Atvinnutækifæri fyrir fólk með geðraskanir Árni Gunnarsson skrifar 6. september 2013 06:00 Á hverju ári greinast liðlega 1.200 manns með örorku hér á landi. Af þeim sem greinast með 75% örorku eru 37% í þeim hópi vegna geðraskana og 29% vegna kvilla í stoðkerfi. Árið 2011 greiddu Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðirnir rösklega 40 milljarða króna í örorkubætur. Mjög er orðið tímabært að taka upp starfsgetumat hér á landi. Í því felst að reynt er að greina getu öryrkja til starfa og almennrar þátttöku í samfélaginu. Í mörgum tilvikum er þá reynt að auka starfsgetuna með margs konar endurhæfingu og aðstoð af ýmsu tagi. Virk, starfsendurhæfingarsjóður SES, hefur þegar unnið merkilegt frumkvöðlastarf á þessu sviði. Núgildandi matskerfi örorku greinir eingöngu hvað einstaklingarnir geta ekki. Mikill meirihluti örorkulífeyrisþega vill vinna en aðeins 5% þeirra fá starf. Án efa er það þjóðhagslega mjög hagkvæmt að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja. Í hinum norrænu löndunum hefur tekist að draga verulega úr útgjöldum vegna örorkubóta með meiri og vaxandi atvinnuþátttöku öryrkja. Hér á landi þyrfti hið sama að gerast og er þátttaka vinnuveitenda mjög mikilvæg. Það er mjög tímabært að atvinnulífið, ríkisvaldið og samtök og stofnanir sem fjalla um málefni öryrkja leiti nýrra leiða til að opna öryrkjum aðgang að störfum og auki sveigjanleika gagnvart starfsmönnum, sem eiga á hættu að hverfa af vinnumarkaði. Í tillögum verkefnisstjórnar um aukna atvinnuþátttöku öryrkja er rætt um fjárhagslegan stuðning til atvinnurekenda, sem ráða starfsfólk með takmarkaða starfsgetu. Einnig að einstaklingar séu metnir eftir starfsgetu en ekki vangetu. Líta þurfi til atvinnumöguleika við ákvörðun bóta og bóta- og skattakerfi byggt upp svo það borgi sig að taka þátt í vinnumarkaði.Vinnuveitendur þurfa stuðning Almennt er álitið að fólk með geðraskanir eigi örðugra með að fara á vinnumarkað en aðrir öryrkjar. Þeir hafa oft lítið sjálfstraust eða trú á eigin getu, eru óvirkir, kljást við eigin fordóma og annarra og hafa óraunhæft mat á hvað séu eðlilegar tilfinningar. Vinnuveitendur eru líka oft óöruggir gagnvart þessum hópi og þurfa stuðning til að vinna úr erfiðleikum og efasemdum sem upp geta komið. Félagið Hlutverkasetur var stofnað árið 2005 með það að meginmarkmiði að nýta reynslu og þekkingu geðfatlaðra til atvinnusköpunar. Strax kom í ljós að mikil þörf var fyrir starfsemi af þessu tagi. Mikill fjöldi karla og kvenna sækir starfsstöðina í Borgartúni 1 í Reykjavík í hverjum mánuði. Þar er verulegt framboð á hvers konar námskeiðum og aðstoð. Félagið hóf fyrir skömmu verkefni undir nafninu „Útrás“ í þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með geðraskanir. Í Hlutverkasetri er fyrir hendi reynsla og þekking á þessum málaflokki. Sylviane Pétursson iðjuþjálfi er umsjónarmaður „Útrásarinnar“. Hún hefur í þrjá áratugi unnið við starfsendurhæfingu á geðsviði Landspítalans. Hún starfar við hlið Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra Hlutverkaseturs, en auk þess kemur að verkefninu Hlynur Jónasson, sem verður tengiliður við vinnuveitendur. Hér er athygli vakin á þessu verkefni til að hvetja vinnuveitendur, stjórnvöld, sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir til þátttöku í „Útrás“ Hlutverkaseturs og til að gaumgæfa mikilvægi þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku fólks með geðraskanir og öryrkja almennt. Hér má brúka orð úr auglýsingunni: „Allir vinna.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Á hverju ári greinast liðlega 1.200 manns með örorku hér á landi. Af þeim sem greinast með 75% örorku eru 37% í þeim hópi vegna geðraskana og 29% vegna kvilla í stoðkerfi. Árið 2011 greiddu Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðirnir rösklega 40 milljarða króna í örorkubætur. Mjög er orðið tímabært að taka upp starfsgetumat hér á landi. Í því felst að reynt er að greina getu öryrkja til starfa og almennrar þátttöku í samfélaginu. Í mörgum tilvikum er þá reynt að auka starfsgetuna með margs konar endurhæfingu og aðstoð af ýmsu tagi. Virk, starfsendurhæfingarsjóður SES, hefur þegar unnið merkilegt frumkvöðlastarf á þessu sviði. Núgildandi matskerfi örorku greinir eingöngu hvað einstaklingarnir geta ekki. Mikill meirihluti örorkulífeyrisþega vill vinna en aðeins 5% þeirra fá starf. Án efa er það þjóðhagslega mjög hagkvæmt að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja. Í hinum norrænu löndunum hefur tekist að draga verulega úr útgjöldum vegna örorkubóta með meiri og vaxandi atvinnuþátttöku öryrkja. Hér á landi þyrfti hið sama að gerast og er þátttaka vinnuveitenda mjög mikilvæg. Það er mjög tímabært að atvinnulífið, ríkisvaldið og samtök og stofnanir sem fjalla um málefni öryrkja leiti nýrra leiða til að opna öryrkjum aðgang að störfum og auki sveigjanleika gagnvart starfsmönnum, sem eiga á hættu að hverfa af vinnumarkaði. Í tillögum verkefnisstjórnar um aukna atvinnuþátttöku öryrkja er rætt um fjárhagslegan stuðning til atvinnurekenda, sem ráða starfsfólk með takmarkaða starfsgetu. Einnig að einstaklingar séu metnir eftir starfsgetu en ekki vangetu. Líta þurfi til atvinnumöguleika við ákvörðun bóta og bóta- og skattakerfi byggt upp svo það borgi sig að taka þátt í vinnumarkaði.Vinnuveitendur þurfa stuðning Almennt er álitið að fólk með geðraskanir eigi örðugra með að fara á vinnumarkað en aðrir öryrkjar. Þeir hafa oft lítið sjálfstraust eða trú á eigin getu, eru óvirkir, kljást við eigin fordóma og annarra og hafa óraunhæft mat á hvað séu eðlilegar tilfinningar. Vinnuveitendur eru líka oft óöruggir gagnvart þessum hópi og þurfa stuðning til að vinna úr erfiðleikum og efasemdum sem upp geta komið. Félagið Hlutverkasetur var stofnað árið 2005 með það að meginmarkmiði að nýta reynslu og þekkingu geðfatlaðra til atvinnusköpunar. Strax kom í ljós að mikil þörf var fyrir starfsemi af þessu tagi. Mikill fjöldi karla og kvenna sækir starfsstöðina í Borgartúni 1 í Reykjavík í hverjum mánuði. Þar er verulegt framboð á hvers konar námskeiðum og aðstoð. Félagið hóf fyrir skömmu verkefni undir nafninu „Útrás“ í þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með geðraskanir. Í Hlutverkasetri er fyrir hendi reynsla og þekking á þessum málaflokki. Sylviane Pétursson iðjuþjálfi er umsjónarmaður „Útrásarinnar“. Hún hefur í þrjá áratugi unnið við starfsendurhæfingu á geðsviði Landspítalans. Hún starfar við hlið Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra Hlutverkaseturs, en auk þess kemur að verkefninu Hlynur Jónasson, sem verður tengiliður við vinnuveitendur. Hér er athygli vakin á þessu verkefni til að hvetja vinnuveitendur, stjórnvöld, sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir til þátttöku í „Útrás“ Hlutverkaseturs og til að gaumgæfa mikilvægi þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku fólks með geðraskanir og öryrkja almennt. Hér má brúka orð úr auglýsingunni: „Allir vinna.“
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun