Atlaga Obama gegn uppljóstrurum, bandarísku stjórnarskránni og lýðræðislegu samfélagi: Fyrsti hluti Mikael Allan Mikaelsson skrifar 3. september 2013 06:00 Það ætti að vekja ugg meðal almennings í lýðræðislegum samfélögum þegar bókmenntaverkið „1984“ eftir George Orwell fer að líkjast sagnfræðiriti frekar en skáldsagnaverki. Á fyrsta forsetaári Dwights D. Eisenhower (1953-1961) varaði Bandaríkjaforsetinn við hörðum árásum á einstaklingsfrelsi og borgaraleg réttindi á tímum þegar lýðræðislegum þjóðfélögum líður eins og þau lifi í stöðugu stríðsástandi, en Vesturlöndin hafa verið í stöðugu stríði við hryðjuverkaógnina síðan 11. sept. 2001. Hryðjuverk hafa í raun aldrei verið Bandaríkjamönnum framandi fyrirbæri, jafnvel fyrir hryðjuverkaáras Al-Qaeda á tvíburaturnana í New York. Meðal annars létust 168 manns og um 700 manns slösuðust í hryðjuverkaárásinni á Oklahoma (e. Oklahoma City Bombing) árið 1995, sem framkvæmd var af bandarísku hryðjuverkamönnunum Timothy McVeigh og Terry Nichols. Í gegnum megnið af áttunda áratugnum urðu Bandaríkjamenn einnig fórnarlömb fjöldamargra hryðjuverka sem framin voru meðal annars af róttækum þjóðernissinnum frá Púertó Ríkó, öfga-vinstrihreyfingunni Weather-Underground og harðlínusamtökum gyðinga (e. The Jewish Defence League). Jafnvel Wall-Street-hverfið hefur orðið fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum, en árið 1993 stóðu róttækir íslamistar fyrir sprengjutilræði á World Trade Center sem kostaði sex manns lífið og slasaði um eitt þúsund manns. Auk þess varð Wall-Street fyrir stórri sprengjuárás árið 1920 sem kostaði næstum fjörutíu manns lífið, en árásin var talin skipulögð af ítölskum anarkistum. Þrátt fyrir allan þann fjölda hryðjuverkaárása sem Bandaríkin hafa orðið fyrir á síðustu öld, stafaði borgaralegum grundvallarréttindum og einstaklingsfrelsi aldrei jafnmikil ógn af stjórnvöldum og nú í dag. Á síðastliðnum áratug, í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 í New York, hefur bandarískt samfélag smám saman byrjað að líkjast Oceania-heiminum úr hinu sígilda bókmenntaverki Orwells, sem einkennist af sívarandi stríði, allsráðandi ríkisstjórn og umfangsmiklu eftirlitskerfi sem njósnar um eigin samfélagsþegna. Bandarískir fjölmiðlar hafa þar gegnt veigamiklu hlutverki, enda hefur fréttaflutningur þar vestanhafs á undanförnum áratug einkennst af einsleitinni túlkun á eðli hryðjuverkaógnarinnar og miklum hræðsluáróðri. Mistúlkun fjölmiðla á forsendum og eðli hryðjuverka, skapaði meðal annars réttlætingu fyrir atlögu George W. Bush (fyrrverandi Bandaríkjaforseta) gegn bandarísku stjórnarskránni, með innlimun hinna svokölluðu ættjarðarlaga (e. Patriot Act). Ættjarðarlögin veittu bandarískum stjórnvöldum fordæmalaus völd til að fá aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum um bandaríska þegna og stunda leynilegar hleranir á bandarískum þegnum án þeirra vitundar. Ættjarðarlögin voru fjarri því að vera skrifuð sem hluti af sértækri aðgerðaáætlun gegn hryðjuverkaógn Al-Qaeda, heldur voru lögin einungis samansafn af almennum valdaákvæðum sem lögreglu- og þjóðaröryggisstofnanir voru búnar að berjast fyrir í áratugi fyrir 9/11 árásina, og voru samþykktar samstundis á tíma ofsahræðslu. Þó að ættjarðarlögin mættu gríðarlegri mótstöðu meðal Bandaríkjamanna á báðum vængjum stjórnmála, voru frjálslyndir og vinstrimenn sérstaklega harðir í gagnrýni sinni á því sem þeir álitu atlögu á borgaraleg réttindi og friðhelgi einstaklingsins, enda var fyrsta grein bandarísku stjórnarskrárinnar borin til grafar daginn sem ættjarðarlögin tóku gildi. Í dag hefur hins vegar mikilvægi bandarísku stjórnarskrárinnar því miður fjarað út meðal stórs hluta framsækinna og frjálslyndra Bandaríkjamanna.Uppljóstranir Edward Snowden Grunnstoðum lýðræðis í hinum vestræna heimi stafar í dag gríðarleg ógn af þeirri njósna- og eftirlitsstarfsemi sem stunduð er af bandarískum yfirvöldum, undir hinum fölsku formerkjum „stríð gegn hryðjuverkum“. Nýlegar uppljóstranir hins 29 ára gamla Edwards Snowden, sem birtust í breska fréttablaðinu Guardian, leiddu í ljós að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hefur stundað allsherjar eftirlit og söfnun á upplýsinga- og samskiptagögnum um bandarískan almenning án heimildar. Samkvæmt Snowden, sem starfaði hjá tækniráðgjafarfyrirtækinu Booz Allen Hamilton og er fyrrverandi verktaki hjá bandarísku leyniþjónustunni, stóð Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna á bak við stofnun lýsigagnavers (metadata) og gagnagreiningarkerfis undir nafninu PRISM, en PRISM-verkefnið gekk út á að notfæra sér einkarekin verktakafyrirtæki líkt og Booz Allen til að stunda eftirlit og afla gagna um venjulega bandaríska borgara frá samskiptafyrirtækjum á borð við Verizon, Microsoft, Google, Facebook, Skype og Apple. Eftirlitsstarfsemi og gagnasöfnun Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er í raun svo umfangsmikil að hún nær út fyrir heimildir ættjarðarlaganna, en PRISM-verkefnið var harkalega gagnrýnt af einum af höfundum ættjarðarlaganna, repúblikanaþingmanninum Frank J. Sensenbrenner. Uppljóstranir Snowden komu bandarískum stjórnvöldum illa. Einungis nokkrum mánuðum áður hafði James Clapper, yfirmaður þjóðaröryggis í Bandaríkjunum, verið viðstaddur vitnaleiðslur hjá sérstakri öldungadeildarþingnefnd sem fer með yfirumsjón með starfsemi Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, þar sem Clapper svaraði neitandi fyrirspurn Rons Wyden þingmanns, demókrata, þess efnis hvort stofnunin hefði getuna til að stunda slíka eftirlitsstarfsemi og gagnaöflun. Uppljóstranir Snowdens gáfu því til kynna að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hefði blekkt eigin umsjónarmenn og eftirlitsaðila varðandi starfsemi sína. Þó svo að starfsemi bandarískra leyniþjónustustofnana (þar á meðal lýsigagnaverið og PRISM-verkefnið) sé einnig undir umsjón og eftirliti FISA-réttarins, er þessi stofnun fjarri því að vera óháð, gegnsæ eða lýðræðisleg í eðli sínu. FISA-rétturinn var stofnaður í kjölfar umfangsmikils stjórnmálahneykslis sem átti sér stað á miðjum áttunda áratugnum þegar bandaríska þingið uppgötvaði að alríkisstofnanir hefðu stundað umfangsmiklar og ólöglegar njósnir um bandarískar verkalýðshreyfingar, mannréttindasamtök og stjórnmálaandstæðinga. Samkvæmt bandarískum stjórnvöldum ber FISA-rétturinn ábyrgð á að starfsemi leyniþjónustustofnana brjóti ekki lög eða fari út fyrir heimildir sínar. Vandinn er hins vegar sá að FISA-dómnefndin er skipuð með leynilegum hætti af forseta hæstaréttar (John Roberts), sem er sjálfur skipaður af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. En þar sem þjóðaröryggis- og leyniþjónustustofnanirnar fara oft eftir tilskipun bandarískra stjórnvalda, þýðir þetta einfaldlega að eftirlitsstofnunin er skipuð af þeim sem stofnunin á að hafa eftirlit með. Auk þess hefur rétturinn einungis í ellefu tilfellum hafnað beiðni leyniþjónustustofnana um eftirlitsaðgerðir (á borð við símahleranir og njósnir á tölvupósti) frá stofnun FISA-réttarins árið 1979, en á þessum tíma hefur réttinum borist tæplega 34 þúsund beiðnir. Einungis á síðasta ári fékk FISA-rétturinn 1.800 beiðnir um eftirlitsstörf og í öllum tilfellum voru beiðnirnar samþykktar. Með öðrum orðum er rétturinn einungis lagalegur stimpill sem veitir bandarískum yfirvöldum lagalegan rétt til að taka þátt í starfsemi sem brýtur gegn sjálfri bandarísku stjórnarskránni. Slíkur skortur á innlendu eða alþjóðlegu eftirliti og ábyrgðaraðilum á starfsemi bandarísku ríkisstjórnarinnar og leyniþjónustustofnana, tryggir í raun að valdamisnotkun mun eiga sér stað. Eftir að hafa lekið þessum upplýsingum til breska rannsóknarblaðamannsins Glenns Greenwald hjá breska dagblaðinu Guardian (og Bartons Gellman, blaðamanni hjá Washington Post), flúði Snowden fyrst til Hong Kong og síðar til Moskvu, af ótta við að verða framseldur til Bandaríkjanna og þar ákærður. Áhyggjur Snowdens voru vitanlega á sterkum rökum reistar, enda ákvað ríkisstjórn Obama einungis viku eftir PRISM-uppljóstrunina, að kæra Snowden fyrir njósnir og hefur hún farið fram á við Rússa að þeir framselji Snowden hið fyrsta til Bandaríkjanna. Þegar litið er yfir forsetatímabil Obama, koma viðbrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart Snowden lítið á óvart. Þó svo að orðræða Obama hafi ávallt einkennst af skynsemi, hófsemi og yfirvegun, hafa aðgerðir og viðbrögð hans í veruleikanum reynst vera allt önnur.Brostnar vonir um Obama Fyrir um fimm árum var ungur, framsækinn og frjálslyndur frambjóðandi demókrata í miðri kosningabaráttu til forseta Bandaríkjanna. Barack Obama var táknmynd nýrra og breyttra tíma í bandarískum stjórnmálum, enda var hann háskólamenntaður í stjórnarskrárlögum, starfaði sem mannréttindalögfræðingur og var eitilharður andstæðingur Íraksstríðsins. Í kosningabaráttu sinni boðaði Obama nýja stjórnunarhætti, og lofaði hann að styrkja borgaraleg réttindi og auka gegnsæi í opinberri stjórnsýslu. Eitt af helstu forgangsatriðum Obama í utanríkismálum var að endurbyggja traust múslíma og araba í Mið-Austurlöndunum í garð Bandaríkjanna með því að leggja niður þá árásargjörnu íhlutunarstefnu í Mið-Austurlöndum sem einkenndi forsetatíð forvera hans (þ.e. George W. Bush); þar á meðal draga úr hernaðaraðgerðum í Mið-Austurlöndum, binda enda á hernámið í Írak og loka hinum illræmdu Guantanamo-fangelsisbúðum. Nú, rúmlega fimm árum eftir hinn stórkostlega kosningasigur í desembermánuði 2008, búa Bandaríkjamenn við forseta mjög ólíkan þeim sem frjálslyndir umbótasinnar höfðu búist við. Í dag eru Guantanamo Bay-fangabúðirnar enn á sínum stað, þar sem um 166 manns hefur verið haldið föngnum í meira en áratug við skert mannréttindi og án ákæru og réttarhalda (meira en 70 þeirra eru saklausir, að vitund bandarískra stjórnvalda). Þó svo að áætlanir Obama um endalok hernámsins í Írak séu langt á veg komnar, var geta bandarískra stjórnvalda til áframhaldandi hernáms einungis gerð ómöguleg vegna aukinnar andstöðu og mótmæla írakskra þegna gegn áframhaldandi hernámi vegna leka bandaríska hermannsins Bradleys Manning (sem nú gengur undir nafninu Chelsea Mannings) til Wikileaks-samtakanna. Gögnin sem Bradley lak sviptu hulunni af fjöldamorðum bandarískra hermanna á saklausum borgurum í Bagdad; þar á meðal var myndband sem sýndi loftárásir bandarískra Apache-herþyrlna á saklausa borgara þar sem meðal annars drápust tveir fréttamenn frá fréttaveitunni Reuters. Obama forseti hefur einnig borið ábyrgð á fjórfaldri aukningu á beitingu ómannaðra loftfara (e. drones) í leynilegum hernaðaraðgerðum. Þetta gengur ekki einungis gegn fullveldi annarra ríkja, heldur hefur einnig fram að þessu kostað á bilinu 500-1.200 saklausa borgara lífið í Pakistan, Afganistan, Jemen og víðar (þar á meðal yfir 200 börn). Auk þess hefur Obama sett saman sérstakan „drápslista“ yfir mannleg skotmörk sem ómönnuðum loftförum er heimilt að útrýma án dóms og laga, en þessar hernaðaraðgerðir brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni. Fyrr á þessu ári birti fjölmiðillinn NBC trúnaðarskjöl (þekkt sem „The White Papers“ á ensku) sem var lekið út úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og veittu innsýn í lögfræðilega ígrundaðar siðareglur (og röksemdarfærslur) Obama-ríkisstjórnarinnar varðandi hernaðaraðgerðir með ómönnuðum loftförum. Þessi skjöl ollu pólitísku fjaðrafoki, enda gáfu þau til kynna að Obama forseti hafi í raun gengið enn lengra en Bush í atlögu sinni gegn bandarísku stjórnarskránni. Við yfirferð á skjölunum kom til dæmis í ljós að ríkisstjórn Obama hefur veitt sér lagalegan rétt til að drepa bandaríska þegna með ómönnuðum loftförum jafnvel þótt viðkomandi séu a) ekki meðlimir Al-Qaeda, b) ekki staðsettir á átakasvæðum eða eigi þátt í átökum og c) ekki að ráðgera árás á Bandaríkin. Skjölin sýndu einnig að stjórnvöld þurfa ekki að leggja fram nein sönnunargögn um sekt fórnarlambsins fyrir eða eftir loftárás, né þurfa slíkar aftökuaðgerðir stjórnvalda (sem eiga sér stað án dóms og laga) að lúta nokkru eftirliti eða umsjón. Lauslegar skilgreiningar á óskýrum ákvæðum skýrslunnar gera það einnig að verkum a) að enginn greinarmunur er gerður á hugtökunum „vopnaður“ og „árásargjarn“, b) að „stríðið gegn hryðjuverkum“ er orðið að eilífðarstríðsástandi og c) að stjórnvöld geta mögulega beitt loftárásum með ómönnuðum loftförum á bandarískri grundu. Þrátt fyrir að hafa kennt stjórnarskrárlög við Háskólann í Chicago (e. University of Chicago), kom þessi afbökun Obama á lýðræðislegri umgjörð bandarískrar stjórnsýslu lítið á óvart, enda hefur ríkisstjórnin frá embættistöku hans reglulega gerst sek um að brjóta gegn stjórnarskránni í fjölda tilvika, þar á meðal; 1. Fyrstu grein stjórnarskrárinnar sem tryggir friðhelgi einkalífsins, með því að heimila leyniþjónustustofnun að stunda allsherjareftirlits- og njósnastarfsemi um saklausa bandaríska þegna. 2. Fjórðu grein stjórnarskrárinnar sem tryggir rit- og tjáningarfrelsi, með því að skilgreina uppljóstranir um spillingu, vanrækslu og ólögleg athæfi innan opinberrar stjórnsýslu, sem landráð, með misbeitingu njósnalaganna frá 1917. 3. Fimmtu grein stjórnarskrárinnar sem bannar aftöku stjórnvalda á bandarískum þegnum án dóms og laga, með því að heimila loftárásir Bandaríkjahers í Jemen sem kostaði hinn 16 ára gamla bandaríska borgara Abdulrahman al-Awlaki lífið. 4. Sjöttu grein stjórnarskrárinnar sem tryggir réttindi bandarískra þegna til snöggra og opinberra réttarhalda, með því að láta Bradley Mannings sæta þriggja ára fangelsisvistun án réttarhalda. 5. Áttundu grein stjórnarskrárinnar sem bannar ástundun grimmilegrar meðferðar eða pyntingar, með flutningi bandarískra stjórnvalda á föngum til erlendra leyniþjónustustofnana til pyntingar. Bandaríska stjórnarskráin er vafalaust mikilvægasta lagastoð bandarísku þjóðarinnar, enda er hlutverk hennar að leggja fram lagaramma sem tryggir grunnstoðir lýðræðis í bandarísku samfélagi. En af ofangreindum tilfellum að dæma er augljóst að Obama Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hafa staðfastlega grafið undan bandarísku lýðræði með misbeitingu framkvæmdarvaldsins og hættulegum fordæmum.Forseti í felum Gegnsæi í opinberri stjórnsýslu er undirstaða raunverulegs lýðræðis, en þegar starfsemi stjórnvalda á sér stað á bak við luktar dyr gegna upplýsingaleki og uppljóstranir gríðarlega nauðsynlegu hlutverki til að koma í veg fyrir pólitíska vanrækslu, vanhæfni, spillingu og valdamisnotkun stjórnvalda. Uppljóstranir eru ákveðin þungamiðja fyrir skilvirkni og gagnrýni fjölmiðla á bæði stjórnvöldum og einkaframtakinu, og eru því eitt mikilvægasta verkfæri lýðræðissamfélags til að veita pólitískt aðhald og eftirlit með yfirvaldi. Án uppljóstrana verður skortur á gagnrýnum fjölmiðlum. Án gagnrýninna fjölmiðla verður skortur á samfélagslegu gegnsæi og án gegnsæis verður lýðræði lítið annað en ofnotað hugtak sem á sér engan stað í raunveruleikanum. Þegar litið er á stefnu Obama um gegnsæi í opinberri stjórnsýslu er ferill forsetans hingað til í þeim efnum afar dapurlegur. Á forsetatímabili sínu hefur Obama flokkað fleiri opinber gögn sem leynileg en nokkur annar Bandaríkjaforseti, en til að mynda voru meira en 92 milljónir opinberra skjala flokkuð sem leynileg af ríkisstjórn Obama árið 2011. Atlaga Obama gegn gegnsæi stjórnvalda endurspeglast þó skýrast í árásum forsetans á uppljóstrara. Fyrir einungis nokkrum vikum upplýsti AP fréttaveitan að bandaríska dómsmálaráðuneytið hefði lagt hald á samskiptagögn frá 20 símalínum AP, í þeim tilgangi að komast að uppsprettu upplýsingaleka fjölmiðilsins sem kom upp um aðgerð bandarísku leyniþjónustunnar í Jemen til að koma í veg fyrir sprengjutilræði Al-Qaeda í farþegaflugvél á leið til Bandaríkjanna. Einnig birti dagblaðið Washington Post nýverið grein sem skýrði frá því hvernig bandaríska dómsmálaráðuneytið (undir stjórn Obama) heimilaði alríkislögreglunni ítarlegar og fordæmalausar njósnir á fréttamanni Fox News sjónvarpsstöðvarinnar, James Rosen, eftir að hann hafði birt fréttaskýringu um áætlaðar kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu í kjölfar aukinna viðskiptaþvingana frá Sameinuðu þjóðunum. Alríkissaksóknari Bandaríkjanna, Eric Holder, réttlætti njósnir alríkislögreglunnar á James Rosen fréttamanni á þeim forsendum að Rosen hefði verið grunaður um þátt í samsæri við að leka mikilvægum og leynilegum upplýsingum. En samkvæmt þessu hafa bandarísk stjórnvöld þar með skilgreint þann hluta rannsóknarblaðamennsku sem felur í sér upplýsingaöflun, sem glæpsamlegt athæfi, og hafa þau því strikað yfir fyrstu grein bandarísku stjórnarskrárinnar. Árásum ríkisstjórnar Obama gegn uppljóstrunum hefur ekki einungis verið beint að viðtakendum upplýsingalekanna. Eftir hinn viðamikla upplýsingaleka Mannings, hóf ríkisstjórn Obama að leggja drögin að hinni svokölluðu „Insider Threat“-áætlun í þeim tilgangi að takast á við upplýsingaleka meðal opinberra starfsmanna (sérstaklega innan Bandaríkjahers, þjóðaröryggis- og leyniþjónustustofnana), en samkvæmt starfsáætlun hennar er upplýsingaleki til fjölmiðla álitinn „aðstoða óvini ríkisins“ og heyra því undir njósnir. Helstu markmið áætlunarinnar er að skylda opinbera starfsmenn til að fylgjast grannt með samstarfsfélögum sínum og láta vita um grunsamlega hegðun, en hin lauslega skilgreining á „grunsamlegri hegðun“ felur einnig í sér gagnrýni samstarfsfélaga í garð starfsemi stofnunarinnar. Auk þess er yfirmönnum gert að refsa undirmönnum sínum sem ekki bregðast við grunsamlegri hegðun samstarfsfélaga sinna. Með öðrum orðum er markmið „Insider Threat“-áætlunarinnar að fá opinbera starfsmenn til að njósna hverjir um aðra. Auk þess hafa bandarísk stjórnvöld nú í kjölfar uppljóstrana Snowdens, brugðist við með enn meiri hörku og hafa látið loka á aðgang bandarískra hermanna sem staðsettir eru í Mið-Austurlöndunum og Suðvestur-Asíu, að vefsíðum fréttamiðilsins Guardian. Í ljósi þessara aðgerða, virðist bandarísku samfélagi svipa til þeirra eftirlitssamfélaga sem fram að þessu hefur aðallega mátt finna í löndum á borð við Kína og Rússland.Misbeiting Obama á njósnalögunum Í raun hefur Obama forseti á undanförnum árum staðið að baki eins allra stærsta áhlaups gegn uppljóstrurum í sögu Bandaríkjanna með stórtækri misbeitingu á gömlu njósnalögunum frá árinu 1917, í þeim tilgangi að ákæra og hámarka mögulega refsingu við uppljóstrun. Njósnalögin (e. Espionage Act of 1917) voru skrifuð og innlimuð við upphaf Fyrri heimsstyrjaldarinnar í þeim tilgangi að auðvelda stjórnvöldum að sækja til saka einstaklinga sem gerðust sekir um njósnir fyrir óvinaþjóðir eða unnu að því að grafa undan lýðræðiskjörinni ríkisstjórn þjóðarinnar. Þessi lög tóku gildi í kjölfar uppgötvunar bandarískra yfirvalda á að háttsettir þýskir erindrekar (Heinrich F. Albert) og njósnarar (Franz Rintelen von Kleist) voru að leggja á ráðin um yfirtöku á bandarískum fjölmiðlum og skemmdarverk á vopnaframleiðendum. Með öðrum orðum voru njósnalögin ætluð erlendum og innlendum njósnurum á vegum óvinaþjóða og föðurlandssvikurum sem gerðust sekir um landráð. En uppljóstrarar á borð við Edward Snowden og Bradley Manning eru allt annað en föðurlandssvikarar. Njósnalögin voru fyrst misnotuð af Richard Nixon, Bandaríkjaforseta repúblikana, sem notaði njósnalögin til að sækja til saka Daniel Ellsberg (fyrrverandi sérfræðing hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna) sem lak hinum svokölluðu Pentagonskjölum til fjölmiðla á borð við New York Times. Með skjölunum var ljóstrað upp um stórfelldar blekkingar sem ríkisstjórnir Johns F. Kennedy og Lyndons B. Johnson beittu á bandarískan almenning í tengslum við hernaðaraðgerðir bandarískra stjórnvalda í Indó-Kína. Pentagonskjölin ljóstruðu meðal annars upp um sprengjuárásir Bandaríkjahers á Kambódíu og Laos og leynilegar hernaðaraðgerðir í Norður-Víetnam, sem voru framkvæmdar án vitundar fjölmiðla og almennings. Pentagonskjölin sýndu einnig að Richard Nixon undirbjó aukinn stríðsrekstur í Víetnam á sama tíma og hann stóð fyrir kosningaherferð til Bandaríkjaforseta, sem gekk út á að binda enda á stríðið, auk þess að ein stærsta ástæðan á bak við þrautseigju bandarískra yfirvalda í Víetnamstríðinu var að koma í veg fyrir niðurlægjandi tap. Þessar uppljóstranir grófu undan þeim veika stuðningi sem fyrir var við Víetnamstríðið. Ríkisstjórn Nixons fór í mál við dagblöðin sem birtu Pentagonskjölin og misbeitti njósnalögunum frá 1917 til að kæra Ellsberg fyrir njósnir (og í raun landráð). Stjórnvöld töpuðu málinu gegn dagblöðunum í hæstarétti, á þeim forsendum að fyrsta grein bandarísku stjórnarskrárinnar bæði tryggði almenningi þann rétt að öðlast upplýsingar sem grundvölluðu skilning hans á athöfnum stjórnvalda, og tryggði réttindi fjölmiðla til að afhjúpa blekkingar stjórnvalda í garð almennings. Fjölmiðlar, fræðimenn, lögfræðistéttin og almenningur (sérstaklega demókratar) sýndu mikla samstöðu með Ellsberg, og veittu því Nixon talsverða pólitíska mótstöðu í ákæru sinni gegn honum, sem ásamt Watergate-hneykslinu, leiddi til þess að ákæran var í lokin felld niður og varð Ellsberg frjáls ferða sinna. Til samanburðar við misnotkun Nixons á njósnalögunum gegn Ellsberg árið 1971, hefur atlaga Obama Bandaríkjaforseta gegn uppljóstrurum vegið mun þyngra og er í raun fordæmalaus. Tilvonandi ákæra á hendur Edward Snowden af hálfu ríkisstjórnar Obama verður í sjöunda skiptið sem núverandi forseti misbeitir njósnalögunum á forsetatímabili sínu, en fram að kosningu Obama hafði njósnalögunum einungis verið beitt þrívegis á þeim 90 árum sem löggjöfin hefur verið í gildi. Hin stórfellda misnotkun Obama á njósnalögunum til að ákæra Snowden, Manning og aðra uppljóstrara fyrir njósnir og landráð, gefur til kynna að bandaríska þjóðin búi í dag við enn einn forsetann sem telur sig og ríkisstjórn sína vera hafna yfir almenn lög og reglur. Ólíkt tilfellinu hjá Ellsberg, hafa hvorki Snowden né Manning hlotið sambærilegan stuðning frá bandarískum fjölmiðlum eða frjálslyndum Bandaríkjamönnum (þó svo að stuðningur við Snowden hafi eitthvað tekið að aukast að undanförnu). En þetta sinnuleysi frjálslyndra Bandaríkjamanna endurspeglar þá lýðræðislegu rotnun sem á það til að gerjast innan tvíflokkakerfis bandarískra stjórnmála. Því miður hefur fjöldi bandarískra demókrata og frjálslyndra vinstrimanna tilhneigingu til að „slökkva“ á gagnrýninni hugsun gagnvart stjórnvöldum þegar forsetinn er sjálfur frjálslyndur eða kemur úr röðum demókrata. Til að mynda var Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti demókrata, sjaldan gagnrýndur af demókrötum og frjálslyndum (eða vinstrisinnuðum) Bandaríkjamönnum fyrir alvarlega skerðingu hans á atvinnuleysisbótum eða lykilhlutverki hans í núverandi efnahagskreppu (með afnámi Glass-Steagall-laganna). Auk þess virðist sem svo að fjöldi frjálslyndra og vinstrisinnaðra Bandaríkjamanna láti sér einungis annt um borgaraleg réttindi og einstaklingsfrelsi þegar það kemur í hlut repúblikana að skerða þau. En niðurstöður nýlegrar könnunar frá Pew-rannsóknarstofnuninni sýndu að naumur meirihluti demókrata taldi njósnir bandarískra dómsmálaráðuneytisins á AP-fréttaveitunni réttmætar, á meðan meirihluti repúblikana taldi aðgerðir ráðuneytisins brjóta friðhelgi og ritfrelsi fréttaveitunnar. Einnig er erfitt að ímynda sér að demókrataforseti gæti nokkurn tímann komist upp með að búa yfir svokölluðum „drápslista“ án þess að sæta harðri gagnrýni frá samflokksþingmönnum, fjölmiðlum og frjálslyndum Bandaríkjamönnum, líkt og raunin er með Obama? Það er því miður sorgleg staðreynd að ef uppljóstranir Snowdens og ákæra stjórnvalda gegn honum hefði átt sér stað undir forseta repúblikana á borð við George W. Bush eða Mitt Romney, myndi Snowden vafalaust njóta mun meiri stuðnings en hann gerir í dag. Pólitískar áróðursvélar demókrata á borð við MSNBC myndu án efa ráðast þrotlaust á stjórnvöld og gagnrýna þau harkalega fyrir brot á bandarísku stjórnarskránni og borgaralegum réttindum. En því miður voru helstu mistök Snowdens, Mannings og annarra uppljóstrara, ákvörðun þeirra að ljóstra upp um stjórnarskrárbrot og frelsissviptingu stjórnvalda, á stjórnartímabili forseta sem styður réttindi kvenna og samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það ætti að vekja ugg meðal almennings í lýðræðislegum samfélögum þegar bókmenntaverkið „1984“ eftir George Orwell fer að líkjast sagnfræðiriti frekar en skáldsagnaverki. Á fyrsta forsetaári Dwights D. Eisenhower (1953-1961) varaði Bandaríkjaforsetinn við hörðum árásum á einstaklingsfrelsi og borgaraleg réttindi á tímum þegar lýðræðislegum þjóðfélögum líður eins og þau lifi í stöðugu stríðsástandi, en Vesturlöndin hafa verið í stöðugu stríði við hryðjuverkaógnina síðan 11. sept. 2001. Hryðjuverk hafa í raun aldrei verið Bandaríkjamönnum framandi fyrirbæri, jafnvel fyrir hryðjuverkaáras Al-Qaeda á tvíburaturnana í New York. Meðal annars létust 168 manns og um 700 manns slösuðust í hryðjuverkaárásinni á Oklahoma (e. Oklahoma City Bombing) árið 1995, sem framkvæmd var af bandarísku hryðjuverkamönnunum Timothy McVeigh og Terry Nichols. Í gegnum megnið af áttunda áratugnum urðu Bandaríkjamenn einnig fórnarlömb fjöldamargra hryðjuverka sem framin voru meðal annars af róttækum þjóðernissinnum frá Púertó Ríkó, öfga-vinstrihreyfingunni Weather-Underground og harðlínusamtökum gyðinga (e. The Jewish Defence League). Jafnvel Wall-Street-hverfið hefur orðið fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum, en árið 1993 stóðu róttækir íslamistar fyrir sprengjutilræði á World Trade Center sem kostaði sex manns lífið og slasaði um eitt þúsund manns. Auk þess varð Wall-Street fyrir stórri sprengjuárás árið 1920 sem kostaði næstum fjörutíu manns lífið, en árásin var talin skipulögð af ítölskum anarkistum. Þrátt fyrir allan þann fjölda hryðjuverkaárása sem Bandaríkin hafa orðið fyrir á síðustu öld, stafaði borgaralegum grundvallarréttindum og einstaklingsfrelsi aldrei jafnmikil ógn af stjórnvöldum og nú í dag. Á síðastliðnum áratug, í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 í New York, hefur bandarískt samfélag smám saman byrjað að líkjast Oceania-heiminum úr hinu sígilda bókmenntaverki Orwells, sem einkennist af sívarandi stríði, allsráðandi ríkisstjórn og umfangsmiklu eftirlitskerfi sem njósnar um eigin samfélagsþegna. Bandarískir fjölmiðlar hafa þar gegnt veigamiklu hlutverki, enda hefur fréttaflutningur þar vestanhafs á undanförnum áratug einkennst af einsleitinni túlkun á eðli hryðjuverkaógnarinnar og miklum hræðsluáróðri. Mistúlkun fjölmiðla á forsendum og eðli hryðjuverka, skapaði meðal annars réttlætingu fyrir atlögu George W. Bush (fyrrverandi Bandaríkjaforseta) gegn bandarísku stjórnarskránni, með innlimun hinna svokölluðu ættjarðarlaga (e. Patriot Act). Ættjarðarlögin veittu bandarískum stjórnvöldum fordæmalaus völd til að fá aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum um bandaríska þegna og stunda leynilegar hleranir á bandarískum þegnum án þeirra vitundar. Ættjarðarlögin voru fjarri því að vera skrifuð sem hluti af sértækri aðgerðaáætlun gegn hryðjuverkaógn Al-Qaeda, heldur voru lögin einungis samansafn af almennum valdaákvæðum sem lögreglu- og þjóðaröryggisstofnanir voru búnar að berjast fyrir í áratugi fyrir 9/11 árásina, og voru samþykktar samstundis á tíma ofsahræðslu. Þó að ættjarðarlögin mættu gríðarlegri mótstöðu meðal Bandaríkjamanna á báðum vængjum stjórnmála, voru frjálslyndir og vinstrimenn sérstaklega harðir í gagnrýni sinni á því sem þeir álitu atlögu á borgaraleg réttindi og friðhelgi einstaklingsins, enda var fyrsta grein bandarísku stjórnarskrárinnar borin til grafar daginn sem ættjarðarlögin tóku gildi. Í dag hefur hins vegar mikilvægi bandarísku stjórnarskrárinnar því miður fjarað út meðal stórs hluta framsækinna og frjálslyndra Bandaríkjamanna.Uppljóstranir Edward Snowden Grunnstoðum lýðræðis í hinum vestræna heimi stafar í dag gríðarleg ógn af þeirri njósna- og eftirlitsstarfsemi sem stunduð er af bandarískum yfirvöldum, undir hinum fölsku formerkjum „stríð gegn hryðjuverkum“. Nýlegar uppljóstranir hins 29 ára gamla Edwards Snowden, sem birtust í breska fréttablaðinu Guardian, leiddu í ljós að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hefur stundað allsherjar eftirlit og söfnun á upplýsinga- og samskiptagögnum um bandarískan almenning án heimildar. Samkvæmt Snowden, sem starfaði hjá tækniráðgjafarfyrirtækinu Booz Allen Hamilton og er fyrrverandi verktaki hjá bandarísku leyniþjónustunni, stóð Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna á bak við stofnun lýsigagnavers (metadata) og gagnagreiningarkerfis undir nafninu PRISM, en PRISM-verkefnið gekk út á að notfæra sér einkarekin verktakafyrirtæki líkt og Booz Allen til að stunda eftirlit og afla gagna um venjulega bandaríska borgara frá samskiptafyrirtækjum á borð við Verizon, Microsoft, Google, Facebook, Skype og Apple. Eftirlitsstarfsemi og gagnasöfnun Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er í raun svo umfangsmikil að hún nær út fyrir heimildir ættjarðarlaganna, en PRISM-verkefnið var harkalega gagnrýnt af einum af höfundum ættjarðarlaganna, repúblikanaþingmanninum Frank J. Sensenbrenner. Uppljóstranir Snowden komu bandarískum stjórnvöldum illa. Einungis nokkrum mánuðum áður hafði James Clapper, yfirmaður þjóðaröryggis í Bandaríkjunum, verið viðstaddur vitnaleiðslur hjá sérstakri öldungadeildarþingnefnd sem fer með yfirumsjón með starfsemi Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, þar sem Clapper svaraði neitandi fyrirspurn Rons Wyden þingmanns, demókrata, þess efnis hvort stofnunin hefði getuna til að stunda slíka eftirlitsstarfsemi og gagnaöflun. Uppljóstranir Snowdens gáfu því til kynna að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hefði blekkt eigin umsjónarmenn og eftirlitsaðila varðandi starfsemi sína. Þó svo að starfsemi bandarískra leyniþjónustustofnana (þar á meðal lýsigagnaverið og PRISM-verkefnið) sé einnig undir umsjón og eftirliti FISA-réttarins, er þessi stofnun fjarri því að vera óháð, gegnsæ eða lýðræðisleg í eðli sínu. FISA-rétturinn var stofnaður í kjölfar umfangsmikils stjórnmálahneykslis sem átti sér stað á miðjum áttunda áratugnum þegar bandaríska þingið uppgötvaði að alríkisstofnanir hefðu stundað umfangsmiklar og ólöglegar njósnir um bandarískar verkalýðshreyfingar, mannréttindasamtök og stjórnmálaandstæðinga. Samkvæmt bandarískum stjórnvöldum ber FISA-rétturinn ábyrgð á að starfsemi leyniþjónustustofnana brjóti ekki lög eða fari út fyrir heimildir sínar. Vandinn er hins vegar sá að FISA-dómnefndin er skipuð með leynilegum hætti af forseta hæstaréttar (John Roberts), sem er sjálfur skipaður af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. En þar sem þjóðaröryggis- og leyniþjónustustofnanirnar fara oft eftir tilskipun bandarískra stjórnvalda, þýðir þetta einfaldlega að eftirlitsstofnunin er skipuð af þeim sem stofnunin á að hafa eftirlit með. Auk þess hefur rétturinn einungis í ellefu tilfellum hafnað beiðni leyniþjónustustofnana um eftirlitsaðgerðir (á borð við símahleranir og njósnir á tölvupósti) frá stofnun FISA-réttarins árið 1979, en á þessum tíma hefur réttinum borist tæplega 34 þúsund beiðnir. Einungis á síðasta ári fékk FISA-rétturinn 1.800 beiðnir um eftirlitsstörf og í öllum tilfellum voru beiðnirnar samþykktar. Með öðrum orðum er rétturinn einungis lagalegur stimpill sem veitir bandarískum yfirvöldum lagalegan rétt til að taka þátt í starfsemi sem brýtur gegn sjálfri bandarísku stjórnarskránni. Slíkur skortur á innlendu eða alþjóðlegu eftirliti og ábyrgðaraðilum á starfsemi bandarísku ríkisstjórnarinnar og leyniþjónustustofnana, tryggir í raun að valdamisnotkun mun eiga sér stað. Eftir að hafa lekið þessum upplýsingum til breska rannsóknarblaðamannsins Glenns Greenwald hjá breska dagblaðinu Guardian (og Bartons Gellman, blaðamanni hjá Washington Post), flúði Snowden fyrst til Hong Kong og síðar til Moskvu, af ótta við að verða framseldur til Bandaríkjanna og þar ákærður. Áhyggjur Snowdens voru vitanlega á sterkum rökum reistar, enda ákvað ríkisstjórn Obama einungis viku eftir PRISM-uppljóstrunina, að kæra Snowden fyrir njósnir og hefur hún farið fram á við Rússa að þeir framselji Snowden hið fyrsta til Bandaríkjanna. Þegar litið er yfir forsetatímabil Obama, koma viðbrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart Snowden lítið á óvart. Þó svo að orðræða Obama hafi ávallt einkennst af skynsemi, hófsemi og yfirvegun, hafa aðgerðir og viðbrögð hans í veruleikanum reynst vera allt önnur.Brostnar vonir um Obama Fyrir um fimm árum var ungur, framsækinn og frjálslyndur frambjóðandi demókrata í miðri kosningabaráttu til forseta Bandaríkjanna. Barack Obama var táknmynd nýrra og breyttra tíma í bandarískum stjórnmálum, enda var hann háskólamenntaður í stjórnarskrárlögum, starfaði sem mannréttindalögfræðingur og var eitilharður andstæðingur Íraksstríðsins. Í kosningabaráttu sinni boðaði Obama nýja stjórnunarhætti, og lofaði hann að styrkja borgaraleg réttindi og auka gegnsæi í opinberri stjórnsýslu. Eitt af helstu forgangsatriðum Obama í utanríkismálum var að endurbyggja traust múslíma og araba í Mið-Austurlöndunum í garð Bandaríkjanna með því að leggja niður þá árásargjörnu íhlutunarstefnu í Mið-Austurlöndum sem einkenndi forsetatíð forvera hans (þ.e. George W. Bush); þar á meðal draga úr hernaðaraðgerðum í Mið-Austurlöndum, binda enda á hernámið í Írak og loka hinum illræmdu Guantanamo-fangelsisbúðum. Nú, rúmlega fimm árum eftir hinn stórkostlega kosningasigur í desembermánuði 2008, búa Bandaríkjamenn við forseta mjög ólíkan þeim sem frjálslyndir umbótasinnar höfðu búist við. Í dag eru Guantanamo Bay-fangabúðirnar enn á sínum stað, þar sem um 166 manns hefur verið haldið föngnum í meira en áratug við skert mannréttindi og án ákæru og réttarhalda (meira en 70 þeirra eru saklausir, að vitund bandarískra stjórnvalda). Þó svo að áætlanir Obama um endalok hernámsins í Írak séu langt á veg komnar, var geta bandarískra stjórnvalda til áframhaldandi hernáms einungis gerð ómöguleg vegna aukinnar andstöðu og mótmæla írakskra þegna gegn áframhaldandi hernámi vegna leka bandaríska hermannsins Bradleys Manning (sem nú gengur undir nafninu Chelsea Mannings) til Wikileaks-samtakanna. Gögnin sem Bradley lak sviptu hulunni af fjöldamorðum bandarískra hermanna á saklausum borgurum í Bagdad; þar á meðal var myndband sem sýndi loftárásir bandarískra Apache-herþyrlna á saklausa borgara þar sem meðal annars drápust tveir fréttamenn frá fréttaveitunni Reuters. Obama forseti hefur einnig borið ábyrgð á fjórfaldri aukningu á beitingu ómannaðra loftfara (e. drones) í leynilegum hernaðaraðgerðum. Þetta gengur ekki einungis gegn fullveldi annarra ríkja, heldur hefur einnig fram að þessu kostað á bilinu 500-1.200 saklausa borgara lífið í Pakistan, Afganistan, Jemen og víðar (þar á meðal yfir 200 börn). Auk þess hefur Obama sett saman sérstakan „drápslista“ yfir mannleg skotmörk sem ómönnuðum loftförum er heimilt að útrýma án dóms og laga, en þessar hernaðaraðgerðir brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni. Fyrr á þessu ári birti fjölmiðillinn NBC trúnaðarskjöl (þekkt sem „The White Papers“ á ensku) sem var lekið út úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og veittu innsýn í lögfræðilega ígrundaðar siðareglur (og röksemdarfærslur) Obama-ríkisstjórnarinnar varðandi hernaðaraðgerðir með ómönnuðum loftförum. Þessi skjöl ollu pólitísku fjaðrafoki, enda gáfu þau til kynna að Obama forseti hafi í raun gengið enn lengra en Bush í atlögu sinni gegn bandarísku stjórnarskránni. Við yfirferð á skjölunum kom til dæmis í ljós að ríkisstjórn Obama hefur veitt sér lagalegan rétt til að drepa bandaríska þegna með ómönnuðum loftförum jafnvel þótt viðkomandi séu a) ekki meðlimir Al-Qaeda, b) ekki staðsettir á átakasvæðum eða eigi þátt í átökum og c) ekki að ráðgera árás á Bandaríkin. Skjölin sýndu einnig að stjórnvöld þurfa ekki að leggja fram nein sönnunargögn um sekt fórnarlambsins fyrir eða eftir loftárás, né þurfa slíkar aftökuaðgerðir stjórnvalda (sem eiga sér stað án dóms og laga) að lúta nokkru eftirliti eða umsjón. Lauslegar skilgreiningar á óskýrum ákvæðum skýrslunnar gera það einnig að verkum a) að enginn greinarmunur er gerður á hugtökunum „vopnaður“ og „árásargjarn“, b) að „stríðið gegn hryðjuverkum“ er orðið að eilífðarstríðsástandi og c) að stjórnvöld geta mögulega beitt loftárásum með ómönnuðum loftförum á bandarískri grundu. Þrátt fyrir að hafa kennt stjórnarskrárlög við Háskólann í Chicago (e. University of Chicago), kom þessi afbökun Obama á lýðræðislegri umgjörð bandarískrar stjórnsýslu lítið á óvart, enda hefur ríkisstjórnin frá embættistöku hans reglulega gerst sek um að brjóta gegn stjórnarskránni í fjölda tilvika, þar á meðal; 1. Fyrstu grein stjórnarskrárinnar sem tryggir friðhelgi einkalífsins, með því að heimila leyniþjónustustofnun að stunda allsherjareftirlits- og njósnastarfsemi um saklausa bandaríska þegna. 2. Fjórðu grein stjórnarskrárinnar sem tryggir rit- og tjáningarfrelsi, með því að skilgreina uppljóstranir um spillingu, vanrækslu og ólögleg athæfi innan opinberrar stjórnsýslu, sem landráð, með misbeitingu njósnalaganna frá 1917. 3. Fimmtu grein stjórnarskrárinnar sem bannar aftöku stjórnvalda á bandarískum þegnum án dóms og laga, með því að heimila loftárásir Bandaríkjahers í Jemen sem kostaði hinn 16 ára gamla bandaríska borgara Abdulrahman al-Awlaki lífið. 4. Sjöttu grein stjórnarskrárinnar sem tryggir réttindi bandarískra þegna til snöggra og opinberra réttarhalda, með því að láta Bradley Mannings sæta þriggja ára fangelsisvistun án réttarhalda. 5. Áttundu grein stjórnarskrárinnar sem bannar ástundun grimmilegrar meðferðar eða pyntingar, með flutningi bandarískra stjórnvalda á föngum til erlendra leyniþjónustustofnana til pyntingar. Bandaríska stjórnarskráin er vafalaust mikilvægasta lagastoð bandarísku þjóðarinnar, enda er hlutverk hennar að leggja fram lagaramma sem tryggir grunnstoðir lýðræðis í bandarísku samfélagi. En af ofangreindum tilfellum að dæma er augljóst að Obama Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hafa staðfastlega grafið undan bandarísku lýðræði með misbeitingu framkvæmdarvaldsins og hættulegum fordæmum.Forseti í felum Gegnsæi í opinberri stjórnsýslu er undirstaða raunverulegs lýðræðis, en þegar starfsemi stjórnvalda á sér stað á bak við luktar dyr gegna upplýsingaleki og uppljóstranir gríðarlega nauðsynlegu hlutverki til að koma í veg fyrir pólitíska vanrækslu, vanhæfni, spillingu og valdamisnotkun stjórnvalda. Uppljóstranir eru ákveðin þungamiðja fyrir skilvirkni og gagnrýni fjölmiðla á bæði stjórnvöldum og einkaframtakinu, og eru því eitt mikilvægasta verkfæri lýðræðissamfélags til að veita pólitískt aðhald og eftirlit með yfirvaldi. Án uppljóstrana verður skortur á gagnrýnum fjölmiðlum. Án gagnrýninna fjölmiðla verður skortur á samfélagslegu gegnsæi og án gegnsæis verður lýðræði lítið annað en ofnotað hugtak sem á sér engan stað í raunveruleikanum. Þegar litið er á stefnu Obama um gegnsæi í opinberri stjórnsýslu er ferill forsetans hingað til í þeim efnum afar dapurlegur. Á forsetatímabili sínu hefur Obama flokkað fleiri opinber gögn sem leynileg en nokkur annar Bandaríkjaforseti, en til að mynda voru meira en 92 milljónir opinberra skjala flokkuð sem leynileg af ríkisstjórn Obama árið 2011. Atlaga Obama gegn gegnsæi stjórnvalda endurspeglast þó skýrast í árásum forsetans á uppljóstrara. Fyrir einungis nokkrum vikum upplýsti AP fréttaveitan að bandaríska dómsmálaráðuneytið hefði lagt hald á samskiptagögn frá 20 símalínum AP, í þeim tilgangi að komast að uppsprettu upplýsingaleka fjölmiðilsins sem kom upp um aðgerð bandarísku leyniþjónustunnar í Jemen til að koma í veg fyrir sprengjutilræði Al-Qaeda í farþegaflugvél á leið til Bandaríkjanna. Einnig birti dagblaðið Washington Post nýverið grein sem skýrði frá því hvernig bandaríska dómsmálaráðuneytið (undir stjórn Obama) heimilaði alríkislögreglunni ítarlegar og fordæmalausar njósnir á fréttamanni Fox News sjónvarpsstöðvarinnar, James Rosen, eftir að hann hafði birt fréttaskýringu um áætlaðar kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu í kjölfar aukinna viðskiptaþvingana frá Sameinuðu þjóðunum. Alríkissaksóknari Bandaríkjanna, Eric Holder, réttlætti njósnir alríkislögreglunnar á James Rosen fréttamanni á þeim forsendum að Rosen hefði verið grunaður um þátt í samsæri við að leka mikilvægum og leynilegum upplýsingum. En samkvæmt þessu hafa bandarísk stjórnvöld þar með skilgreint þann hluta rannsóknarblaðamennsku sem felur í sér upplýsingaöflun, sem glæpsamlegt athæfi, og hafa þau því strikað yfir fyrstu grein bandarísku stjórnarskrárinnar. Árásum ríkisstjórnar Obama gegn uppljóstrunum hefur ekki einungis verið beint að viðtakendum upplýsingalekanna. Eftir hinn viðamikla upplýsingaleka Mannings, hóf ríkisstjórn Obama að leggja drögin að hinni svokölluðu „Insider Threat“-áætlun í þeim tilgangi að takast á við upplýsingaleka meðal opinberra starfsmanna (sérstaklega innan Bandaríkjahers, þjóðaröryggis- og leyniþjónustustofnana), en samkvæmt starfsáætlun hennar er upplýsingaleki til fjölmiðla álitinn „aðstoða óvini ríkisins“ og heyra því undir njósnir. Helstu markmið áætlunarinnar er að skylda opinbera starfsmenn til að fylgjast grannt með samstarfsfélögum sínum og láta vita um grunsamlega hegðun, en hin lauslega skilgreining á „grunsamlegri hegðun“ felur einnig í sér gagnrýni samstarfsfélaga í garð starfsemi stofnunarinnar. Auk þess er yfirmönnum gert að refsa undirmönnum sínum sem ekki bregðast við grunsamlegri hegðun samstarfsfélaga sinna. Með öðrum orðum er markmið „Insider Threat“-áætlunarinnar að fá opinbera starfsmenn til að njósna hverjir um aðra. Auk þess hafa bandarísk stjórnvöld nú í kjölfar uppljóstrana Snowdens, brugðist við með enn meiri hörku og hafa látið loka á aðgang bandarískra hermanna sem staðsettir eru í Mið-Austurlöndunum og Suðvestur-Asíu, að vefsíðum fréttamiðilsins Guardian. Í ljósi þessara aðgerða, virðist bandarísku samfélagi svipa til þeirra eftirlitssamfélaga sem fram að þessu hefur aðallega mátt finna í löndum á borð við Kína og Rússland.Misbeiting Obama á njósnalögunum Í raun hefur Obama forseti á undanförnum árum staðið að baki eins allra stærsta áhlaups gegn uppljóstrurum í sögu Bandaríkjanna með stórtækri misbeitingu á gömlu njósnalögunum frá árinu 1917, í þeim tilgangi að ákæra og hámarka mögulega refsingu við uppljóstrun. Njósnalögin (e. Espionage Act of 1917) voru skrifuð og innlimuð við upphaf Fyrri heimsstyrjaldarinnar í þeim tilgangi að auðvelda stjórnvöldum að sækja til saka einstaklinga sem gerðust sekir um njósnir fyrir óvinaþjóðir eða unnu að því að grafa undan lýðræðiskjörinni ríkisstjórn þjóðarinnar. Þessi lög tóku gildi í kjölfar uppgötvunar bandarískra yfirvalda á að háttsettir þýskir erindrekar (Heinrich F. Albert) og njósnarar (Franz Rintelen von Kleist) voru að leggja á ráðin um yfirtöku á bandarískum fjölmiðlum og skemmdarverk á vopnaframleiðendum. Með öðrum orðum voru njósnalögin ætluð erlendum og innlendum njósnurum á vegum óvinaþjóða og föðurlandssvikurum sem gerðust sekir um landráð. En uppljóstrarar á borð við Edward Snowden og Bradley Manning eru allt annað en föðurlandssvikarar. Njósnalögin voru fyrst misnotuð af Richard Nixon, Bandaríkjaforseta repúblikana, sem notaði njósnalögin til að sækja til saka Daniel Ellsberg (fyrrverandi sérfræðing hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna) sem lak hinum svokölluðu Pentagonskjölum til fjölmiðla á borð við New York Times. Með skjölunum var ljóstrað upp um stórfelldar blekkingar sem ríkisstjórnir Johns F. Kennedy og Lyndons B. Johnson beittu á bandarískan almenning í tengslum við hernaðaraðgerðir bandarískra stjórnvalda í Indó-Kína. Pentagonskjölin ljóstruðu meðal annars upp um sprengjuárásir Bandaríkjahers á Kambódíu og Laos og leynilegar hernaðaraðgerðir í Norður-Víetnam, sem voru framkvæmdar án vitundar fjölmiðla og almennings. Pentagonskjölin sýndu einnig að Richard Nixon undirbjó aukinn stríðsrekstur í Víetnam á sama tíma og hann stóð fyrir kosningaherferð til Bandaríkjaforseta, sem gekk út á að binda enda á stríðið, auk þess að ein stærsta ástæðan á bak við þrautseigju bandarískra yfirvalda í Víetnamstríðinu var að koma í veg fyrir niðurlægjandi tap. Þessar uppljóstranir grófu undan þeim veika stuðningi sem fyrir var við Víetnamstríðið. Ríkisstjórn Nixons fór í mál við dagblöðin sem birtu Pentagonskjölin og misbeitti njósnalögunum frá 1917 til að kæra Ellsberg fyrir njósnir (og í raun landráð). Stjórnvöld töpuðu málinu gegn dagblöðunum í hæstarétti, á þeim forsendum að fyrsta grein bandarísku stjórnarskrárinnar bæði tryggði almenningi þann rétt að öðlast upplýsingar sem grundvölluðu skilning hans á athöfnum stjórnvalda, og tryggði réttindi fjölmiðla til að afhjúpa blekkingar stjórnvalda í garð almennings. Fjölmiðlar, fræðimenn, lögfræðistéttin og almenningur (sérstaklega demókratar) sýndu mikla samstöðu með Ellsberg, og veittu því Nixon talsverða pólitíska mótstöðu í ákæru sinni gegn honum, sem ásamt Watergate-hneykslinu, leiddi til þess að ákæran var í lokin felld niður og varð Ellsberg frjáls ferða sinna. Til samanburðar við misnotkun Nixons á njósnalögunum gegn Ellsberg árið 1971, hefur atlaga Obama Bandaríkjaforseta gegn uppljóstrurum vegið mun þyngra og er í raun fordæmalaus. Tilvonandi ákæra á hendur Edward Snowden af hálfu ríkisstjórnar Obama verður í sjöunda skiptið sem núverandi forseti misbeitir njósnalögunum á forsetatímabili sínu, en fram að kosningu Obama hafði njósnalögunum einungis verið beitt þrívegis á þeim 90 árum sem löggjöfin hefur verið í gildi. Hin stórfellda misnotkun Obama á njósnalögunum til að ákæra Snowden, Manning og aðra uppljóstrara fyrir njósnir og landráð, gefur til kynna að bandaríska þjóðin búi í dag við enn einn forsetann sem telur sig og ríkisstjórn sína vera hafna yfir almenn lög og reglur. Ólíkt tilfellinu hjá Ellsberg, hafa hvorki Snowden né Manning hlotið sambærilegan stuðning frá bandarískum fjölmiðlum eða frjálslyndum Bandaríkjamönnum (þó svo að stuðningur við Snowden hafi eitthvað tekið að aukast að undanförnu). En þetta sinnuleysi frjálslyndra Bandaríkjamanna endurspeglar þá lýðræðislegu rotnun sem á það til að gerjast innan tvíflokkakerfis bandarískra stjórnmála. Því miður hefur fjöldi bandarískra demókrata og frjálslyndra vinstrimanna tilhneigingu til að „slökkva“ á gagnrýninni hugsun gagnvart stjórnvöldum þegar forsetinn er sjálfur frjálslyndur eða kemur úr röðum demókrata. Til að mynda var Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti demókrata, sjaldan gagnrýndur af demókrötum og frjálslyndum (eða vinstrisinnuðum) Bandaríkjamönnum fyrir alvarlega skerðingu hans á atvinnuleysisbótum eða lykilhlutverki hans í núverandi efnahagskreppu (með afnámi Glass-Steagall-laganna). Auk þess virðist sem svo að fjöldi frjálslyndra og vinstrisinnaðra Bandaríkjamanna láti sér einungis annt um borgaraleg réttindi og einstaklingsfrelsi þegar það kemur í hlut repúblikana að skerða þau. En niðurstöður nýlegrar könnunar frá Pew-rannsóknarstofnuninni sýndu að naumur meirihluti demókrata taldi njósnir bandarískra dómsmálaráðuneytisins á AP-fréttaveitunni réttmætar, á meðan meirihluti repúblikana taldi aðgerðir ráðuneytisins brjóta friðhelgi og ritfrelsi fréttaveitunnar. Einnig er erfitt að ímynda sér að demókrataforseti gæti nokkurn tímann komist upp með að búa yfir svokölluðum „drápslista“ án þess að sæta harðri gagnrýni frá samflokksþingmönnum, fjölmiðlum og frjálslyndum Bandaríkjamönnum, líkt og raunin er með Obama? Það er því miður sorgleg staðreynd að ef uppljóstranir Snowdens og ákæra stjórnvalda gegn honum hefði átt sér stað undir forseta repúblikana á borð við George W. Bush eða Mitt Romney, myndi Snowden vafalaust njóta mun meiri stuðnings en hann gerir í dag. Pólitískar áróðursvélar demókrata á borð við MSNBC myndu án efa ráðast þrotlaust á stjórnvöld og gagnrýna þau harkalega fyrir brot á bandarísku stjórnarskránni og borgaralegum réttindum. En því miður voru helstu mistök Snowdens, Mannings og annarra uppljóstrara, ákvörðun þeirra að ljóstra upp um stjórnarskrárbrot og frelsissviptingu stjórnvalda, á stjórnartímabili forseta sem styður réttindi kvenna og samkynhneigðra.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun