Svikin loforð í leikskólamálum Reykjanesbæjar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 12. júní 2025 08:30 Undanfarna daga hafa leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það er ekki að ástæðulausu. Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli. Fyrir fjórum árum stóð ég einmitt í þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum. Það var einmitt að þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum. Samfylkingin stóð þar uppi sem sigurvegarinn, með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum. Á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefja börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða. Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt. Mv. Skráða dagforeldra í Reykjanesbæ geta þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi. Leikskólamálin snúast ekki einungis um dagvistun – þau snúast um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur. Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum skrifum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það er ekki að ástæðulausu. Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli. Fyrir fjórum árum stóð ég einmitt í þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum. Það var einmitt að þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum. Samfylkingin stóð þar uppi sem sigurvegarinn, með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum. Á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefja börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða. Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt. Mv. Skráða dagforeldra í Reykjanesbæ geta þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi. Leikskólamálin snúast ekki einungis um dagvistun – þau snúast um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur. Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum skrifum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun