Villta vestrið á leigumarkaði Pétur Ólafsson skrifar 4. september 2013 00:01 Íslenskur leigumarkaður er rústir einar. Verðið er uppsprengt og réttur leigjenda í besta falli óljós. Óvissan sem fylgir því að þurfa að yfirgefa húsnæði sitt með nokkurra vikna til nokkurra mánaða fyrirvara er afar mikil og er í ósamræmi við til að mynda réttindi húseigenda. Lítið framboð og mikil eftirspurn eftir leiguíbúðum hefur hækkað leiguverð fram úr öllu hófi en talið er að um 2000 leiguíbúðir vanti til að anna þeirri eftirspurn. Sumir leigjendur eru heppnir en aðrir eru óheppnir. Sem aftur þýðir að ekki er setið við sama borð. Hið opinbera getur heilmikið gert í málum leigjenda og hefur til þess ógrynni verkfæra. Með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga væri hægt að stórbæta stöðu leigjenda með því að auka réttindi þeirra og skyldur.Hvað er til ráða? Gott og vel. En hvað geta sveitarfélögin gert? Þau geta til að mynda markað sér stefnu að útvega lóðir og lönd til að leiguíbúðir rísi. Þannig gæti sveitarfélagið orðið hluti af byggingafélagi eða leigufélagi og nýtt styrk sinn innan bæjarmarka viðkomandi sveitarfélags. Reykjavíkurborg hefur nú þegar sett fram metnaðarfulla áætlun í þessum efnum en í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, ómar eftirspurnin um allt og virðist sem hugmyndafræði eða ósamstaða innan meirihlutans komi í veg fyrir aðgerðir.Ekkert er gert í Kópavogi Í Kópavogi hefur í stuttu máli ekkert verið gert fyrir leigjendur. Fyrri meirihluti var langt kominn með metnaðarfulla áætlun í málefnum leigjenda, m.a. með stofnun leigufélags. Útreikningar um að sá rekstur myndi standa undir sér liggja fyrir en slíkt verkefni strax eftir hrun hefði hjálpað mikið til að létta á þeim þrýstingi eftirspurnar á byggingu íbúða sem henta litlum fjölskyldum og einstaklingum sem eru að koma undir sig fótunum. Fjölbreytni í valkostum á húsnæði er hluti af nútímasamfélagi, hvort sem um er að ræða eign, leigu eða búseturétt. Það er því afar óheppilegt að stórt bæjarfélag eins og Kópavogur hafi í kjölfar meirihlutaskipta tekið meðvitaða ákvörðun um að gera ekkert fyrir leigjendur. Það er dapurlegt að hægrisinnaður meirihluti sem nú fer með stjórn Kópavogs vilji af prinsippástæðum ekki að hið opinbera komi að því að byggja upp traustan langtíma leigumarkað. Oddviti meirihlutans hefur ítrekað bent á að verja þurfi hagsmuni leigusala og aðkoma hins opinbera myndi mögulega vega að samkeppnisstöðu á leigumarkaði með lækkun leiguverðs. Á sama tíma og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir yfir vilja ráðuneytis síns til að vera gerandi á leigumarkaði heyrist ekkert frá meirihlutanum í Kópavogi. Verkfæri bæjarfélagsins eru til staðar á sama tíma og ekkert er gert til aðstoðar þeim mikla fjölda bæjarbúa sem vill búa í leiguhúsnæði. Eru stjórnmálamenn í Kópavogi virkilega að standa vaktina fyrir stóreignamenn frekar en leigjendur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íslenskur leigumarkaður er rústir einar. Verðið er uppsprengt og réttur leigjenda í besta falli óljós. Óvissan sem fylgir því að þurfa að yfirgefa húsnæði sitt með nokkurra vikna til nokkurra mánaða fyrirvara er afar mikil og er í ósamræmi við til að mynda réttindi húseigenda. Lítið framboð og mikil eftirspurn eftir leiguíbúðum hefur hækkað leiguverð fram úr öllu hófi en talið er að um 2000 leiguíbúðir vanti til að anna þeirri eftirspurn. Sumir leigjendur eru heppnir en aðrir eru óheppnir. Sem aftur þýðir að ekki er setið við sama borð. Hið opinbera getur heilmikið gert í málum leigjenda og hefur til þess ógrynni verkfæra. Með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga væri hægt að stórbæta stöðu leigjenda með því að auka réttindi þeirra og skyldur.Hvað er til ráða? Gott og vel. En hvað geta sveitarfélögin gert? Þau geta til að mynda markað sér stefnu að útvega lóðir og lönd til að leiguíbúðir rísi. Þannig gæti sveitarfélagið orðið hluti af byggingafélagi eða leigufélagi og nýtt styrk sinn innan bæjarmarka viðkomandi sveitarfélags. Reykjavíkurborg hefur nú þegar sett fram metnaðarfulla áætlun í þessum efnum en í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, ómar eftirspurnin um allt og virðist sem hugmyndafræði eða ósamstaða innan meirihlutans komi í veg fyrir aðgerðir.Ekkert er gert í Kópavogi Í Kópavogi hefur í stuttu máli ekkert verið gert fyrir leigjendur. Fyrri meirihluti var langt kominn með metnaðarfulla áætlun í málefnum leigjenda, m.a. með stofnun leigufélags. Útreikningar um að sá rekstur myndi standa undir sér liggja fyrir en slíkt verkefni strax eftir hrun hefði hjálpað mikið til að létta á þeim þrýstingi eftirspurnar á byggingu íbúða sem henta litlum fjölskyldum og einstaklingum sem eru að koma undir sig fótunum. Fjölbreytni í valkostum á húsnæði er hluti af nútímasamfélagi, hvort sem um er að ræða eign, leigu eða búseturétt. Það er því afar óheppilegt að stórt bæjarfélag eins og Kópavogur hafi í kjölfar meirihlutaskipta tekið meðvitaða ákvörðun um að gera ekkert fyrir leigjendur. Það er dapurlegt að hægrisinnaður meirihluti sem nú fer með stjórn Kópavogs vilji af prinsippástæðum ekki að hið opinbera komi að því að byggja upp traustan langtíma leigumarkað. Oddviti meirihlutans hefur ítrekað bent á að verja þurfi hagsmuni leigusala og aðkoma hins opinbera myndi mögulega vega að samkeppnisstöðu á leigumarkaði með lækkun leiguverðs. Á sama tíma og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir yfir vilja ráðuneytis síns til að vera gerandi á leigumarkaði heyrist ekkert frá meirihlutanum í Kópavogi. Verkfæri bæjarfélagsins eru til staðar á sama tíma og ekkert er gert til aðstoðar þeim mikla fjölda bæjarbúa sem vill búa í leiguhúsnæði. Eru stjórnmálamenn í Kópavogi virkilega að standa vaktina fyrir stóreignamenn frekar en leigjendur?
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun