Atvinnutækifæri fyrir fólk með geðraskanir Árni Gunnarsson skrifar 6. september 2013 06:00 Á hverju ári greinast liðlega 1.200 manns með örorku hér á landi. Af þeim sem greinast með 75% örorku eru 37% í þeim hópi vegna geðraskana og 29% vegna kvilla í stoðkerfi. Árið 2011 greiddu Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðirnir rösklega 40 milljarða króna í örorkubætur. Mjög er orðið tímabært að taka upp starfsgetumat hér á landi. Í því felst að reynt er að greina getu öryrkja til starfa og almennrar þátttöku í samfélaginu. Í mörgum tilvikum er þá reynt að auka starfsgetuna með margs konar endurhæfingu og aðstoð af ýmsu tagi. Virk, starfsendurhæfingarsjóður SES, hefur þegar unnið merkilegt frumkvöðlastarf á þessu sviði. Núgildandi matskerfi örorku greinir eingöngu hvað einstaklingarnir geta ekki. Mikill meirihluti örorkulífeyrisþega vill vinna en aðeins 5% þeirra fá starf. Án efa er það þjóðhagslega mjög hagkvæmt að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja. Í hinum norrænu löndunum hefur tekist að draga verulega úr útgjöldum vegna örorkubóta með meiri og vaxandi atvinnuþátttöku öryrkja. Hér á landi þyrfti hið sama að gerast og er þátttaka vinnuveitenda mjög mikilvæg. Það er mjög tímabært að atvinnulífið, ríkisvaldið og samtök og stofnanir sem fjalla um málefni öryrkja leiti nýrra leiða til að opna öryrkjum aðgang að störfum og auki sveigjanleika gagnvart starfsmönnum, sem eiga á hættu að hverfa af vinnumarkaði. Í tillögum verkefnisstjórnar um aukna atvinnuþátttöku öryrkja er rætt um fjárhagslegan stuðning til atvinnurekenda, sem ráða starfsfólk með takmarkaða starfsgetu. Einnig að einstaklingar séu metnir eftir starfsgetu en ekki vangetu. Líta þurfi til atvinnumöguleika við ákvörðun bóta og bóta- og skattakerfi byggt upp svo það borgi sig að taka þátt í vinnumarkaði.Vinnuveitendur þurfa stuðning Almennt er álitið að fólk með geðraskanir eigi örðugra með að fara á vinnumarkað en aðrir öryrkjar. Þeir hafa oft lítið sjálfstraust eða trú á eigin getu, eru óvirkir, kljást við eigin fordóma og annarra og hafa óraunhæft mat á hvað séu eðlilegar tilfinningar. Vinnuveitendur eru líka oft óöruggir gagnvart þessum hópi og þurfa stuðning til að vinna úr erfiðleikum og efasemdum sem upp geta komið. Félagið Hlutverkasetur var stofnað árið 2005 með það að meginmarkmiði að nýta reynslu og þekkingu geðfatlaðra til atvinnusköpunar. Strax kom í ljós að mikil þörf var fyrir starfsemi af þessu tagi. Mikill fjöldi karla og kvenna sækir starfsstöðina í Borgartúni 1 í Reykjavík í hverjum mánuði. Þar er verulegt framboð á hvers konar námskeiðum og aðstoð. Félagið hóf fyrir skömmu verkefni undir nafninu „Útrás“ í þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með geðraskanir. Í Hlutverkasetri er fyrir hendi reynsla og þekking á þessum málaflokki. Sylviane Pétursson iðjuþjálfi er umsjónarmaður „Útrásarinnar“. Hún hefur í þrjá áratugi unnið við starfsendurhæfingu á geðsviði Landspítalans. Hún starfar við hlið Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra Hlutverkaseturs, en auk þess kemur að verkefninu Hlynur Jónasson, sem verður tengiliður við vinnuveitendur. Hér er athygli vakin á þessu verkefni til að hvetja vinnuveitendur, stjórnvöld, sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir til þátttöku í „Útrás“ Hlutverkaseturs og til að gaumgæfa mikilvægi þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku fólks með geðraskanir og öryrkja almennt. Hér má brúka orð úr auglýsingunni: „Allir vinna.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á hverju ári greinast liðlega 1.200 manns með örorku hér á landi. Af þeim sem greinast með 75% örorku eru 37% í þeim hópi vegna geðraskana og 29% vegna kvilla í stoðkerfi. Árið 2011 greiddu Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðirnir rösklega 40 milljarða króna í örorkubætur. Mjög er orðið tímabært að taka upp starfsgetumat hér á landi. Í því felst að reynt er að greina getu öryrkja til starfa og almennrar þátttöku í samfélaginu. Í mörgum tilvikum er þá reynt að auka starfsgetuna með margs konar endurhæfingu og aðstoð af ýmsu tagi. Virk, starfsendurhæfingarsjóður SES, hefur þegar unnið merkilegt frumkvöðlastarf á þessu sviði. Núgildandi matskerfi örorku greinir eingöngu hvað einstaklingarnir geta ekki. Mikill meirihluti örorkulífeyrisþega vill vinna en aðeins 5% þeirra fá starf. Án efa er það þjóðhagslega mjög hagkvæmt að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja. Í hinum norrænu löndunum hefur tekist að draga verulega úr útgjöldum vegna örorkubóta með meiri og vaxandi atvinnuþátttöku öryrkja. Hér á landi þyrfti hið sama að gerast og er þátttaka vinnuveitenda mjög mikilvæg. Það er mjög tímabært að atvinnulífið, ríkisvaldið og samtök og stofnanir sem fjalla um málefni öryrkja leiti nýrra leiða til að opna öryrkjum aðgang að störfum og auki sveigjanleika gagnvart starfsmönnum, sem eiga á hættu að hverfa af vinnumarkaði. Í tillögum verkefnisstjórnar um aukna atvinnuþátttöku öryrkja er rætt um fjárhagslegan stuðning til atvinnurekenda, sem ráða starfsfólk með takmarkaða starfsgetu. Einnig að einstaklingar séu metnir eftir starfsgetu en ekki vangetu. Líta þurfi til atvinnumöguleika við ákvörðun bóta og bóta- og skattakerfi byggt upp svo það borgi sig að taka þátt í vinnumarkaði.Vinnuveitendur þurfa stuðning Almennt er álitið að fólk með geðraskanir eigi örðugra með að fara á vinnumarkað en aðrir öryrkjar. Þeir hafa oft lítið sjálfstraust eða trú á eigin getu, eru óvirkir, kljást við eigin fordóma og annarra og hafa óraunhæft mat á hvað séu eðlilegar tilfinningar. Vinnuveitendur eru líka oft óöruggir gagnvart þessum hópi og þurfa stuðning til að vinna úr erfiðleikum og efasemdum sem upp geta komið. Félagið Hlutverkasetur var stofnað árið 2005 með það að meginmarkmiði að nýta reynslu og þekkingu geðfatlaðra til atvinnusköpunar. Strax kom í ljós að mikil þörf var fyrir starfsemi af þessu tagi. Mikill fjöldi karla og kvenna sækir starfsstöðina í Borgartúni 1 í Reykjavík í hverjum mánuði. Þar er verulegt framboð á hvers konar námskeiðum og aðstoð. Félagið hóf fyrir skömmu verkefni undir nafninu „Útrás“ í þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með geðraskanir. Í Hlutverkasetri er fyrir hendi reynsla og þekking á þessum málaflokki. Sylviane Pétursson iðjuþjálfi er umsjónarmaður „Útrásarinnar“. Hún hefur í þrjá áratugi unnið við starfsendurhæfingu á geðsviði Landspítalans. Hún starfar við hlið Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra Hlutverkaseturs, en auk þess kemur að verkefninu Hlynur Jónasson, sem verður tengiliður við vinnuveitendur. Hér er athygli vakin á þessu verkefni til að hvetja vinnuveitendur, stjórnvöld, sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir til þátttöku í „Útrás“ Hlutverkaseturs og til að gaumgæfa mikilvægi þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku fólks með geðraskanir og öryrkja almennt. Hér má brúka orð úr auglýsingunni: „Allir vinna.“
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun