Villta vestrið á leigumarkaði Pétur Ólafsson skrifar 4. september 2013 00:01 Íslenskur leigumarkaður er rústir einar. Verðið er uppsprengt og réttur leigjenda í besta falli óljós. Óvissan sem fylgir því að þurfa að yfirgefa húsnæði sitt með nokkurra vikna til nokkurra mánaða fyrirvara er afar mikil og er í ósamræmi við til að mynda réttindi húseigenda. Lítið framboð og mikil eftirspurn eftir leiguíbúðum hefur hækkað leiguverð fram úr öllu hófi en talið er að um 2000 leiguíbúðir vanti til að anna þeirri eftirspurn. Sumir leigjendur eru heppnir en aðrir eru óheppnir. Sem aftur þýðir að ekki er setið við sama borð. Hið opinbera getur heilmikið gert í málum leigjenda og hefur til þess ógrynni verkfæra. Með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga væri hægt að stórbæta stöðu leigjenda með því að auka réttindi þeirra og skyldur.Hvað er til ráða? Gott og vel. En hvað geta sveitarfélögin gert? Þau geta til að mynda markað sér stefnu að útvega lóðir og lönd til að leiguíbúðir rísi. Þannig gæti sveitarfélagið orðið hluti af byggingafélagi eða leigufélagi og nýtt styrk sinn innan bæjarmarka viðkomandi sveitarfélags. Reykjavíkurborg hefur nú þegar sett fram metnaðarfulla áætlun í þessum efnum en í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, ómar eftirspurnin um allt og virðist sem hugmyndafræði eða ósamstaða innan meirihlutans komi í veg fyrir aðgerðir.Ekkert er gert í Kópavogi Í Kópavogi hefur í stuttu máli ekkert verið gert fyrir leigjendur. Fyrri meirihluti var langt kominn með metnaðarfulla áætlun í málefnum leigjenda, m.a. með stofnun leigufélags. Útreikningar um að sá rekstur myndi standa undir sér liggja fyrir en slíkt verkefni strax eftir hrun hefði hjálpað mikið til að létta á þeim þrýstingi eftirspurnar á byggingu íbúða sem henta litlum fjölskyldum og einstaklingum sem eru að koma undir sig fótunum. Fjölbreytni í valkostum á húsnæði er hluti af nútímasamfélagi, hvort sem um er að ræða eign, leigu eða búseturétt. Það er því afar óheppilegt að stórt bæjarfélag eins og Kópavogur hafi í kjölfar meirihlutaskipta tekið meðvitaða ákvörðun um að gera ekkert fyrir leigjendur. Það er dapurlegt að hægrisinnaður meirihluti sem nú fer með stjórn Kópavogs vilji af prinsippástæðum ekki að hið opinbera komi að því að byggja upp traustan langtíma leigumarkað. Oddviti meirihlutans hefur ítrekað bent á að verja þurfi hagsmuni leigusala og aðkoma hins opinbera myndi mögulega vega að samkeppnisstöðu á leigumarkaði með lækkun leiguverðs. Á sama tíma og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir yfir vilja ráðuneytis síns til að vera gerandi á leigumarkaði heyrist ekkert frá meirihlutanum í Kópavogi. Verkfæri bæjarfélagsins eru til staðar á sama tíma og ekkert er gert til aðstoðar þeim mikla fjölda bæjarbúa sem vill búa í leiguhúsnæði. Eru stjórnmálamenn í Kópavogi virkilega að standa vaktina fyrir stóreignamenn frekar en leigjendur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur leigumarkaður er rústir einar. Verðið er uppsprengt og réttur leigjenda í besta falli óljós. Óvissan sem fylgir því að þurfa að yfirgefa húsnæði sitt með nokkurra vikna til nokkurra mánaða fyrirvara er afar mikil og er í ósamræmi við til að mynda réttindi húseigenda. Lítið framboð og mikil eftirspurn eftir leiguíbúðum hefur hækkað leiguverð fram úr öllu hófi en talið er að um 2000 leiguíbúðir vanti til að anna þeirri eftirspurn. Sumir leigjendur eru heppnir en aðrir eru óheppnir. Sem aftur þýðir að ekki er setið við sama borð. Hið opinbera getur heilmikið gert í málum leigjenda og hefur til þess ógrynni verkfæra. Með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga væri hægt að stórbæta stöðu leigjenda með því að auka réttindi þeirra og skyldur.Hvað er til ráða? Gott og vel. En hvað geta sveitarfélögin gert? Þau geta til að mynda markað sér stefnu að útvega lóðir og lönd til að leiguíbúðir rísi. Þannig gæti sveitarfélagið orðið hluti af byggingafélagi eða leigufélagi og nýtt styrk sinn innan bæjarmarka viðkomandi sveitarfélags. Reykjavíkurborg hefur nú þegar sett fram metnaðarfulla áætlun í þessum efnum en í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, ómar eftirspurnin um allt og virðist sem hugmyndafræði eða ósamstaða innan meirihlutans komi í veg fyrir aðgerðir.Ekkert er gert í Kópavogi Í Kópavogi hefur í stuttu máli ekkert verið gert fyrir leigjendur. Fyrri meirihluti var langt kominn með metnaðarfulla áætlun í málefnum leigjenda, m.a. með stofnun leigufélags. Útreikningar um að sá rekstur myndi standa undir sér liggja fyrir en slíkt verkefni strax eftir hrun hefði hjálpað mikið til að létta á þeim þrýstingi eftirspurnar á byggingu íbúða sem henta litlum fjölskyldum og einstaklingum sem eru að koma undir sig fótunum. Fjölbreytni í valkostum á húsnæði er hluti af nútímasamfélagi, hvort sem um er að ræða eign, leigu eða búseturétt. Það er því afar óheppilegt að stórt bæjarfélag eins og Kópavogur hafi í kjölfar meirihlutaskipta tekið meðvitaða ákvörðun um að gera ekkert fyrir leigjendur. Það er dapurlegt að hægrisinnaður meirihluti sem nú fer með stjórn Kópavogs vilji af prinsippástæðum ekki að hið opinbera komi að því að byggja upp traustan langtíma leigumarkað. Oddviti meirihlutans hefur ítrekað bent á að verja þurfi hagsmuni leigusala og aðkoma hins opinbera myndi mögulega vega að samkeppnisstöðu á leigumarkaði með lækkun leiguverðs. Á sama tíma og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir yfir vilja ráðuneytis síns til að vera gerandi á leigumarkaði heyrist ekkert frá meirihlutanum í Kópavogi. Verkfæri bæjarfélagsins eru til staðar á sama tíma og ekkert er gert til aðstoðar þeim mikla fjölda bæjarbúa sem vill búa í leiguhúsnæði. Eru stjórnmálamenn í Kópavogi virkilega að standa vaktina fyrir stóreignamenn frekar en leigjendur?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun