Umræða um besta stað á versta stað Teitur Einarsson skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Hver er besti staðurinn í Reykjavík? Flestir geta nefnt einhvern stað í Reykjavík sem þeim finnst bestur og ólíklega næst samstaða um hvar sá staður er. Sumir sem búa í Grafarvogi segja Grafarvogurinn. Aðrir nefna miðbæinn. Öskjuhlíðin fær iðulega nokkur atkvæði og upp á síðkastið hefur staðurinn þar sem fyrirhugað er að reisa mosku verið nefndur sem besti staðurinn í Reykjavík - af þeim sem eru mótfallnir byggingunni. Megin röksemdafærsla þeirra sem mótmælt hafa byggingu mosku virðist vera að byggingin á fyrirhugðum stað muni bera fyrir augu ökumanna sem keyra niður Ártúnsbrekku og verða þar með eitt af kennileitum borgarinnar. Sumir segjast alls ekki vera á móti byggingunni sem slíkri en vilja bara ekki að hún sjáist - eða að minnsta kosti ekki vel. Aðrir ganga lengra og segja umbúðalaust að þeir séu á móti byggingunni vegna þess að moska er bænahús íslamista og íslamstrú sé vond trú, samanber Tyrkjaránið hérna um árið og fleira í þeim dúr. Öll slík röksemdafærsla er haldlaus og er umræða á þeim nótum marklaus í samfélagi sem byggir á gildum frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Andstæðingar moskunnar virðast margir halda að það þurfi að koma í veg fyrir að íslam nái hér að skjóta rótum til að vernda mannréttindi og frelsi. Af þeim sökum virðist mega brjóta á mannréttindum þeirra Íslendinga sem aðhyllast trúarbrögð sem ekki eru þóknanleg þeim hinum sanntrúuðu. Þeir átta sig ekki á því að það eru þeir sjálfir og þeirra eigin málflutningur sem eru að grafa undan virðingu fyrir mannréttindum. Umræða um mosku á besta stað er því miður á versta stað fordóma og hræðsluáhróðurs. Eflaust má finna eitthvað gott í boðskap allra trúarbragða en það er fráleitt að fullyrða að ein trúarbrögð séu yfir önnur hafin. Þau eru flest álíka órökrétt og heimtufrek á einokunarrétt sinn yfir lífi og sál mannanna. Það er því svo sem ekki hægt að gera kröfu til þess að fólk virði trúarbrögð eða trúarskoðanir hvers annars. Það er hins vegar grundvallaratriði að virða rétt fólks til þess að iðka sína trú í friði. Mismunun og brot á mannréttindum verða ekki liðin sama í nafni hvaða trúar þau eru framin. Það er vonandi að við berum gæfu til þess að virða rétt hvers annars og sameinum samfélagið á þeim grundvelli - en sundrum því ekki vegna vitleysisumræðu um trú eða kynferði, litarhátt kynhneigð, hárlit eða hvað það er sem einkennir hvern og einn einstakling í samfélaginu eða aðgreinir frá öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Hver er besti staðurinn í Reykjavík? Flestir geta nefnt einhvern stað í Reykjavík sem þeim finnst bestur og ólíklega næst samstaða um hvar sá staður er. Sumir sem búa í Grafarvogi segja Grafarvogurinn. Aðrir nefna miðbæinn. Öskjuhlíðin fær iðulega nokkur atkvæði og upp á síðkastið hefur staðurinn þar sem fyrirhugað er að reisa mosku verið nefndur sem besti staðurinn í Reykjavík - af þeim sem eru mótfallnir byggingunni. Megin röksemdafærsla þeirra sem mótmælt hafa byggingu mosku virðist vera að byggingin á fyrirhugðum stað muni bera fyrir augu ökumanna sem keyra niður Ártúnsbrekku og verða þar með eitt af kennileitum borgarinnar. Sumir segjast alls ekki vera á móti byggingunni sem slíkri en vilja bara ekki að hún sjáist - eða að minnsta kosti ekki vel. Aðrir ganga lengra og segja umbúðalaust að þeir séu á móti byggingunni vegna þess að moska er bænahús íslamista og íslamstrú sé vond trú, samanber Tyrkjaránið hérna um árið og fleira í þeim dúr. Öll slík röksemdafærsla er haldlaus og er umræða á þeim nótum marklaus í samfélagi sem byggir á gildum frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Andstæðingar moskunnar virðast margir halda að það þurfi að koma í veg fyrir að íslam nái hér að skjóta rótum til að vernda mannréttindi og frelsi. Af þeim sökum virðist mega brjóta á mannréttindum þeirra Íslendinga sem aðhyllast trúarbrögð sem ekki eru þóknanleg þeim hinum sanntrúuðu. Þeir átta sig ekki á því að það eru þeir sjálfir og þeirra eigin málflutningur sem eru að grafa undan virðingu fyrir mannréttindum. Umræða um mosku á besta stað er því miður á versta stað fordóma og hræðsluáhróðurs. Eflaust má finna eitthvað gott í boðskap allra trúarbragða en það er fráleitt að fullyrða að ein trúarbrögð séu yfir önnur hafin. Þau eru flest álíka órökrétt og heimtufrek á einokunarrétt sinn yfir lífi og sál mannanna. Það er því svo sem ekki hægt að gera kröfu til þess að fólk virði trúarbrögð eða trúarskoðanir hvers annars. Það er hins vegar grundvallaratriði að virða rétt fólks til þess að iðka sína trú í friði. Mismunun og brot á mannréttindum verða ekki liðin sama í nafni hvaða trúar þau eru framin. Það er vonandi að við berum gæfu til þess að virða rétt hvers annars og sameinum samfélagið á þeim grundvelli - en sundrum því ekki vegna vitleysisumræðu um trú eða kynferði, litarhátt kynhneigð, hárlit eða hvað það er sem einkennir hvern og einn einstakling í samfélaginu eða aðgreinir frá öðrum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun