Skólar eru ekki verksmiðjur Aðalheiður Steingrímsdóttir, Ólafur H. Sigurjónsson og Ólafur Loftsson og Svanhildur María Ólafsdóttir skrifa 30. ágúst 2013 08:45 Tugir þúsunda nema streyma þessa dagana inn í grunn- og framhaldsskóla landsins eftir sumarleyfi. Sumir stíga þar sín fyrstu skref – aðrir nálgast útskrift. Ef marka má opinbera umræðu mun hópurinn næstu mánuði stunda nám í kerfi sem er dýrt, ósveigjanlegt og óhagkvæmt. Þar sem afköst eru lítil og hætta á brottfalli á seinni stigum námsins yfirvofandi. Raunveruleikinn er annar. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð síðustu ár hefur tekist að halda uppi metnaðarfullu starfi. Enda eru kröfurnar sem landsmenn gera til skólanna mjög miklar. Þær eru meðal annars að allir eigi að hafa möguleika á námi, óháð þroska, efnahag eða búsetu. Námið á að vera fjölbreytt og sveigjanlegt. Skólinn á að vera skapandi staður þar sem öllum líður vel og pláss er fyrir alla.Loforðin gleymast Í hátíðarræðum á tyllidögum taka stjórnmálamenn undir þetta. Segjast stoltir af því öfluga starfi sem fram fer í skólunum. Allt verði gert til að tryggja börnum þeirra sem besta menntun. En þegar komið er inn á Alþingi, eða í borgar-, bæjar- og sveitarstjórnir kemur annað hljóð í strokkinn. Horfinn er kjarkurinn. Gleymd eru loforðin. Engir peningar eru til. Eðlilegar kröfur kennara um að fá svipuð laun og aðrir hópar með sambærilega menntun og ábyrgð eru hundsaðar. Of fátt ungt fólk sækist eftir því að verða kennarar, því eldist kennarastéttin stöðugt. Í skólunum eins og á ýmsum öðrum sviðum hleðst vandinn upp. Engu að síður hafa stjórnmálamenn háleitar hugmyndir um breytingar á skólakerfinu. Koma þarf í veg fyrir brottfall. Stytta námið. Kerfið þarf að bæta. En um leið þarf að spara. Þá eru notuð orð eins og framleiðni. Litið er á menntakerfið sem færiband sem hægt er að láta snúast hraðar. Þegar fagfólkið í skólunum og félög kennara og stjórnenda vara við þessari hugsun er sagt að staðið sé í vegi fyrir framþróun. Verið sé að verja gamaldags kerfi sem sé rígbundið í ákvæðum kjarasamninga. Ekkert er fjær sannleikanum. Miklar breytingar hafa orðið í skólastarfinu síðustu ár og áratugi. Nemendahópurinn er mun fjölbreyttari en áður. Aukin áhersla er á foreldrasamstarf. Reynt er að aðlaga námið nýjungum í upplýsingatækni og breyttum kennsluháttum. Breytingarnar eru óteljandi og miða allar að því að laga sig að breyttu samfélagi. Raunar eru breytingarnar svo miklar að skólar dagsins í dag eru óþekkjanlegir miðað við þá sem störfuðu fyrir fáum árum. Minnt er á að félög kennara og stjórnenda hafa faglegar skyldur gagnvart nemendum og samfélaginu. Ef þau telja stjórnvöld vera á villigötum í skólamálum, ber þeim að segja það.Sparnaður ræður för Yfir skólunum vofir stöðugt krafa um aukna hagræðingu. Gera má ráð fyrir að sparnaðurinn í skólakerfinu nemi rúmlega tíu prósentum síðustu ár. Á sama tíma hefur kostnaður við æðstu stjórnsýslu landsins hækkað um tuttugu prósent, sem sýnir forgangsröðun stjórnmálamanna. En þótt kennarar leggi sig alla fram þá er óhjákvæmilegt að niðurskurður til menntamála bitni á starfinu. Námshópar stækka og um leið versna starfsskilyrði nemenda og kennara. Kennslan verður einhæfari, námsmatsaðferðir sömuleiðis. Bein samskipti kennara og nemenda minnka sem bitnar sérstaklega á þeim sem standa höllum fæti í sínu námi. Nemendur hafa takmarkað og fábreytt námsval. Þeim er handstýrt í almennt bóknám því skólunum er gert erfitt fyrir að halda úti verk- og tækninámi. Ástæðan er kostnaður. Mun ódýrara er að setja sem flesta nemendur saman í skólastofur og kenna þeim bóklegu fögin. Nemendur sem ekki fóta sig í bóknáminu hrökklast úr skóla.Stöndum vörð um menntakerfið Ástandið í heilbrigðiskerfinu hefur verið áberandi í opinberri umræðu, sem og ástandið í löggæslunni og hjá Landhelgisgæslunni. Landsmönnum er nú ljóst að þar styttist í að neyðarástand skapist. Minna hefur verið fjallað um stöðuna í skólakerfinu. Ástandið þar er síst betra. Það ætti að vera ráðamönnum jafnt sem almenningi mikið áhyggjuefni. Krafa nútímans er að þjóðin sé vel menntuð. Ungt fólk veit að það nær vart árangri í lífinu án góðrar menntunar. Krafan til þingmanna og sveitarstjórnamanna er að þeir hugsi alvarlega um þetta. Að samræmi verði milli orða og athafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Tugir þúsunda nema streyma þessa dagana inn í grunn- og framhaldsskóla landsins eftir sumarleyfi. Sumir stíga þar sín fyrstu skref – aðrir nálgast útskrift. Ef marka má opinbera umræðu mun hópurinn næstu mánuði stunda nám í kerfi sem er dýrt, ósveigjanlegt og óhagkvæmt. Þar sem afköst eru lítil og hætta á brottfalli á seinni stigum námsins yfirvofandi. Raunveruleikinn er annar. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð síðustu ár hefur tekist að halda uppi metnaðarfullu starfi. Enda eru kröfurnar sem landsmenn gera til skólanna mjög miklar. Þær eru meðal annars að allir eigi að hafa möguleika á námi, óháð þroska, efnahag eða búsetu. Námið á að vera fjölbreytt og sveigjanlegt. Skólinn á að vera skapandi staður þar sem öllum líður vel og pláss er fyrir alla.Loforðin gleymast Í hátíðarræðum á tyllidögum taka stjórnmálamenn undir þetta. Segjast stoltir af því öfluga starfi sem fram fer í skólunum. Allt verði gert til að tryggja börnum þeirra sem besta menntun. En þegar komið er inn á Alþingi, eða í borgar-, bæjar- og sveitarstjórnir kemur annað hljóð í strokkinn. Horfinn er kjarkurinn. Gleymd eru loforðin. Engir peningar eru til. Eðlilegar kröfur kennara um að fá svipuð laun og aðrir hópar með sambærilega menntun og ábyrgð eru hundsaðar. Of fátt ungt fólk sækist eftir því að verða kennarar, því eldist kennarastéttin stöðugt. Í skólunum eins og á ýmsum öðrum sviðum hleðst vandinn upp. Engu að síður hafa stjórnmálamenn háleitar hugmyndir um breytingar á skólakerfinu. Koma þarf í veg fyrir brottfall. Stytta námið. Kerfið þarf að bæta. En um leið þarf að spara. Þá eru notuð orð eins og framleiðni. Litið er á menntakerfið sem færiband sem hægt er að láta snúast hraðar. Þegar fagfólkið í skólunum og félög kennara og stjórnenda vara við þessari hugsun er sagt að staðið sé í vegi fyrir framþróun. Verið sé að verja gamaldags kerfi sem sé rígbundið í ákvæðum kjarasamninga. Ekkert er fjær sannleikanum. Miklar breytingar hafa orðið í skólastarfinu síðustu ár og áratugi. Nemendahópurinn er mun fjölbreyttari en áður. Aukin áhersla er á foreldrasamstarf. Reynt er að aðlaga námið nýjungum í upplýsingatækni og breyttum kennsluháttum. Breytingarnar eru óteljandi og miða allar að því að laga sig að breyttu samfélagi. Raunar eru breytingarnar svo miklar að skólar dagsins í dag eru óþekkjanlegir miðað við þá sem störfuðu fyrir fáum árum. Minnt er á að félög kennara og stjórnenda hafa faglegar skyldur gagnvart nemendum og samfélaginu. Ef þau telja stjórnvöld vera á villigötum í skólamálum, ber þeim að segja það.Sparnaður ræður för Yfir skólunum vofir stöðugt krafa um aukna hagræðingu. Gera má ráð fyrir að sparnaðurinn í skólakerfinu nemi rúmlega tíu prósentum síðustu ár. Á sama tíma hefur kostnaður við æðstu stjórnsýslu landsins hækkað um tuttugu prósent, sem sýnir forgangsröðun stjórnmálamanna. En þótt kennarar leggi sig alla fram þá er óhjákvæmilegt að niðurskurður til menntamála bitni á starfinu. Námshópar stækka og um leið versna starfsskilyrði nemenda og kennara. Kennslan verður einhæfari, námsmatsaðferðir sömuleiðis. Bein samskipti kennara og nemenda minnka sem bitnar sérstaklega á þeim sem standa höllum fæti í sínu námi. Nemendur hafa takmarkað og fábreytt námsval. Þeim er handstýrt í almennt bóknám því skólunum er gert erfitt fyrir að halda úti verk- og tækninámi. Ástæðan er kostnaður. Mun ódýrara er að setja sem flesta nemendur saman í skólastofur og kenna þeim bóklegu fögin. Nemendur sem ekki fóta sig í bóknáminu hrökklast úr skóla.Stöndum vörð um menntakerfið Ástandið í heilbrigðiskerfinu hefur verið áberandi í opinberri umræðu, sem og ástandið í löggæslunni og hjá Landhelgisgæslunni. Landsmönnum er nú ljóst að þar styttist í að neyðarástand skapist. Minna hefur verið fjallað um stöðuna í skólakerfinu. Ástandið þar er síst betra. Það ætti að vera ráðamönnum jafnt sem almenningi mikið áhyggjuefni. Krafa nútímans er að þjóðin sé vel menntuð. Ungt fólk veit að það nær vart árangri í lífinu án góðrar menntunar. Krafan til þingmanna og sveitarstjórnamanna er að þeir hugsi alvarlega um þetta. Að samræmi verði milli orða og athafna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun