Umræða um besta stað á versta stað Teitur Einarsson skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Hver er besti staðurinn í Reykjavík? Flestir geta nefnt einhvern stað í Reykjavík sem þeim finnst bestur og ólíklega næst samstaða um hvar sá staður er. Sumir sem búa í Grafarvogi segja Grafarvogurinn. Aðrir nefna miðbæinn. Öskjuhlíðin fær iðulega nokkur atkvæði og upp á síðkastið hefur staðurinn þar sem fyrirhugað er að reisa mosku verið nefndur sem besti staðurinn í Reykjavík - af þeim sem eru mótfallnir byggingunni. Megin röksemdafærsla þeirra sem mótmælt hafa byggingu mosku virðist vera að byggingin á fyrirhugðum stað muni bera fyrir augu ökumanna sem keyra niður Ártúnsbrekku og verða þar með eitt af kennileitum borgarinnar. Sumir segjast alls ekki vera á móti byggingunni sem slíkri en vilja bara ekki að hún sjáist - eða að minnsta kosti ekki vel. Aðrir ganga lengra og segja umbúðalaust að þeir séu á móti byggingunni vegna þess að moska er bænahús íslamista og íslamstrú sé vond trú, samanber Tyrkjaránið hérna um árið og fleira í þeim dúr. Öll slík röksemdafærsla er haldlaus og er umræða á þeim nótum marklaus í samfélagi sem byggir á gildum frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Andstæðingar moskunnar virðast margir halda að það þurfi að koma í veg fyrir að íslam nái hér að skjóta rótum til að vernda mannréttindi og frelsi. Af þeim sökum virðist mega brjóta á mannréttindum þeirra Íslendinga sem aðhyllast trúarbrögð sem ekki eru þóknanleg þeim hinum sanntrúuðu. Þeir átta sig ekki á því að það eru þeir sjálfir og þeirra eigin málflutningur sem eru að grafa undan virðingu fyrir mannréttindum. Umræða um mosku á besta stað er því miður á versta stað fordóma og hræðsluáhróðurs. Eflaust má finna eitthvað gott í boðskap allra trúarbragða en það er fráleitt að fullyrða að ein trúarbrögð séu yfir önnur hafin. Þau eru flest álíka órökrétt og heimtufrek á einokunarrétt sinn yfir lífi og sál mannanna. Það er því svo sem ekki hægt að gera kröfu til þess að fólk virði trúarbrögð eða trúarskoðanir hvers annars. Það er hins vegar grundvallaratriði að virða rétt fólks til þess að iðka sína trú í friði. Mismunun og brot á mannréttindum verða ekki liðin sama í nafni hvaða trúar þau eru framin. Það er vonandi að við berum gæfu til þess að virða rétt hvers annars og sameinum samfélagið á þeim grundvelli - en sundrum því ekki vegna vitleysisumræðu um trú eða kynferði, litarhátt kynhneigð, hárlit eða hvað það er sem einkennir hvern og einn einstakling í samfélaginu eða aðgreinir frá öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hver er besti staðurinn í Reykjavík? Flestir geta nefnt einhvern stað í Reykjavík sem þeim finnst bestur og ólíklega næst samstaða um hvar sá staður er. Sumir sem búa í Grafarvogi segja Grafarvogurinn. Aðrir nefna miðbæinn. Öskjuhlíðin fær iðulega nokkur atkvæði og upp á síðkastið hefur staðurinn þar sem fyrirhugað er að reisa mosku verið nefndur sem besti staðurinn í Reykjavík - af þeim sem eru mótfallnir byggingunni. Megin röksemdafærsla þeirra sem mótmælt hafa byggingu mosku virðist vera að byggingin á fyrirhugðum stað muni bera fyrir augu ökumanna sem keyra niður Ártúnsbrekku og verða þar með eitt af kennileitum borgarinnar. Sumir segjast alls ekki vera á móti byggingunni sem slíkri en vilja bara ekki að hún sjáist - eða að minnsta kosti ekki vel. Aðrir ganga lengra og segja umbúðalaust að þeir séu á móti byggingunni vegna þess að moska er bænahús íslamista og íslamstrú sé vond trú, samanber Tyrkjaránið hérna um árið og fleira í þeim dúr. Öll slík röksemdafærsla er haldlaus og er umræða á þeim nótum marklaus í samfélagi sem byggir á gildum frelsis, lýðræðis og mannréttinda. Andstæðingar moskunnar virðast margir halda að það þurfi að koma í veg fyrir að íslam nái hér að skjóta rótum til að vernda mannréttindi og frelsi. Af þeim sökum virðist mega brjóta á mannréttindum þeirra Íslendinga sem aðhyllast trúarbrögð sem ekki eru þóknanleg þeim hinum sanntrúuðu. Þeir átta sig ekki á því að það eru þeir sjálfir og þeirra eigin málflutningur sem eru að grafa undan virðingu fyrir mannréttindum. Umræða um mosku á besta stað er því miður á versta stað fordóma og hræðsluáhróðurs. Eflaust má finna eitthvað gott í boðskap allra trúarbragða en það er fráleitt að fullyrða að ein trúarbrögð séu yfir önnur hafin. Þau eru flest álíka órökrétt og heimtufrek á einokunarrétt sinn yfir lífi og sál mannanna. Það er því svo sem ekki hægt að gera kröfu til þess að fólk virði trúarbrögð eða trúarskoðanir hvers annars. Það er hins vegar grundvallaratriði að virða rétt fólks til þess að iðka sína trú í friði. Mismunun og brot á mannréttindum verða ekki liðin sama í nafni hvaða trúar þau eru framin. Það er vonandi að við berum gæfu til þess að virða rétt hvers annars og sameinum samfélagið á þeim grundvelli - en sundrum því ekki vegna vitleysisumræðu um trú eða kynferði, litarhátt kynhneigð, hárlit eða hvað það er sem einkennir hvern og einn einstakling í samfélaginu eða aðgreinir frá öðrum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar