Innlent

Pláss fyrir öll leikskólabörn í borginni

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Biðlisti er á frístundaheimilum.
Biðlisti er á frístundaheimilum. Fréttablaðið/Stefán
Öll leikskólabörn fædd 2011 eða fyrr fá inni á leikskólum Reykjavíkurborgar.

Enn á eftir að ráða í 75 stöðugildi í leikskólum hjá borginni og 23 í grunnskólum. Þar af á eftir að ráða 58 leikskólakennara og fimm kennara.

Að auki vantar um 60 starfsmenn í frístundastarf en venju samkvæmt fara flestar slíkar ráðningar fram síðustu vikuna í ágúst. Þótt þetta virðist dágóður fjöldi gengur mun betur við ráðningarnar en í fyrra.

Öll börn fædd 2011 eða fyrr hafa fengið leikskólapláss en fjölgar á biðlistum eftir að fá inni á frístundaheimilum og frístundaklúbbum. Á þeim lista er nú 981 barn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×