið á því fyrir dómstólum,“ segir Lárus. „Má lögreglan segja fólki sem viðhefur tjáningu á almannafæri bara að fara? Ef þú neitar að hlýða lögreglunni ertu að brjóta lög sama hvaða fyrirmæli hún gefur þér. Það er ekki þannig að þú sért saklaus ef fyrirmælin eru ólögleg – það vantar alveg,“ bætir hann við. Í stefnunni, sem Katrín Oddsdóttir, lögmaður Lárusar, lagði fram í apríl, segir meðal annars að Lárus hafi ekki verið innan lóðamarka sendiráðsins við mótmælin, athafnir hans í borgarlandinu hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn lögum eða reglum. Þess vegna hafi lögreglan ekki haft neina lögmæta ástæðu til að skipa honum að færa sig og meint brot hans, að óhlýðnast fyrirmælunum, hafi því verið bein afleiðing af ólöglegum athöfnum lögreglumannanna. „Stefnandi er mikill baráttumaður fyrir bættum heimi og hefur í fjölda ára mótmælt stríðsrekstri með ýmsum hætti. Hann mun ekki leggja árar í bát fyrr en hann fær réttláta málsmeðferð og ef það krefst úrlausnar fyrir æðsta dómstól landsins eða eftir atvikum mannréttindadómstól Evrópu, um það hvort hann hafi átt rétt á að mótmæla með fyrrgreindum hætti fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, þá mun hann ekki láta það aftra sér,“ segir í stefnunni. Honum hafi verið nauðugur einn sá kostur að höfða einkamál í þessu skyni, fyrst hann hafi ekki fengið að áfrýja hinum dómunum þrátt fyrir beiðni þar um.
Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira