Pólitískar kreddur á kostnað skattgreiðenda Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. júní 2025 11:01 Eitt það mikilvægasta sem við gerum sem samfélag er að tryggja fólki aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. En þegar pólitísk hugmyndafræði fær að ráða för í stað skynsemi, þá verður niðurstaðan sú að skattfé almennings er sóað – og fólk látið þjást á biðlistum að óþörfu. Í dag býr Ísland yfir öflugum og vel tækjum búnum einkareknum heilbrigðisstofum. Þar starfar fagfólk sem getur sinnt fjölmörgum aðgerðum sem opinbera kerfið ræður einfaldlega ekki við að framkvæma innan eðlilegs tíma. Dæmi: liðskiptiaðgerðir. Einkastofur geta framkvæmt þær á helmingi lægra verði en opinbera kerfið. Þetta kom skýrt fram þegar slíkar aðgerðir voru boðnar út fyrir nokkrum árum. En hvað gerist? Þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að einkaaðilar geti sinnt þessum verkefnum hraðar og ódýrar, þá er fólk samt látið bíða níu mánuði áður en því er heimilt að leita til þeirra – á meðan það getur farið erlendis eftir aðeins þriggja mánaða bið og fengið aðgerð sína greidda af ríkinu. Við erum því ekki bara að greiða fyrir meðferð erlendis – heldur einnig flug, gistingu og í mörgum tilvikum fylgdarmann. Þetta er ekki bara óskynsamleg nýting fjármuna. Þetta er beinlínis ábyrgðarleysi. En verra er þó að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), þar sem beinlínis er kveðið á um að sjúkratryggðum skuli fyrst og fremst veittur kostur á meðferð erlendis – í stað þess að leita samninga við innlendar, einkareknar stofur sem geta sinnt aðgerðunum hér heima. Þannig er pólitísk afstaða gegn einkarekstri í raun fest í lög – með tilheyrandi sóun opinbers fjár. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórn sem segist vilja efla verðmætasköpun, nýta innlenda þekkingu og styðja við sjálfbært heilbrigðiskerfi, skuli samt sem áður velja dýrari og ósjálfbærari leiðina – erlendar lausnir með aukakostnaði – í stað þess að nýta þau úrræði sem við höfum hér heima. Það er ekki bara óráðsíða, heldur beinlínis vanvirðing við skattgreiðendur og þá sem bíða í óvissu eftir nauðsynlegri meðferð. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á einkarekstur sem ógn og förum að líta á hann sem það sem hann er: hluti af lausninni. Þegar einkaaðilar geta boðið betri þjónustu, hraðari aðgengi og lægri kostnað – þá eigum við að nýta þá. Fyrst og fremst í þágu fólksins. En líka í þágu heilbrigðs og sjálfbærs kerfis. Við verðum að hætta að láta pólitíska rétttrúnað trufla okkur í því að taka skynsamar ákvarðanir. Skattfé almennings á ekki að fara í að fjármagna hugmyndafræðilegar tilraunir. Það á að fara í þjónustu við fólkið í landinu – og það á að gera það á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem við gerum sem samfélag er að tryggja fólki aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. En þegar pólitísk hugmyndafræði fær að ráða för í stað skynsemi, þá verður niðurstaðan sú að skattfé almennings er sóað – og fólk látið þjást á biðlistum að óþörfu. Í dag býr Ísland yfir öflugum og vel tækjum búnum einkareknum heilbrigðisstofum. Þar starfar fagfólk sem getur sinnt fjölmörgum aðgerðum sem opinbera kerfið ræður einfaldlega ekki við að framkvæma innan eðlilegs tíma. Dæmi: liðskiptiaðgerðir. Einkastofur geta framkvæmt þær á helmingi lægra verði en opinbera kerfið. Þetta kom skýrt fram þegar slíkar aðgerðir voru boðnar út fyrir nokkrum árum. En hvað gerist? Þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að einkaaðilar geti sinnt þessum verkefnum hraðar og ódýrar, þá er fólk samt látið bíða níu mánuði áður en því er heimilt að leita til þeirra – á meðan það getur farið erlendis eftir aðeins þriggja mánaða bið og fengið aðgerð sína greidda af ríkinu. Við erum því ekki bara að greiða fyrir meðferð erlendis – heldur einnig flug, gistingu og í mörgum tilvikum fylgdarmann. Þetta er ekki bara óskynsamleg nýting fjármuna. Þetta er beinlínis ábyrgðarleysi. En verra er þó að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008), þar sem beinlínis er kveðið á um að sjúkratryggðum skuli fyrst og fremst veittur kostur á meðferð erlendis – í stað þess að leita samninga við innlendar, einkareknar stofur sem geta sinnt aðgerðunum hér heima. Þannig er pólitísk afstaða gegn einkarekstri í raun fest í lög – með tilheyrandi sóun opinbers fjár. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórn sem segist vilja efla verðmætasköpun, nýta innlenda þekkingu og styðja við sjálfbært heilbrigðiskerfi, skuli samt sem áður velja dýrari og ósjálfbærari leiðina – erlendar lausnir með aukakostnaði – í stað þess að nýta þau úrræði sem við höfum hér heima. Það er ekki bara óráðsíða, heldur beinlínis vanvirðing við skattgreiðendur og þá sem bíða í óvissu eftir nauðsynlegri meðferð. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á einkarekstur sem ógn og förum að líta á hann sem það sem hann er: hluti af lausninni. Þegar einkaaðilar geta boðið betri þjónustu, hraðari aðgengi og lægri kostnað – þá eigum við að nýta þá. Fyrst og fremst í þágu fólksins. En líka í þágu heilbrigðs og sjálfbærs kerfis. Við verðum að hætta að láta pólitíska rétttrúnað trufla okkur í því að taka skynsamar ákvarðanir. Skattfé almennings á ekki að fara í að fjármagna hugmyndafræðilegar tilraunir. Það á að fara í þjónustu við fólkið í landinu – og það á að gera það á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun