Rasismi útskýrir stuðning við þjóðarmorð Ingólfur Gíslason skrifar 12. júní 2025 11:32 Greta Thunberg hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði að rasismi væri ástæðan fyrir afskiptaleysi vestrænna ríkisstjórna af þjóðarmorðinu á Gaza. Hún sagði þetta við fjölmiðla þegar hún kom til Parísar eftir að henni hafði verið ólöglega rænt á alþjóðlegu hafsvæði og flutt nauðug viljug fyrst til Ísrael og svo til Frakklands. Ef ég hata ekki svart fólk, hvernig get ég þá verið rasisti? Rasisminn sem Greta talar um felur ekki endilega í sér meðvitað hatur á fólki vegna litarháttar. Í þessu tilfelli kemur hann frekar fram á þann hátt að við gefum lífi Palestínufólks ekki sama vægi og við gefum lífi fólks sem er líkara okkur í útliti og háttum. Við samsömum okkur frekar fólki sem líkist okkur og finnum meira til með því, setjum okkur auðveldar í þeirra spor, frekar en fólki sem er ólíkara okkur. Ómeðvitað fær líf fólks sem líkist okkur meira vægi heldur en annarra. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að skipting mannkyns í kynþætti er ekki náttúruleg skipting sem hægt er að mæla heldur er hún okkar verk – kynþættir og þjóðir eru tilbúningur fólks og aðgreining getur byggst á litarhætti, tungu, trú, ríkisfangi, eða einhverju öðru. Annar þáttur í rasisma er að halda að sumar þjóðir eða hópar af fólki séu í eðli sínu líklegri til að fremja glæpi heldur en (til dæmis) við Íslendingar eða séu minna gefnir fyrir vinnu, vitlausari eða ofbeldishneigðari. Þessi gerð rasisma kemur skýrt fram í ræðum þeirra sem töluðu á Austurvelli um daginn til að mótmæla komu flóttafólks hingað til lands. Það fólk virðist ekki geta sett sig í spor fólks sem hættir lífi sínu og flýr heimili sitt og heimaland til að reyna að bjarga sér og börnum sínum undan ofsóknum eða stríðshryllingi. Sumir þessara rasista búa sér til fjarstæðukenndar samsæriskenningar um að fólk á flótta sé hluti af áætlun um heimsyfirráð leynilegrar klíku auðmanna eða hluti af áætlun múslíma um heimsyfirráð, jafnvel hvoru tveggja í einu. Við höfum öll tilhneigingu til fordóma sem mynda hluta af rasisma. Það snertir okkur meira þegar voðaverk bitna á einhverjum sem okkur finnst svipa til okkar sjálfra og við höfum meiri áhuga á fréttum af þeim. Og við viljum líka frekar skilja þá sem fremja voðaverkin, okkur finnst eins og það gætu verið einhverjar ástæður að baki – geðsjúkdómar, ölvunarástand, að hafa verið beittir ofbeldi sjálfir, og svo framvegis. Fólk sem er ólíkara okkur og verður fyrir ofbeldi verður frekar að óljósum tölum, nöfn þeirra segja okkur ekkert, það rennur saman í eitt. Þannig finnum við ekki þungann í því að Ísraelsher hafi drepið tugi eða hundruð þúsunda manna á Gaza – við höfum ekki einu sinni nákvæma tölu. Og þegar fólk sem er ólíkara okkur beitir ofbeldi eða fremur glæpi finnum við ekki sömu þörf til að skilja ástæðurnar. Við mögnum frekar upp ótta um að slíkt fólk sé bara þannig að upplagi. Vinnum úr óttanum Við vitum flest að ástæður fyrir glæpum eru ekki meðfætt glæpaeðli fólks. Ef við kynnum okkur menningu fólks sem er fjarri okkur sjáum við líka fljótt að fólk alls staðar þráir svipaða hluti. Það vill öryggi, frelsi og að búa við sæmd. Og alveg eins og hér hefur það skuggahliðar. Þjóðverjar gerðust þjóðmorðingjar í skrefum upp úr 1930. Þeir náðu að sannfæra sjálfa sig um yfirburði sína sem þjóðar og að þeim stafaði sérstök hætta af Gyðingum. Þeir töldu að Gyðingum væri ekki treystandi og að þeir settu gyðingdóm sinn í fyrsta sæti en ekki hollustu við þýsku þjóðina. Á nútímamáli væri sagt að Gyðingar hafi neitað að aðlagast. Þjóðverjar eru auðvitað bara eitt dæmi um það hvað gerist þegar rasismi nær algerum völdum. En það væru mistök að halda að við séum sjálf ónæm fyrir rasisma. Við þurfum að vinna gegn honum hjá okkur sjálfum. Við þurfum að hafa fyrir því að skilja að félagsleg vandamál og glæpir eiga sér orsakir og samfélagið þarf að takast á við þær orsakir. Það er ekki lausn að setja fleira og fleira fólk í fangelsi. Við þurfum líka að skilja að samfélag okkar var aldrei laust við vandamál og það verður aldrei hægt að hreinsa samfélagið af öllum vandamálum. Við vinnum gegn þeim með því að veita öllum tækifæri og jafnræði og með öflugu heilbrigðis- og menntakerfi og við bregðumst við hættu og afbrotum með ábyrgri löggæslu. Þannig skiptir mestu máli að byggja upp stofnanir, lög og reglur sem tryggja jafnræði og réttlæti fyrir allar manneskjur og það skiptir máli að sem flest okkar styðji slíkt jafnræði og réttlæti, jafnvel þó að við höfum tilhneigingu til að hafa varann á við fólk sem okkur finnst ólíkt okkur sjálfum. Þetta er ekki spurning um að hugsa ekkert nema fallegar hugsanir. Í þessari grein hef ég aðeins snert á einum þætti í því sem við getum kallað „rasisma“ – þann sem snýr að því að okkur hættir til að meta fólk meira eftir því sem það er nær okkur til dæmis í húðlit, tungumáli, trú, venjum, og uppruna. Það er hægt að skrifa margar greinar um aðra fleti, eins og það hvernig rasismi er innbyggður í valdakerfi heimsins, þar sem öll völd eru á höndum hvíts fólks, eins og þau hafa verið um aldir, og hvernig rasismi fléttast saman við auðsöfnunarkerfið kapítalisma. Það verður ekki gert hér. En ég minni í lokin aftur á orð Gretu Thunberg. Það sem útskýrir afskiptaleysi sumra Vestrænna ríkja og beina þátttöku annarra í að drepa hundruð þúsunda Palestínumanna og eyða heimkynnum þeirra er rétt nefndur rasismi. Annars myndu líf þeirra skipta stjórnvöld nógu miklu máli til að hætta stuðningnum við þjóðarmorðið. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Gíslason Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Greta Thunberg hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði að rasismi væri ástæðan fyrir afskiptaleysi vestrænna ríkisstjórna af þjóðarmorðinu á Gaza. Hún sagði þetta við fjölmiðla þegar hún kom til Parísar eftir að henni hafði verið ólöglega rænt á alþjóðlegu hafsvæði og flutt nauðug viljug fyrst til Ísrael og svo til Frakklands. Ef ég hata ekki svart fólk, hvernig get ég þá verið rasisti? Rasisminn sem Greta talar um felur ekki endilega í sér meðvitað hatur á fólki vegna litarháttar. Í þessu tilfelli kemur hann frekar fram á þann hátt að við gefum lífi Palestínufólks ekki sama vægi og við gefum lífi fólks sem er líkara okkur í útliti og háttum. Við samsömum okkur frekar fólki sem líkist okkur og finnum meira til með því, setjum okkur auðveldar í þeirra spor, frekar en fólki sem er ólíkara okkur. Ómeðvitað fær líf fólks sem líkist okkur meira vægi heldur en annarra. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að skipting mannkyns í kynþætti er ekki náttúruleg skipting sem hægt er að mæla heldur er hún okkar verk – kynþættir og þjóðir eru tilbúningur fólks og aðgreining getur byggst á litarhætti, tungu, trú, ríkisfangi, eða einhverju öðru. Annar þáttur í rasisma er að halda að sumar þjóðir eða hópar af fólki séu í eðli sínu líklegri til að fremja glæpi heldur en (til dæmis) við Íslendingar eða séu minna gefnir fyrir vinnu, vitlausari eða ofbeldishneigðari. Þessi gerð rasisma kemur skýrt fram í ræðum þeirra sem töluðu á Austurvelli um daginn til að mótmæla komu flóttafólks hingað til lands. Það fólk virðist ekki geta sett sig í spor fólks sem hættir lífi sínu og flýr heimili sitt og heimaland til að reyna að bjarga sér og börnum sínum undan ofsóknum eða stríðshryllingi. Sumir þessara rasista búa sér til fjarstæðukenndar samsæriskenningar um að fólk á flótta sé hluti af áætlun um heimsyfirráð leynilegrar klíku auðmanna eða hluti af áætlun múslíma um heimsyfirráð, jafnvel hvoru tveggja í einu. Við höfum öll tilhneigingu til fordóma sem mynda hluta af rasisma. Það snertir okkur meira þegar voðaverk bitna á einhverjum sem okkur finnst svipa til okkar sjálfra og við höfum meiri áhuga á fréttum af þeim. Og við viljum líka frekar skilja þá sem fremja voðaverkin, okkur finnst eins og það gætu verið einhverjar ástæður að baki – geðsjúkdómar, ölvunarástand, að hafa verið beittir ofbeldi sjálfir, og svo framvegis. Fólk sem er ólíkara okkur og verður fyrir ofbeldi verður frekar að óljósum tölum, nöfn þeirra segja okkur ekkert, það rennur saman í eitt. Þannig finnum við ekki þungann í því að Ísraelsher hafi drepið tugi eða hundruð þúsunda manna á Gaza – við höfum ekki einu sinni nákvæma tölu. Og þegar fólk sem er ólíkara okkur beitir ofbeldi eða fremur glæpi finnum við ekki sömu þörf til að skilja ástæðurnar. Við mögnum frekar upp ótta um að slíkt fólk sé bara þannig að upplagi. Vinnum úr óttanum Við vitum flest að ástæður fyrir glæpum eru ekki meðfætt glæpaeðli fólks. Ef við kynnum okkur menningu fólks sem er fjarri okkur sjáum við líka fljótt að fólk alls staðar þráir svipaða hluti. Það vill öryggi, frelsi og að búa við sæmd. Og alveg eins og hér hefur það skuggahliðar. Þjóðverjar gerðust þjóðmorðingjar í skrefum upp úr 1930. Þeir náðu að sannfæra sjálfa sig um yfirburði sína sem þjóðar og að þeim stafaði sérstök hætta af Gyðingum. Þeir töldu að Gyðingum væri ekki treystandi og að þeir settu gyðingdóm sinn í fyrsta sæti en ekki hollustu við þýsku þjóðina. Á nútímamáli væri sagt að Gyðingar hafi neitað að aðlagast. Þjóðverjar eru auðvitað bara eitt dæmi um það hvað gerist þegar rasismi nær algerum völdum. En það væru mistök að halda að við séum sjálf ónæm fyrir rasisma. Við þurfum að vinna gegn honum hjá okkur sjálfum. Við þurfum að hafa fyrir því að skilja að félagsleg vandamál og glæpir eiga sér orsakir og samfélagið þarf að takast á við þær orsakir. Það er ekki lausn að setja fleira og fleira fólk í fangelsi. Við þurfum líka að skilja að samfélag okkar var aldrei laust við vandamál og það verður aldrei hægt að hreinsa samfélagið af öllum vandamálum. Við vinnum gegn þeim með því að veita öllum tækifæri og jafnræði og með öflugu heilbrigðis- og menntakerfi og við bregðumst við hættu og afbrotum með ábyrgri löggæslu. Þannig skiptir mestu máli að byggja upp stofnanir, lög og reglur sem tryggja jafnræði og réttlæti fyrir allar manneskjur og það skiptir máli að sem flest okkar styðji slíkt jafnræði og réttlæti, jafnvel þó að við höfum tilhneigingu til að hafa varann á við fólk sem okkur finnst ólíkt okkur sjálfum. Þetta er ekki spurning um að hugsa ekkert nema fallegar hugsanir. Í þessari grein hef ég aðeins snert á einum þætti í því sem við getum kallað „rasisma“ – þann sem snýr að því að okkur hættir til að meta fólk meira eftir því sem það er nær okkur til dæmis í húðlit, tungumáli, trú, venjum, og uppruna. Það er hægt að skrifa margar greinar um aðra fleti, eins og það hvernig rasismi er innbyggður í valdakerfi heimsins, þar sem öll völd eru á höndum hvíts fólks, eins og þau hafa verið um aldir, og hvernig rasismi fléttast saman við auðsöfnunarkerfið kapítalisma. Það verður ekki gert hér. En ég minni í lokin aftur á orð Gretu Thunberg. Það sem útskýrir afskiptaleysi sumra Vestrænna ríkja og beina þátttöku annarra í að drepa hundruð þúsunda Palestínumanna og eyða heimkynnum þeirra er rétt nefndur rasismi. Annars myndu líf þeirra skipta stjórnvöld nógu miklu máli til að hætta stuðningnum við þjóðarmorðið. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun